Fundur haldinn í ráðhúsi Vesturbyggðar, 30. september 2025 og hófst hann kl. 13:00
Nefndarmenn
- Gunnar Sean Eggertsson (GSE) varaformaður
- Jenný Lára Magnadóttir (JLM) aðalmaður
- Rebekka Hilmarsdóttir (RH) formaður
Starfsmenn
- Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir (NLS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði
- Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Almenn erindi
1. Deiliskipulag hafnar- og þjónustusvæðis á Patreksfirði - Breyting.
Tekin fyrir tillaga að breytingu á deiliskipulagi hafnar- og þjónustusvæðis á Patreksfirði, dags. 16. september 2025. Breytingin er í nokkrum liðum s.s. nýr viðlegukantur, fjölgun
lóða, breyting á vegum og almennar lagfæringar.
Skipulags- og framkvæmdaráð lagði til við heimastjórn Patreksfjarðar á 14 fundi sínum að tillagan fái
málsmeðferð í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um lagfæringar í samræmi við umræður á fundinum.
Lagður er fram uppdráttur sem lagfærður hefur verið í samræmi við athugasemdir skipulags- og umhverfisráðs.
Heimastjórn Patreksfjarðar samþykkir að tillagan fái málsmeðferð skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
Til kynningar
2. Samgönguáætlun 2026-2030 endurskoðun áætlunar - Hafnaframkvæmdir og sjóvarnir
3. Patrekshöfn - Skemmtiferðaskip
4. Þúfneyri útivistarsvæði
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:32