Hoppa yfir valmynd

Heimastjórn Patreksfjarðar #14

Fundur haldinn í ráðhúsi Vesturbyggðar, 30. september 2025 og hófst hann kl. 13:00

Nefndarmenn
  • Gunnar Sean Eggertsson (GSE) varaformaður
  • Jenný Lára Magnadóttir (JLM) aðalmaður
  • Rebekka Hilmarsdóttir (RH) formaður
Starfsmenn
  • Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir (NLS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Fundargerð ritaði
  • Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Almenn erindi

1. Deiliskipulag hafnar- og þjónustusvæðis á Patreksfirði - Breyting.

Tekin fyrir tillaga að breytingu á deiliskipulagi hafnar- og þjónustusvæðis á Patreksfirði, dags. 16. september 2025. Breytingin er í nokkrum liðum s.s. nýr viðlegukantur, fjölgun
lóða, breyting á vegum og almennar lagfæringar.
Skipulags- og framkvæmdaráð lagði til við heimastjórn Patreksfjarðar á 14 fundi sínum að tillagan fái
málsmeðferð í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um lagfæringar í samræmi við umræður á fundinum.

Lagður er fram uppdráttur sem lagfærður hefur verið í samræmi við athugasemdir skipulags- og umhverfisráðs.

Heimastjórn Patreksfjarðar samþykkir að tillagan fái málsmeðferð skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

2. Samgönguáætlun 2026-2030 endurskoðun áætlunar - Hafnaframkvæmdir og sjóvarnir

Lagt fram til kynningar verkefni hjá höfnum Vesturbyggðar í samgönguáætlun 2026-2030

Málsnúmer6

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Patrekshöfn - Skemmtiferðaskip

Lögð fram til kynningar bókun bæjarráðs frá 23.09.2025 varðandi skemmtiferðaskip

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Þúfneyri útivistarsvæði

Farið yfir umræður af vinnufundi undirbúnings deiliskipulags á Þúfneyri

Málsnúmer5

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Skautasvell á Friðþjófstorgi

Lagt fram til kynningar erindi frá áhugahópi og afgreiðsla bæjarráðs

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:32