Fundur haldinn í ráðhúsi Vesturbyggðar, 3. desember 2025 og hófst hann kl. 12:30
Nefndarmenn
- Gunnar Sean Eggertsson (GSE) varaformaður
- Jenný Lára Magnadóttir (JLM) aðalmaður
- Petrína Sigrún Helgadóttir (PSH) varamaður
Starfsmenn
- Lilja Magnúsdóttir (LM) ritari heimastjórna
Fundargerð ritaði
- Lilja Magnúsdóttir ritari
Almenn erindi
1. Umsagnarbeiðni veitingaleyfi Verbúðin Patreksfirði
Umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Vestfjörðum vegna veitingaleyfis í Verbúðinni á Patreksfirði
Petrína Helgadóttir lýsti sig vanhæfa vegna venslatengsla og vék af fundi.
Heimastjórn Patreksfjarðar gerir ekki athugasemd við umsókn um rekstrarleyfi í Verbúðinni á Patreksfirði. Jákvæð umsögn Vesturbyggðar er þó skilyrt þannig að rekstraraðili sýni fram á að hann hafi samið við Kubb ehf. eða aðra sambærilega aðila um förgun á sorpi sem fellur til við starfsemina og að gert sé ráð fyrir viðeigandi fjölda bílastæða.
Samþykkt samhljóða.
Petrína Helgadóttir kom aftur inn á fundinn.
2. Mikladalsvegur 2A, Patreksfirði. Breyting á aðalskipulagi.
Tekin fyrir umsókn Gunnars Sean Eggertssonar, dags. 17.nóvember 2025. Í umsókninni er óskað eftir að láta lagfæra Aðalskipulag Vesturbyggðar 2018-2035 og breyta landnotkun Mikladalsvegar 2A úr íbúðasvæði yfir í athafnasvæði til samræmis við þá landnotkun sem búin er að vera til margra ára.
Skipulags- og umhverfisráð tók jákvætt í erindið á 15. fundi sínum þann 26. nóvember 2025 og beindi því til heimastjórnar Patreksfjarðar að heimilað verði að breyta aðalskipulagi Vesturbyggðar 2018-2035 og farið verði með breytinguna sem óverulega.
Gunnar Sean Eggertsson lýsti sig vanhæfan til að fjalla um málið og vék af fundi.
Heimastjórn Patreksfjarðar samþykkir að heimilað verði að breyta aðalskipulagi Vesturbyggðar 2018-2035 og farið verði með breytinguna sem óverulega.
Samþykkt samhljóða.
Gunnar Sean Eggertsson kom aftur inn á fundinn.
Til kynningar
3. Reitur OP8, Patreksfirði. Umsókn um lóð og skipulagsmál.
Erindi frá Elíasi Jónatanssyni f.h. Orkubús Vestfjarða ohf, dags. 21. nóvember 2025. Í erindinu er sótt um lóðina OP8 á Patreksfirði sem er í dag skilgreind samkvæmt aðalskipulagi sem opið svæði.
Þá er óskað eftir því að óveruleg breyting verði gerð á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2018-2035 þar sem nýting OP8 er breytt úr opnu svæði í iðnaðarsvæði. Jafnframt er sótt um breytingu á deiliskipulagi Aðalstrætis 100 og nágrennis þar sem deiliskipulagssvæðið er stækkað svo það nái einnig um reit OP8.Ólafur Byron Kristjánsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Skipulags- og framkvæmdaráð frestaði afgreiðslu málsins á 15. fundi sínum þann 26. nóvember 2025.
Ráðið lagði til að Orkubú Vestfjarða taki til skoðunar reitinn við svokallaðan efnalaugargrunn neðan við Aðalstræti milli Aðalstrætis 72 og lóðar Aðalstrætis 62. Hæðarmismunur á milli Aðalstrætis og Strandgötu er á þessu svæði u.þ.b. 10 svo að forðatankar ættu að rúmast vel.
Reitur OP8 er útivistarsvæði sem gefið var af félagasamtökunum SVFÍ Unni, Kvenfélaginu Sif og Lionsklubbi Patreksfjarðar 1985 að frumkvæði Hafsteins Davíðssonar rafveitustjóra á Patreksfirði.
Lagt fram til kynningar
4. Deiliskipulag hafnar- og þjónustusvæðis á Patreksfirði - Breyting.
Tekin fyrir eftir auglýsingu breyting á deiliskipulagi hafnar- og þjónustusvæðis á Patreksfirði. Tillagan var auglýst með athugasemdafresti til 24. nóvember 2025. Umsagnir bárust frá Náttúruverndarstofnun, Slökkviliði Vesturbyggðar, Vegagerðinni,
Náttúrufræðistofnun, Hafrannsóknarstofnun og Minjastofnun. Samkvæmt Minjastofnun þá þarf að uppfæra eina fornleifaskráningu fyrir svæðið þar sem hún uppfyllir ekki staðla stofnunarinnar ásamt því að skrá skipsflök og færa skráðar fornleifar inn á uppdrátt. Þegar þetta liggur fyrir þá getur Minjastofnun veitt umsögn. Hafrannsóknarstofnun gerir kröfu í sinni umsókn að greina frá áhrifum framkvæmdarinnar á hafsbotn og vatnshlot. Þá leggur Náttúrufræðistofnun til að unnið verði að kortlagningu fjöruvistgerða og lífríkis svæðisins til að skapa ásættanlega þekkingu á áhrifum sem framkvæmdin kann að hafa.
Skipulags- og framkvæmdaráð vísaði málinu áfram til heimastjórnar Patreksfjarðar til kynningar og leggur til að fá Náttúrustofu Vestfjarða til að uppfæra núverandi fornleifaskráningu til þess að hægt sé að klára tillöguna.
Lagt fram til kynningar.
Heimastjórn Patreksfjarðar hvetur til að hafnarmannvirki verði hönnuð þannig að hægt sé að setja upp færanlega skipalyftu sbr. Ísafjarðarhöfn.
5. Slysavarnarganga Patrekshöfn 2025 - svd Unnur
Lögð fram til kynningar öryggisúttekt Slysavarnardeildarinnar Unnar á Patrekshöfn. Í úttektinni fór deildin yfir öryggisbúnað og aðstöðu á hafnarsvæðinu. Samkvæmt skoðuninni eru öryggismál hafnarinnar til fyrirmyndar og hafnarsvæðið hreint og
snyrtilegt.
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:10
Varaformaður setti fund í forföllum formanns og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðið. Svo var ekki og varaformaður lýsti fundinn lögmætan.
Rebekka Hilmarsdóttir boðaði forföll og Petrína Sigrún Helgadóttir fyrsti varamaður sat fundinn í hennar stað.