Hoppa yfir valmynd

Heimastjórn Tálknafjarðar #9

Fundur haldinn í fundarsal, Strandgötu 38, Tálknafirði, 3. apríl 2025 og hófst hann kl. 14:00

Nefndarmenn
  • Gunnþórunn Bender (GB) aðalmaður
  • Jónas Snæbjörnsson (JS) varaformaður
  • Jón Aron Benediktsson (JAB) varamaður
Starfsmenn
  • Lilja Magnúsdóttir (LM) ritari heimastjórna

Fundargerð ritaði
  • Lilja Magnúsdóttir ritari

Þór Magnússon boðaði forföll og Jón Aron Benediktsson fyrsti varamaður sat fundinn í hans stað. Jónas Snæbjörnsson varaformaður stýrði fundi í forföllum formanns.

Formaður setti fund og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðið. Svo var ekki og formaður lýsti fundinn lögmætan.

Almenn erindi

1. Deiliskipulag - Þinghóll Tálknafirði

Tekið fyrir afgreiðslubréf Skipulagsstofnunar, dagsett 27. febrúar 2025 ásamt leiðréttum skipulagsgögnum þar sem tekið hefur verið tillit til athugasemda Skipulagsstofnunar.

Gerðar voru breytingar á skipulagsgögnum sem fólu í sér að byggingareitir voru minnkaðir þar sem það átti við en að öðru leyti voru ekki gerðar breytingar á skipulagsgögnum.

Skipulags- og framkvæmdaráð lagði til við heimastjórn Tálknafjarðar á 9. fundi sínum að breytingarnar sem gerðar hafa verið á tillögunni verði samþykktar og skipulagsfulltrúa falin fullnaðarafgreiðsla á deiliskipulaginu í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Heimastjórn Tálknafjarðar samþykkir breytingarnar sem gerðar hafa verið á tillögunni og felur skipulagsfulltrúa fullnaðarafgreiðslu á deiliskipulaginu í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða

Málsnúmer6

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Grenjavinnsla 2025

Óskað er umsagnar Heimastjórnar Tálknafjarðar á auglýsingu um grenjavinnslu fyrir árið 2025.
Jafnframt er óskað umsagnar á samningsformi, eins og notast hefur verið við, undanfarin ár.

Heimastjórn Tálknafjarðar gerir ekki athugasemdir við auglýsingu um grenjavinnslu eða við samningsformið. Yfirfara þarf dagsetningar í auglýsingu áður en hún er send til birtingar.

Samþykkt samhljóða.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Fækkun á vargfugli

Erindi frá Hannesi Bjarnasyni og Birnu Jónsdóttur varðandi eyðingu vargfugls í Tálknafirði.

Heimastjórn Tálknafjarðar tekur undir áhyggjur bréfritara varðandi vargfugl á hafnarsvæði og víðar í firðinum sem veldur tjóni á lífríki.

Heimastjórn beinir þeim tilmælum til bæjarstjóra Vesturbyggðar að brugðist verði við sem allra fyrst þar sem friðun æðarvarps hefst þann 15. apríl og því stuttur tími til stefnu.

Samþykkt samhljóða.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Tálknafjarðarvegur 617

Svör Vegagerðarinnar við erindi heimastjórnar Tálknafjarðar frá síðasta fundi.

Heimastjórn Tálknafjarðar harmar að Vegagerðin skuli ekki geta mætt þeirri viðhaldsþörf sem er orðin mjög brýn á Tálknafjarðarvegi 617 og lýsir vonbrigðum með þá niðurstöðu að ekki sé hægt að leggja fjármagn í veginn fyrr en árið 2029.
Ástand vegarins er orðið mjög alvarlegt og þolir ekki þá umferð sem á honum er mikið lengur án viðgerða. Pollurinn er mjög mikilvægur áningarstaður ferðamanna auk mikillar notkunar heimamanna ásamt því að þessi vegur liggur einnig að kirkjugarði Stóra-Laugardalssóknar í viðbót við aðra notkun vegarins. Auk þess hefur heimastjórn Tálknafjarðar miklar áhyggjur af þeirri umferð sem þarna mun verða í tengslum við sólmyrkvann í ágúst 2026.

Samþykkt samhljóða

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Heimastjórnir, fundir með íbúum

Undirbúningur fyrir íbúafund 07.04.2025

Rætt um undirbúning fyrir íbúafund sem haldinn verður í matsal Tálknafjarðarskóla 7. apríl kl. 17.00

Málsnúmer7

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

6. Ósk um lausn frá störfum.

Ósk um lausn frá störfum.

Lagt fram til kynningar.
Heimastjórn Tálknafjarðar þakkar Tryggva Bjarnasyni fyrir gott samstarf og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:40