Fundur haldinn í fundarsal, Strandgötu 38, Tálknafirði, 8. maí 2025 og hófst hann kl. 14:00
Nefndarmenn
- Gunnþórunn Bender (GB) aðalmaður
- Jónas Snæbjörnsson (JS) varaformaður
- Þór Magnússon (ÞM) formaður
Starfsmenn
- Lilja Magnúsdóttir (LM) ritari heimastjórna
Fundargerð ritaði
- Lilja Magnúsdóttir ritari
Almenn erindi
1. Eysteinseyri. Umsókn um samþykki byggingaráforma, bílskúr.
Erindi frá Marinó Bjarnasyni, dags. 31.mars 2025. Í erindinu er sótt um leyfi fyrir niðurrifi á bílskúr, matshl. 12 og byggingu nýs bílskúrs á Eysteinseyri, Tálknafirði. Erindinu fylgja aðaluppdrættir unnir af Guðbjarti Á. Ólafssyni, dags. 10. mars 2025.
Skipulags- og framkvæmdaráð lagði til við heimastjórn Tálknafjarðar á 10. fundi sínum að samþykkja byggingaráformin og mat sem svo að framkvæmdin sé þess eðlis að heimilt sé að falla frá grenndarkynningu þar sem framkvæmdin varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda.
Þór Magnússon lýsti yfir vanhæfi sínu vegna venslatengsla og vék af fundi.
Heimastjórn Tálknafjarðar samþykkir byggingaráformin og að heimilt sé að falla frá grenndarkynningu þar sem framkvæmdin varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda.
Samþykkt samhljóða.
Þór Magnússon kom aftur inn á fundinn.
2. Tálknafjörður - þvottaplan.
Lagður fram uppdráttur af nýrri lóð þar sem fyrirhugað er að koma fyrir þvottaplani fyrir bíla og báta.
Heimastjórn Tálknafjarðar samþykkir þennan uppdrátt af lóð fyrir fyrirhugað þvottaplan.
Heimastjórn vill árétta nauðsyn þess að tryggja umferðaröryggi í kringum þvottaplanið þar sem þar er talsverð umferð stórra tækja og bíla og brýnt að merkja vel aðkomu að planinu og gönguleiðir fyrir gangandi vegfarendur.
Einnig þarf að setja upp skilti með aðvörun til vegfarenda um að þarna sé vinnusvæði ásamt því að ítreka að um aukna umferð gangandi vegfarenda geti verið að ræða í kringum þvottaplanið.
Jafnframt þarf að grenndarkynna áformin fyrir nærliggjandi lóðarhöfum.
Samþykkt samhljóða.
3. Arctic Smolt
Arctic Smolt og ástand nýbyggingar í Norður-Botni
Heimastjórn Tálknafjarðar lýsir áhyggjum sínum af ásýnd nýbyggingar í seiðaeldisstöð Arctic Smolt í Norður-Botni sem brann í febrúar 2023. Húsið sést vel frá vegi og vekur því athygli vegfarenda.
Seiðaeldisstöð Arctic Smolt í Norður-Botni skipti miklu máli fyrir atvinnulíf í Tálknafirði og fyrir áframhaldandi uppbyggingu fiskeldis á Vestfjörðum. Heimastjórn Tálknafjarðar vonast til að uppbygging fari af stað sem fyrst og óskar eftir upplýsingum um hvernig staða málsins er og hvenær megi vænta áframhaldandi vinnu við bygginguna.
Samþykkt samhljóða.
4. Heimastjórnir, fundir með íbúum
Úrvinnsla úr ábendingum og málefnum frá íbúafundi og kaffispjalli heimastjórnar.
Úrvinnsla úr ábendingum og málefnum frá íbúafundi og kaffispjalli heimastjórnar.
Heimastjórn Tálknafjarðar þakkar íbúum fyrir sýndan áhuga og góðar umræður og ábendingar á kaffispjalli og á íbúafundi. Unnið verður úr þessum ábendingum á næstu fundum og þeim komið í farveg.
Til kynningar
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:15
Formaður setti fund og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðið.
Svo var ekki og formaður lýsti fundinn lögmætan.