Hoppa yfir valmynd

Heimastjórn Tálknafjarðar #11

Fundur haldinn í fundarsal, Strandgötu 38, Tálknafirði, 5. júní 2025 og hófst hann kl. 14:00

Nefndarmenn
  • Gunnþórunn Bender (GB) aðalmaður
  • Jón Aron Benediktsson (JAB) varamaður
  • Þór Magnússon (ÞM) formaður
Starfsmenn
  • Lilja Magnúsdóttir (LM) ritari heimastjórna

Fundargerð ritaði
  • Lilja Magnúsdóttir ritari

Formaður setti fund og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðið. Svo var ekki og formaður lýsti fundinn lögmætan.

Jónas Snæbjörnsson boðaði forföll og Jón Aron Benediktsson fyrsti varamaður sat fundinn í hans stað.

Almenn erindi

1. Arctic Smolt

Daníel Jakobsson forstjóri Arctic fish sat fundinn undir þessum lið til að ræða áframhaldandi uppbyggingu í Norður-Botni.

Formaður bauð Daníel Jakobsson forstjóra Arctic fish velkominn á fundinn.
Daníel upplýsti um stöðu á endurbyggingu hússins hjá Arctic Smolt í Norður-Botni sem brann og þau verkefni sem þurft hefur að leysa í ferlinu. Einnig fór hann almennt yfir þau mál sem í gangi eru hjá Arctic fish í Tálknafirði og hvernig þau ganga.
Heimastjórn Tálknafjarðar þakkaði Daníel fyrir komuna og greinargóðar upplýsingar.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Ýmsir árstíðabundnir atburðir

Valgerður Þorsteinsdóttir menningar- og ferðamálafulltrúi kom inn á fundinn til að ræða ýmsa viðburði og fyrirkomulag þeirra.

Valgerður fór yfir þá viðburði sem hefð hefur verið fyrir að halda í Tálknafirði og hvernig fyrirkomulagið hefur almennt verið með slíka viðburði í Vesturbyggð. Einnig fór hún yfir þá viðburði sem sveitarfélagið hefur komið að framkvæmd á hverjum tíma og stuðning sveitarfélagsins við slíka viðburði.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Tjaldsvæði á Tálknafirði 2025

Valgerður Þorsteinsdóttir menningar- og ferðamálafulltrúi sat fundinn undir þessum lið til að upplýsa um stöðu mála varðandi tjaldsvæðið á Tálknafirði.

Valgerður fór yfir samning um rekstur tjaldsvæðisins í Tálknafirði og ræddi rekstrarfyrirkomulagið.
Heimastjórn leggur til að fá rekstraraðila tjaldsvæðisins inn á fund í ágúst til að ræða áherslur í fjárhagsáætlun varðandi uppbyggingu og viðhald tjaldsvæðisins á næstu árum.

Valgerður vék af fundi.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Tálknafjarðarhöfn, viðhaldsþörf

Viðhaldsþörf Tálknafjarðarhafnar og umsókn í samgönguáætlun

Heimastjórn Tálknafjarðar hvetur bæjarráð Vesturbyggðar til að leggja fram tillögur til samgönguáætlunar um að fá fjármagn í endurbætur á Tálknafjarðarhöfn við endurskoðun samgönguáætlunar.
Heimastjórn Tálknafjarðar bendir á að nauðsynlegt er að hefja vinnu við undirbúning og hönnun á stálþili sem mögulegt er að reka niður á norður/innri hlið bryggjunnar sem snýr inn í smábátahöfnina. Með slíku þili eykst öruggt legupláss fyrir meðalstóra báta, svo sem þjónustubáta, í Tálknafjarðarhöfn.
Jafnframt er minnt á að ástand þilsins á hafskipabryggjunni er orðið mjög slæmt og hætta getur skapast á þekjunni á bryggjunni vegna úrrennslis á burði í bryggjunni. Nauðsynlegt er að endurnýja þilið og þekjuna sem allra fyrst til að bryggjan nýtist sem best.
Áður hefur verið vakin athygli bæjarráðs á ástandi hafskipabryggjunnar, sjá 1. fund heimastjórnar frá 04.07.2024 auk bókunar frá sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps frá 2023.

Samþykkt samhljóða.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Viðhaldsþörf í Tálknafirði

Skilti við gatnamót Tálknafjarðarvegar

Heimastjórn Tálknafjarðar ítrekar nauðsyn þess að skipulagi verði komið á skiltamál við gatnamótin að Tálknafirði. Heimastjórn leggur til að auglýsingaskilti fyrirtækja verði öll staðsett á planinu við háspennustöðina á Keldeyri þar sem gert er ráð fyrir slíkum skiltum. Einu skiltin sem verða áfram við gatnamótin verða þá vegvísunarskilti Vegagerðinnar sem vísa á Tálknafjörð. Einnig má huga því að uppsetning þeirra skilta sem á planinu verða sé snyrtileg og samræmd.

Samþykkt samhljóða.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Umgengni við hús og fyrirtæki í Tálknafirði

Umgengni við hús og fyrirtæki í Tálknafirði

Heimastjórn Tálknafjarðar hvetur íbúa og fyrirtæki í Tálknafirði til að huga vel að viðhaldi og umhverfi húsa og fyrirtækja svo sómi sé að. Framundan er ferðamannatíminn og jákvætt að hús og umhverfi í Tálknafirði sé snyrtilegt þegar gestir okkar koma.

Samþykkt samhljóða.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Fjárhagsáætlun 2026

Fjárhagsáætlun 2026, dagsetningar og tilhögun

Lagt fram til kynningar

Málsnúmer12

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


8. Heimastjórnir, fundir með íbúum

Úrvinnsla úr ábendingum og málefnum frá íbúafundi og kaffispjalli, áherslur inn í fjárhagsáætlunargerð.

Forgangsröðun og umræðu vísað áfram til ágústfundar heimastjórnar.

Málsnúmer15

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00