Fundur haldinn í fundarsal, Strandgötu 38, Tálknafirði, 5. júní 2025 og hófst hann kl. 14:00
Nefndarmenn
- Gunnþórunn Bender (GB) aðalmaður
- Jón Aron Benediktsson (JAB) varamaður
- Þór Magnússon (ÞM) formaður
Starfsmenn
- Lilja Magnúsdóttir (LM) ritari heimastjórna
Fundargerð ritaði
- Lilja Magnúsdóttir ritari
Almenn erindi
1. Arctic Smolt
Daníel Jakobsson forstjóri Arctic fish sat fundinn undir þessum lið til að ræða áframhaldandi uppbyggingu í Norður-Botni.
Formaður bauð Daníel Jakobsson forstjóra Arctic fish velkominn á fundinn.
Daníel upplýsti um stöðu á endurbyggingu hússins hjá Arctic Smolt í Norður-Botni sem brann og þau verkefni sem þurft hefur að leysa í ferlinu. Einnig fór hann almennt yfir þau mál sem í gangi eru hjá Arctic fish í Tálknafirði og hvernig þau ganga.
Heimastjórn Tálknafjarðar þakkaði Daníel fyrir komuna og greinargóðar upplýsingar.
2. Ýmsir árstíðabundnir atburðir
Valgerður Þorsteinsdóttir menningar- og ferðamálafulltrúi kom inn á fundinn til að ræða ýmsa viðburði og fyrirkomulag þeirra.
Valgerður fór yfir þá viðburði sem hefð hefur verið fyrir að halda í Tálknafirði og hvernig fyrirkomulagið hefur almennt verið með slíka viðburði í Vesturbyggð. Einnig fór hún yfir þá viðburði sem sveitarfélagið hefur komið að framkvæmd á hverjum tíma og stuðning sveitarfélagsins við slíka viðburði.
3. Tjaldsvæði á Tálknafirði 2025
Valgerður Þorsteinsdóttir menningar- og ferðamálafulltrúi sat fundinn undir þessum lið til að upplýsa um stöðu mála varðandi tjaldsvæðið á Tálknafirði.
Valgerður fór yfir samning um rekstur tjaldsvæðisins í Tálknafirði og ræddi rekstrarfyrirkomulagið.
Heimastjórn leggur til að fá rekstraraðila tjaldsvæðisins inn á fund í ágúst til að ræða áherslur í fjárhagsáætlun varðandi uppbyggingu og viðhald tjaldsvæðisins á næstu árum.
Valgerður vék af fundi.
4. Tálknafjarðarhöfn, viðhaldsþörf
Viðhaldsþörf Tálknafjarðarhafnar og umsókn í samgönguáætlun
Heimastjórn Tálknafjarðar hvetur bæjarráð Vesturbyggðar til að leggja fram tillögur til samgönguáætlunar um að fá fjármagn í endurbætur á Tálknafjarðarhöfn við endurskoðun samgönguáætlunar.
Heimastjórn Tálknafjarðar bendir á að nauðsynlegt er að hefja vinnu við undirbúning og hönnun á stálþili sem mögulegt er að reka niður á norður/innri hlið bryggjunnar sem snýr inn í smábátahöfnina. Með slíku þili eykst öruggt legupláss fyrir meðalstóra báta, svo sem þjónustubáta, í Tálknafjarðarhöfn.
Jafnframt er minnt á að ástand þilsins á hafskipabryggjunni er orðið mjög slæmt og hætta getur skapast á þekjunni á bryggjunni vegna úrrennslis á burði í bryggjunni. Nauðsynlegt er að endurnýja þilið og þekjuna sem allra fyrst til að bryggjan nýtist sem best.
Áður hefur verið vakin athygli bæjarráðs á ástandi hafskipabryggjunnar, sjá 1. fund heimastjórnar frá 04.07.2024 auk bókunar frá sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps frá 2023.
Samþykkt samhljóða.
5. Viðhaldsþörf í Tálknafirði
Skilti við gatnamót Tálknafjarðarvegar
Heimastjórn Tálknafjarðar ítrekar nauðsyn þess að skipulagi verði komið á skiltamál við gatnamótin að Tálknafirði. Heimastjórn leggur til að auglýsingaskilti fyrirtækja verði öll staðsett á planinu við háspennustöðina á Keldeyri þar sem gert er ráð fyrir slíkum skiltum. Einu skiltin sem verða áfram við gatnamótin verða þá vegvísunarskilti Vegagerðinnar sem vísa á Tálknafjörð. Einnig má huga því að uppsetning þeirra skilta sem á planinu verða sé snyrtileg og samræmd.
Samþykkt samhljóða.
6. Umgengni við hús og fyrirtæki í Tálknafirði
Umgengni við hús og fyrirtæki í Tálknafirði
Heimastjórn Tálknafjarðar hvetur íbúa og fyrirtæki í Tálknafirði til að huga vel að viðhaldi og umhverfi húsa og fyrirtækja svo sómi sé að. Framundan er ferðamannatíminn og jákvætt að hús og umhverfi í Tálknafirði sé snyrtilegt þegar gestir okkar koma.
Samþykkt samhljóða.
7. Fjárhagsáætlun 2026
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00
Formaður setti fund og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðið. Svo var ekki og formaður lýsti fundinn lögmætan.
Jónas Snæbjörnsson boðaði forföll og Jón Aron Benediktsson fyrsti varamaður sat fundinn í hans stað.