Fundur haldinn í fundarsal, Strandgötu 38, Tálknafirði, 12. ágúst 2025 og hófst hann kl. 14:00
Nefndarmenn
- Gunnþórunn Bender (GB) aðalmaður
- Jónas Snæbjörnsson (JS) varaformaður
- Þór Magnússon (ÞM) formaður
Starfsmenn
- Davíð Rúnar Gunnarsson (DRG) slökkviliðsstjóri
- Lilja Magnúsdóttir (LM) ritari heimastjórna
- Valgerður María Þorsteinsdóttir (VMÞ) menningar- og ferðamálafulltrúi
Fundargerð ritaði
- Lilja Magnúsdóttir ritari
Almenn erindi
1. Uppbyggingarverkefni í endurskoðun áfangastaðaáætlunar Vestfjarða
Lagt fram erindi frá Vestfjarðastofu annars vegar, þar sem óskað er eftir upplýsingum frá Vesturbyggð um uppbyggingarverkefni fyrir endurskoðaða áfangastaðaáætlun Vestfjarða, og menningar- og ferðamálafulltrúa hins vegar, þar sem óskað er eftir afstöðu heimastjórnar til verkefna á svæði hennar.
Valgerður María Þorsteinsdóttir menningar- og ferðamálafulltrúi og Kristinn Marinósson umsjónarmaður tjaldsvæðis og Bifrastar verkefnisins sátu fundinn undir þessum lið.
Heimastjórn fór yfir erindið og ræddi verkefni í Áfangastaðaáætlun Vestfjarða og mögulegar breytingar á verkefnum vegna endurskoðunar á áætluninni.
2. Tjaldsvæði á Tálknafirði 2025
Umræða um tjaldsvæði á Tálknafirði
Valgerður María Þorsteinsdóttir menningar- og ferðamálafulltrúi og Kristinn Marinósson umsjónarmaður tjaldsvæðis sátu fundinn undir þessum lið.
Farið yfir þær framkvæmdir sem fara þarf í á tjaldsvæðinu á Tálknafirði og Kristinn fór yfir hugmyndir að mögulegu þjónustuhúsi og forgangsröðun verkefna.
Valgerður og Kristinn yfirgáfu fundinn.
3. Gróðureldar og varnir við þeim
Slökkviliðsstjóri kom inn á fundinn til að ræða gróðurelda og viðbrögð við þeim í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar 2026-2029
Davíð Rúnar Gunnarsson slökkviliðsstjóri fór yfir viðbrögð við gróðureldum og þau verkefni sem eru hvað mest aðkallandi. Hann benti á nauðsyn þess að kortleggja umhverfið í Tálknafirði með tilliti til gróðurelda, festa kaup á lítilli dælu sem hægt er að flytja á milli staða t. d. á kerru og fjórhjóli og fræðslu til íbúa um viðbúnað og viðbrögð við gróðureldum.
Heimastjórn þakkar Davíð fyrir fróðlegt erindi og fyrir komuna.
Slökkviliðsstjóri yfirgaf fundinn.
4. Fjárhagsáætlun 2026 - 2029.
Tillögur og áherslur heimastjórnar fyrir fjárhagsáætlun 2026-2029
Áherslur heimastjórnar fyrir fjárhagsáætlun 2026 - 2029 ræddar og verða lagðar fram á næsta fundi til samþykktar.
5. Norður-Botn. Umsókn um framkvæmdaleyfi, borholur.
Erindi frá Arctic Fish ehf. Í erindinu er sótt um leyfi til borunar á 1-3 borholum við seiðaeldisstöð fyrirtækisins í landi Norðurbotns í Tálknafirði, L140303. Áætluð bordýpt er 60-80 metrar og er áformað að bora í ágúst 2025. Skipulags- og framkvæmdaráð metur sem svo að framkvæmdin varði ekki hagsmuni annarra en umsækjenda og/eða sveitarfélags og sé því heimilt að falla frá grenndarkynningu.
Skipulags- og framkvæmdaráð lagði til við heimastjórn Tálknafjarðar á 13. fundi sínum að skipulagsfulltrúa verði falið að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Heimastjórn Tálknafjarðar samþykkir erindið og að skipulagsfulltrúa verði falið að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða.
6. Tálknafjörður - þvottaplan.
Tekið fyrir eftir grenndarkynningu óveruleg breyting á deiliskipulagi Tálknafjarðarhafnar. Grenndarkynningin var auglýst með athugasemdafrest til 4. júlí 2025. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands og Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða sem gerðu engar athugasemdir við breytinguna. Gerð var athugasemd við breytinguna frá Ragnar Marínóssyni sem gerði athugasemdir við staðsetningu og þörf á þvottaplani og kom með aðra tillögu að staðsetningu. Skipulags- og framkvæmdaráð lagði til á 13. fundi sínum við heimastjórn Tálknafjarðar að skipulagsfulltrúa verði falið að svara þeim er gerðu athugasemd og að tillagan fái málsmeðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Heimastjórn Tálknafjarðar samþykkir að skipulagsfulltrúa verði falið að svara þeim er gerðu athugasemd og að tillagan fái málsmeðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða.
Til kynningar
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:20
Formaður setti fund og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðið.
Svo var ekki og formaður lýsti fundinn lögmætan.