Fundur haldinn í fundarsal, Strandgötu 38, Tálknafirði, 2. október 2025 og hófst hann kl. 14:00
Nefndarmenn
- Gunnþórunn Bender (GB) aðalmaður
- Jónas Snæbjörnsson (JS) varaformaður
- Þór Magnússon (ÞM) formaður
Starfsmenn
- Valgerður María Þorsteinsdóttir (VMÞ) menningar- og ferðamálafulltrúi
Fundargerð ritaði
- Valgerður María Þorsteinsdóttir menningar- og ferðamálafulltrúi
Almenn erindi
1. Tálknafjarðarvegur 617
Heimastjórn Tálknafjarðar hefur áður bókað um viðhald Tálknafjarðarvegar 617 og sent þær bókanir til Vegagerðarinnar. Svör Vegagerðarinnar eru að ekki sé hægt að koma almennum lagfæringum á veginum inn á fjárhagsáætlun fyrr en árið 2029 og þykir heimastjórn Tálknafjarðar það mjög miður.
Þrátt fyrir þetta svar Vegagerðarinnar vill heimastjórn Tálknafjarðar koma á framfæri nauðsyn þess að fara strax í lagfæringar á brúargólfinu yfir Stóra-Laugardalsá. Steypt yfirborð á brúnni er orðið stórhættulegt þar sem það er farið að brotna upp og komnir hættulegir kantar í steypuna á brúnni. Holurnar í brúnni eru einnig orðnar djúpar og þar myndast djúpir pollar eins og má sjá á meðfylgjandi myndum. Heimastjórn minnir á að þessi brú liggur að kirkjugarði Tálknafjarðar auk sumarhúsa utar í firðinum og á sumrin er þarna töluverð umferð ferðafólks.
Heimastjórn Tálknafjarðar ítrekar nauðsyn þess að fara strax í viðgerð á brúargólfinu þannig að ekki hljótist slys af holunum í brúnni.
Til kynningar
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:00