Hoppa yfir valmynd

Heimastjórn Tálknafjarðar #15

Fundur haldinn í fundarsal, Strandgötu 38, Tálknafirði, 6. nóvember 2025 og hófst hann kl. 14:00

Nefndarmenn
  • Gunnþórunn Bender (GB) aðalmaður
  • Jónas Snæbjörnsson (JS) varaformaður
  • Þór Magnússon (ÞM) formaður
Starfsmenn
  • Lilja Magnúsdóttir (LM) ritari heimastjórna

Fundargerð ritaði
  • Lilja Magnúsdóttir ritari

Formaður setti fund og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðið.
Svo var ekki og formaður lýsti fundinn lögmætan.

Almenn erindi

1. Brothættar byggðir - Tálknafjörður

Brothættar byggðir, upplýsingar um tilhögun verkefnis og umræða.
Formaður bæjarráðs, Þórkatla S. Ólafsdóttir sat fundinn undir þessum lið.

Heimastjórn Tálknafjarðar lýsir áhyggjum sínum af samdrætti í atvinnulífi í Tálknafirði og fábreytni þess þar sem tilfinnanlega vantar fleiri störf og fjölbreyttari fyrir fólk á öllum aldri.
Verkefnið Brothættar byggðir hefur hjálpað byggðarlögum í vanda víða um land til að eflast og ná samstöðu heimamanna um að efla byggðaranda samfélagsins og taka höndum saman við að ná tökum á vanda samfélaganna. Heimastjórn Tálknafjarðar telur miklar líkur á að sú vinna sem unnin er undir merkjum Brothættra byggða geti eflt og styrkt samfélagið í Tálknafirði til að snúa við þeirri þróun sem hefur verið undanfarin ár. Með styrkara samfélagi verður Tálknafjörður áfram áhugaverður búsetukostur fyrir ungt fólk sem tilbúið er að leggja sitt af mörkum til uppbyggingar og eflingar atvinnulífs og samfélags.

Heimastjórn Tálknafjarðar leggur til við bæjarstjórn Vesturbyggðar að sækja um í verkefnið Brothættar byggðir hjá Byggðastofnun fyrir Tálknafjörð til að efla samfélagið í Tálknafirði með samstilltu átaki heimamanna og stjórnvalda.

Samþykkt samhljóða.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

2. Tálknafjarðarvegur 617

Tálknafjarðarvegur 617, svar Vegagerðarinnar við bókun heimastjórnar frá 14. fundi 02.10.2025

Lagt fram til kynningar

Málsnúmer6

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:54