Hoppa yfir valmynd

Heimastjórn Tálknafjarðar #16

Fundur haldinn í fundarsal, Strandgötu 38, Tálknafirði, 8. janúar 2026 og hófst hann kl. 14:00

Nefndarmenn
  • Gunnþórunn Bender (GB) aðalmaður
  • Jónas Snæbjörnsson (JS) varaformaður
  • Þór Magnússon (ÞM) formaður
Starfsmenn
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) bæjarstjóri
  • Lilja Magnúsdóttir (LM) ritari heimastjórna
  • Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir (NLS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Fundargerð ritaði
  • Lilja Magnúsdóttir ritari

Formaður setti fund og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðið.
Svo var ekki og formaður lýsti fundinn lögmætan.

Almenn erindi

1. Orkubú Vestfjarða - Rafmagnsleysi og tjón af því

Heimastjórn Tálknafjarðar óskaði eftir fundi með forsvarsmönnum Orkubús Vestfjarða til að ræða orkuöryggi í Tálknafirði í ljósi þeirra bilana sem komið hafa upp í spennistöðinni á Keldeyri í Tálknafirði í desember og viðbragðsáætlun Orkubúsins þar að lútandi.

Fundinn sátu í fjarfundi Elías Jónatansson, orkubússtjóri, Halldór Magnússon, framkvæmdastjóri veitusviðs og Sölvi Sólbergsson, framkvæmdastjóri orkusviðs hjá Orkubúi Vestfjarða ásamt Gerði B. Sveinsdóttur bæjarstjóra Vesturbyggðar og Nönnu Lilju Sveinbjörnsdóttur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Heimastjórn Tálknafjarðar þakkar Orkubúsmönnum fyrir að koma á fundinn og upplýsa um stöðu mála. Unnið er að því að útvega varanlega lausn og að varaaflsstöðvar Landsnets verði á staðnum þar til sú lausn er komin í gagnið. Staðsetning varaaflsins verður lagfærð við fyrsta tækifæri.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Skólamál í Tálknafirði

Magnús Arnar Sveinbjörnsson sviðsstjóri fjölskyldusviðs kom inn á fundinn og upplýsti um stöðu skólamála í Tálknafirði.

Magnús fór yfir stöðu í grunnskóla og leikskóla í Tálknafirði og það starf sem þar er unnið.
Heimastjórn Tálknafjarðar fagnar þessum upplýsingum og hvetur til að unnið verði áfram að úrbótum á stöðu skólamála í Tálknafirði. Heimastjórn lýsir áhyggjum sínum vegna skorts á stöðugleika í stjórnun grunnskólans og leggur áherslu á bætta stöðu leikskólamála sem fyrst.
Heimastjórn leggur ríka áherslu á að tryggt verði áframhaldandi og öflugt skólastarf í Tálknafirði. Skólastarfsemi í byggðarlaginu hefur verið lykilforsenda búsetu ungra fjölskyldna og mikilvægur þáttur í byggðafestu og jafnræði þjónustu innan sameinaðs sveitarfélags
Heimastjórn telur brýnt að fjölskylduráð og sveitarstjórn grípi til tafarlausra og markvissra aðgerða til að koma þessum málum í farveg og tryggja stöðuga, aðgengilega og farsæla skólastarfsemi í Tálknafirði til framtíðar.

Samþykkt samhljóða.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Öryggi i fjarskiptum í Tálknafirði

Öryggi fjarskipta og útvarpssendinga í Tálknafirði í ljósi rafmagnsleysis í desember 2025.

Rafmagnslaust varð í Tálknafirði í nokkra klukkutíma 11. desember sl. og svo aftur 31. desember sl. sem hafði veruleg áhrif á fjarskipti og símasamband hjá íbúum og fyrirtækjum í Tálknafirði.
Heimastjórn Tálknafjarðar lítur þetta rof á fjarskiptum mjög alvarlegum augum og krefst þess af umsjónaraðilum útvarpssendinga, fjarskipta og öðrum þjónustuaðilum að farið verði tafarlaust yfir allt varaafl sem á að tryggja rekstraröryggi sambandsins og að það verði endurnýjað og uppfært eftir þörfum.
Ríkisútvarpið ber ábyrgð á útsendingum Rásar 2 sem öryggistækis en ljóst er að útsending Rásar 2 datt út um miðjan dag þann 11. desember og allan tímann 31.desember sem rafmagnsleysið varði. Heimastjórn Tálknafjarðar beinir þeim tilmælum til umsjónaraðila dreifikerfis Rúv að fara vel yfir hvað gerðist varðandi útsendingu Rásar 2 á þessum tíma og tryggja að slíkt rof endurtaki sig ekki.
Einnig kom í ljós að samband við Tetrakerfið datt út í um rúman klukkutíma að morgni 31. desember ásamt símasambandi við gsm kerfi Símans. Þessi kerfi byggja á grunnþjónustu Mílu og meðan á þessu sambandsleysi stóð var ekki hægt að ná neinu símasambandi eða talstöðvarsambandi milli húsa í firðinum eða út úr firðinum. Slíkt er óásættanlegt varðandi öryggi íbúa og brýnt að brugðist verði við með fyrirbyggjandi aðgerðum strax. Þegar ljóst var að varaafl hafði dottið út að morgni 31. desember var brugðist við með þeim hætti að sett var upp rafstöð til að tryggja rekstur Tetra og Símans meðan á rafmagnsleysinu stóð. Skjót viðbrögð starfsmanna Mílu er þökkuð en mjög brýnt er að brugðist verði við til framtíðar með stöðugu varaafli þannig að ekki sé hætta á að þessi öryggiskerfi detti út við svipaðar aðstæður í framtíðinni. Fjöldi notenda Vodafone og Nova á Tálknafirði náði ekki gsm sambandi þann tíma sem rafmagnsleysið varði báða dagana. Heimastjórn Tálknafjarðar hvetur rekstraraðila þessara kerfa til að tryggja sem best að slíkt rof á þjónustu verði ekki í framtíðinni þar sem öryggi íbúa er í hættu við þessar aðstæður.
Alvarlegar truflanir urðu á rekstri fiskeldisfyrirtækja auk allra annarra fyrirtækja í Tálknafirði meðan á þessu stóð og tjón varð hjá einstökum aðilum. Fyrirtækin byggja öryggiseftirlit sitt og stjórnun búnaðar á símkerfum og talstöðvasambandi og hafa lýst verulegum áhyggjum sínum af því óöryggi sem þau búa við þegar símkerfin bregðast. Heimastjórn Tálknafjarðar tekur undir áhyggjur atvinnulífsins af þessu ástandi og hvetur til að unnið verði að úrbótum sem allra fyrst hjá þeim þjónustuaðilum sem bera ábyrgð á fjarskiptaþjónustu í Tálknafirði.
Heimastjórn Tálknafjarðar leggur til við bæjarstjórn Vesturbyggðar að þessi staða fjarskiptamála verði rædd í bæjarstjórn og hvetur bæjarstjórn til að taka þetta mál upp í samstarfi við almannavarnanefnd Vesturbyggðar til að tryggja áframhaldandi umræðu og úrbætur á fjarskiptaöryggi í Tálknafirði og víðar í sveitarfélaginu.

Samþykkt samhljóða.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Samgönguáætlun 2026-2040

Samgönguáætlun 2026 - 2040 tillaga til þingsályktunar

Heimastjórn Tálknafjarðar tekur undir bókun bæjarstjórnar Vesturbyggðar frá 19. fundi þann 11.12.2025 þar sem fagnað er því að Suðurfjarðagöng, göng um Mikladal og Hálfdán séu meðal forgangsverkefna í drögum að samgönguáætlun. Heimastjórn fagnar því sérstaklega að áætlað sé að hefja undirbúning að rannsóknum og hönnun þessa verkefnis strax á næsta ári og mikilvægt að sú áætlun standist. Jarðgöng á sunnanverðum Vestfjörðum munu skipta sköpum í samgöngum innan sveitarfélagsins og stuðla að jákvæðri þróun í uppbyggingu atvinnulífs og fjölgun íbúa í sveitarfélaginu.
Einnig bendir heimastjórn Tálknafjarðar á mikilvægi Bíldudalsflugvallar fyrir samgöngur til og frá Vesturbyggð og þá sérstaklega fyrir sjúkraflug. Mjög brýnt er að koma upp bættum hindrunarljósum og aðflugsljósum að flugvellinum til að unnt sé að tryggja öryggi flugs í myrkri þar sem lítið er um ljós í nágrenni flugvallarins og því nauðsynlegt að bætt sé úr ljósabúnaði við flugvöllinn sem allra fyrst.
Heimastjórn Tálknafjarðar fagnar því að endurbygging hafskipakants á Tálknafirði sé komin inn í drög að samgönguáætlun þar sem brýn þörf er orðin á endurbótum á kantinum. Heimastjórn hvetur bæjarstjórn Vesturbyggðar til að leggja áherslu á að þeim framkvæmdum verði flýtt eins og mögulegt er en ekki er gert ráð fyrir að framkvæmdir hefjist fyrr en 2030. Heimastjórn hefur áður bókað um nauðsyn þess að hafskipakanturinn og þekjan á bryggjunni verði endurnýjuð sem allra fyrst og ítrekar þær bókanir hér með.

Samþykkt samhljóða

Málsnúmer7

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Ljósleiðari Tálknafirði, ósk um framkvæmdaleyfi

Tekin fyrir umsókn Mílu um ljósleiðaravæðingu á Tálknafirði, dagsett 26. nóvember 2025. Með umsókninni fylgir teikningasett þar sem sett er fram áætlun um lagningu ljósleiðara um þéttbýlið.

Skipulags- og framkvæmdaráð lagði til við heimastjórn Tálknafjarðar á 16. fundi sínum þann 18. desember að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Heimastjórn Tálknafjarðar samþykkir tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs frá 16. fundi þann 18. desember að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Heimastjórn Tálknafjarðar hvetur Mílu til að kynna þessa framkvæmd vel fyrir íbúum og hvaða áhrif hún hefur hjá hverjum húseiganda. Einnig hvetur heimastjórn starfsmenn Vesturbyggðar í samstarfi við Mílu til að leita allra leiða til að valda sem minnstum áhrifum á nýlagt malbik á götum í Tálknafirði við lagningu ljósleiðarans.

Samþykkt samhljóða.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Túngata 40a, Tálknafirði. Ósk um stækkun lóðar.

Tekin fyrir umsókn Lilju Magnúsdóttur, dagsett 8. desember 2025. Í umsókninni er sótt um stækkun lóðarinnar Túngötu 40a til austurs þannig að pláss verði fyrir bílastæði við hlið hússins austan við inngang íbúðar.

Skipulags- og framkvæmdaráð lagði til við heimastjórn Tálknafjarðar á 16. fundi sínum þann 18. desember að samþykkt verði að stækka lóðina til austurs svo lóðin rúmi einnig bílastæði að undangenginni grenndarkynningu. Gera þarf óverulega breytingu á deiliskipulagi fyrir svæðið. Grenndarkynna skal fyrir Túngötu 29 og 31 sem og Móatún 15 og 17.

Heimastjórn Tálknafjarðar samþykkir umbeðna stækkun og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

7. Brothættar byggðir - Tálknafjörður

Bókun bæjarstjórnar varðandi verkefnið Brothættar byggðir í Tálknafirði.

Lagt fram til kynningar

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


8. Tálknafjarðarvegur 617

Svar Vegagerðarinnar við bókun heimastjórnar Tálknafjarðar frá 14. fundi 02.10.2025 varðandi brúna yfir Stóra-Laugardalsá.

Lagt fram til kynningar

Málsnúmer6

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:25