Hoppa yfir valmynd

Menningar- og ferðamálaráð #8

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í Ráðhúsi Vesturbyggðar, 11. febrúar 2020 og hófst hann kl. 18:00

Nefndarmenn
  • Hjörtur Sigurðsson (HS)
  • Gunnþórunn Bender (GB) aðalmaður
  • Óskar Leifur Arnarsson (ÓLA) varamaður
  • Ramon Flavià Piera (RFP) aðalmaður
  • Svava Gunnarsdóttir (SG) aðalmaður
Starfsmenn
  • Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir (SSS)

Fundargerð ritaði
  • Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir Menningar - og ferðamálafulltrúi

Almenn mál

1. Styrkumsókn 10.bekkjarferðalag Patreksskóla 2020

Lögð fram styrkumsókn 10.bekkjar Patreksskóla, dags. 4.febrúar 2020, vegna fyrirhugaðrar útskriftarferðar í maí 2020.
Umbeðin styrkupphæð: 100.000 kr.
Menningar-og ferðamálaráð samþykkir að veita styrk að upphæð 100 þúsund krónur, í samræmi við gildandi úthlutunarreglur ráðsins.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Norræna félagið - beiðni um styrk 2020

Lögð fram styrkbeiðni frá Norræna félaginu í V- Barðastrandarsýslu, dags. 21.október 2019. Sótt er um styrk vegna fyrirhugaðrar heimsóknar til vinabæjar Norræna félagsins í Svíþjóð.
Umbeðin styrkupphæð: 300.000 kr.
Menningar-og ferðamálaráð samþykkir að veita Norræna félaginu styrk að upphæð 100.000 kr. í samræmi við úthlutunarreglur styrkja Menningar-og ferðamálaráðs.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Styrkumsókn - Sköpunarhúsið 72 ehf.

Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir vék af fundi undir lið 3 og 4. Formaður Menningar-og ferðamálaráðs tók við ritun fundarins.

Lögð fram styrkbeiðni Sköpunarhússins 72 ehf dags. 1.febrúar 2020 í tengslum við listavinnustofur fyrir börn í Húsinu Merkisteini, sumarið 2020.
Umbeðin styrkupphæð: 99.298 kr.
Menningar-og ferðamálaráð samþykkir styrkbeiðnina.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Styrkumsókn Úr vör ehf.

Lögð fram styrkbeiðni Úr vör ehf. dags. 1.febrúar 2020. Sótt er um styrk fyrir veftímaritið ÚR VÖR. Málaflokkar vefritsins eru menning, listir, nýsköpun og frumkvöðlastarf á landsbyggðinni, með áherslu á Vestfirði.
Umbeðin styrkupphæð: 100.000 kr.
Menningar-og ferðamálaráð samþykkir styrkbeiðnina.

Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir kom aftur inn á fundinn.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00