Hoppa yfir valmynd

Menningar- og ferðamálaráð #11

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 8. september 2020 og hófst hann kl. 18:00

Nefndarmenn
  • Hjörtur Sigurðsson (HS) varamaður
  • Gunnþórunn Bender (GB) aðalmaður
  • María Ósk Óskarsdóttir (MÓÓ) aðalmaður
  • Ramon Flavià Piera (RFP) aðalmaður
  • Svava Gunnarsdóttir (SG) aðalmaður
Starfsmenn
  • Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir (SSS) menningar- og ferðamálafulltrúi

Fundargerð ritaði
  • Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir Menningar - og ferðamálafulltrúi

Almenn mál

1. Listasmiðjur með listamönnum úr heimabyggð, ósk um kynningu

Birna Friðbjört S. Hannesdóttir kom inn á fundinn og kynnti verkefnið ,,Listasmiðjur með listamönnum úr heimabyggð". Tálknafjarðarskóli og Kómedíuleikhúsið hlutu nýverið styrk úr Barnamenningarsjóði vegna verkefnisins.

Markmið verkefnisins er að auka flóru listsköpunar í öllum skólunum á sunnanverðum Vestfjörðum. Um er að ræða samstarf á milli skólanna þriggja og listamanna sem búa eða eru ættaðir af svæðinu.

Í erindi Birnu er jafnframt óskað eftir samstarfi og styrkbeiðni að upphæð 1.950.000 kr.

Menningar- og ferðamálaráð þakkar Birnu fyrir kynninguna og óskar aðstandendum verkefnisins góðs gengis.

Menningar- og ferðamálaráð tekur jákvætt í styrkbeiðnina og leggur til að styrkbeiðnin verði tekin til umfjöllunar í fjárhagsáætlunarvinnu næsta árs.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Garðar BA

Arnheiður Jónsdóttir og Magnús Jónsson komu inn á fundinn til þess að fara yfir möguleg framtíðaráform vegna Garðars BA.

Garðar BA hefur verið einn af vinsælustu viðkomustöðum ferðmanna á sunnanverðum Vestfjörðum undanfarin ár. Skipið og umhverfi þess hafa orðið fyrir ágangi vegna fjölda ferðamanna. Garðar BA er í áfangastaðaáætlun Vestfjarða þar sem lagt er til að farið verði í uppbyggingu á svæðinu.

Menningar- og ferðamálaráð leggur til að skipaður verði vinnuhópur til þess að vinna að hugmyndum um framtíðaráform Garðars BA, í samstarfi við landeigendur.

Ráðið felur menningar-og ferðamálafulltrúa að fara í þá vinnu.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Styrkumsóknir Menningar-og ferðamálaráðs - 2020

Lagðar fyrir styrkbeiðnir sem bárust ráðinu fyrir þriðju úthlutun ársins 2020. Tvær umsóknir bárust.

1.Blús milli fjalls og fjöru óskar eftir styrk í formi afnota af Félagsheimili Patreksfjarðar sem haldin var 28. og 29. ágúst s.l.

Í ár er níunda skiptið sem hátíðin er haldin og þakkar ráðið skipuleggjendum hátíðarinnar fyrir sitt framlag til tónlistar-og menningarlífs á svæðinu.

Menningar- og ferðamálaráð samþykkir styrkbeiðnina.

2. Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir vék af fundi fyrir þennan lið. Formaður tók við fundarritun.

Veftímaritið Úr Vör óskar eftir styrk að upphæð 100.000 krónum til að greiða lausapennum fyrir skrif sín í tímaritið.

Úr vör fjallar um menningu, listir, nýsköpun og frumkvöðlastarf á landsbyggðinni og hafa yfir 200 greinar birst í vefritinu frá upphafi, eða frá mars 2019. Hugmyndin er að fjalla um ofantalda málaflokka innan Vesturbyggðar, sem og annars staðar á landinu, næstu 3 mánuði.

Menningar-og ferðmálaráð hafnar erindinu.

Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir kom aftur inn á fundinn.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Héraðsskjalasafn fyrir Barðastrandarsýslur - fyrirspurn

Lögð fyrir fyrirspurn um hérðsskjalasafn fyrir Barðastrandarsýslur dags. 27.ágúst 2020.

Vesturbyggð hefur að undanförnu unnið markvisst í því að ná utan um skjöl í vörslu sveitarfélagsins. Unnið hefur verið að því að flokka skjöl, útbúa geymsluskrár yfir þau og undirbúa þau til afhendingar til Þjóðskjalasafns íslands. Við slíka vinnu hefur verið lögð áhersla á að varðveita og svo afhenda öll skjöl sem eru eldri en 30 ára, í samræmi við 15.gr. laga um opinber skjalasöfn nr. 70/2014.

Menningar-og ferðamálaráð telur ekki ráðlagt að fara í fjárfestingu sem stofnun héraðsskjalasafns felur í sér, að svo stöddu.

Menningar-og ferðamálaráð hvetur íbúa til að koma skjölum til vörslu hjá Þjóðskjalasafni Íslands.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Vesturbyggð - Aðalskipulag 2018-2030

Lögð fram gögn til kynningar vegna breytinga á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2018-2030.

Ráðið felur mennningar-og ferðamálafulltrúa að koma athugasemdum til skila til bæjarstjóra.

Málsnúmer17

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Mál til kynningar

6. Tómstundadagur Vesturbyggðar

Lagt fram til kynningar minnisblað menningar-og ferðamálafulltrúa og íþrótta-og æskulýðsfulltrúa um ákvörðun um að fresta fyrirætluðum tómstundadegi Vesturbyggðar, sem fyrirhugað var að halda í september 2020, vegna samkomutakmarkanna í tengslum við covid19.
Tekin verður ákvörðun um dagsetningu þegar grundvöllur skapast fyrir að halda slíkan viðburð.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:18