Hoppa yfir valmynd

Menningar- og ferðamálaráð #12

Fundur haldinn í fjarfundi, 13. október 2020 og hófst hann kl. 18:00

Nefndarmenn
  • Anna Vilborg Rúnarsdóttir (AVR) aðalmaður
  • Gunnþórunn Bender (GB) aðalmaður
  • María Ósk Óskarsdóttir (MÓÓ) aðalmaður
  • Ramon Flavià Piera (RFP) aðalmaður
Starfsmenn
  • Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir (SSS) menningar- og ferðamálafulltrúi

Fundargerð ritaði
  • Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir Menningar - og ferðamálafulltrúi

Almenn mál

1. Áfangastaðaáætlun Vestfjarða 2020

Lögð fram drög að áfangastaðaáætlun Vestfjarða frá Vestfjarðastofu dags. 6.október 2020. Menningar- og ferðamálafulltrúa er falið að koma athugasemdum í samræmi við umræður á fundinum til bæjarstjóra.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Verkefni í ferðaþjónustu Vesturbyggðar

Lagt fram erindi frá Yasuaki Tanago dags. 21.september 2020. Yasuaki er arkítekt og borgarhönnuður og lýsir yfir áhuga sínum að vinna að verkefni um samfélagshönnun er varðar menningar-og ferðamál á Patreksfirði. Yasuaki dvaldi á Patreksfirði sumarið 2019 og setti af stað vinnustofu í samstarfi við íbúa.

Menningar-og ferðamálafulltrúa falið að kanna grundvöll að mögulegu samstarfi við Yasuaki í samræmi við umræður á fundinum.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Fjárhagsáætlun 2021 - 2024

Lögð fram drög að yfirliti yfir fjárfestingar og sérgreind verkefni tengd menningar-og ferðamálum vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2021-2024.

Málsnúmer14

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Mál til kynningar

4. Tjaldsvæði í Vesturbyggð

Menningar-og ferðamálafulltrúi fór yfir samantekt á fjölda gistinátta og gestakomum á tjaldsvæðum í Vesturbyggð frá maí-september 2020.

Málsnúmer5

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Gamla smiðjan á Bíldudal

Lögð fram til kynningar greinargerð frá umsjónaraðilum Gömlu smiðjunnar á Bíldudal vegna sumarsins 2020.

Málsnúmer6

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:50