Hoppa yfir valmynd

Menningar- og ferðamálaráð #13

Fundur haldinn í fjarfundi, 8. desember 2020 og hófst hann kl. 18:00

Nefndarmenn
  • Anna Vilborg Rúnarsdóttir (AVR) aðalmaður
  • Gunnþórunn Bender (GB) aðalmaður
  • María Ósk Óskarsdóttir (MÓÓ) aðalmaður
  • Ramon Flavià Piera (RFP) aðalmaður
  • Svava Gunnarsdóttir (SG) aðalmaður
Starfsmenn
  • Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir (SSS) menningar- og ferðamálafulltrúi

Fundargerð ritaði
  • Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir Menningar - og ferðamálafulltrúi

Almenn mál

1. Staðir-Places 2021 - Styrkbeiðni

Lagt fyrir erindi frá myndlistarhátíðinni Staðir/Places dag. 14.október 2020.
Staðir er sýningarverkefni á sunnanverðum Vestfjörðum sem hóf göngu sína árið 2014 og fer fram annað hvert ár. Verkefnið skiptist í vinnustofudvöl og sýningar annað hvert ár þar sem listamönnum er boðið að dvelja og vinna að verki áður en því er hrint í framkvæmd og sýnt að ári liðnu.
Sótt er um styrk að upphæð 200 þúsund krónum árlega, næst fyrir árið 2021 ásamt því að sjá listamönnum fyrir sameiginlegu húsnæði á meðan uppsetning sýninganna er í gangi.

Menningar-og ferðamálaráð tekur jákvætt í verkefnið og vísar málinu til umfjöllunar bæjarráðs.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Styrkumsóknir Menningar-og ferðamálaráðs - 2020

Lagðar fyrir styrkbeiðnir sem bárust ráðinu fyrir fjórðu úthlutun ársins 2020. Alls bárust sjö umsóknir.

1. Flugusmiðjan - Ívar´s Fly Workshop óskar eftir styrk að upphæð 100 þúsund fyrir efniskostnaði við verkefni sitt. Verkefnið snýst um fluguhnýtingar-myndbönd til kennslu, sem aðgengileg eru á netinu. Einnig er stefnt að því að myndböndin verði notuð í kennslu fyrir grunnskólabörn.

Menningar-og ferðamálaráð hafnar styrkbeiðninni - verkefnið er ekki talið samræmast úthlutunarreglum ráðsins.

2. Egill St. Fjeldsted óskar eftir styrk að upphæð 100 þúsund vegna útgáfu bókarinnar Krapaflóðin á Patreksfirði 1983: ,,Við fengum strákana en misstum stelpuna". Bókin er byggð á viðtölum auk ritaðra heimilda um atburðinn. Bókin kom út í enda nóvember og er afar mikilvæg heimild um krapaflóðin sem féllu á Patreksfirði.

Menningar- og ferðamálaráð óskar Agli til hamingju með útgáfu bókarinnar og samþykkir að veita styrkinn.

3. Snotra ehf. óskar eftir styrk að upphæð 50 þúsund vegna útgáfu bókarinnar Sláturfélagið Örlygur - þættir úr sögu samvinnufélags. Verkefnið er samantekt og útgáfa bókar um Sláturfélagið Örlyg sem starfaði í utanverðum Rauðasandshreppi á árunum 1931 til 1983 með aðsetur á Gjögrum í Örlygshöfn.

Menningar- og ferðmálaráð óskar Snotru ehf til hamingju með útgáfu bókarinnar og samþykkir að veita styrkinn.

4. Ívar Örn Hauksson óskar eftir styrk að upphæð 150 þúsund vegna framleiðslu heimildamyndar um Bíldudal, Ketildali og Selárdal sem aðgengilegar eru á netinu. Stefnt er að því að framleiða fleiri stuttar heimildarmyndir um sunnanverða Vestfirði.

Menningar-og ferðamálaráð hafnar styrkbeiðninni - umsóknin er ekki talin samræmast úthlutunarreglum ráðsins.

Svanhvít Sjöfn Skjldardóttir vék af fundi.

5. Úr vör veftímarit óskar eftir styrk að upphæð 100 þúsund vegna skrifa lausapenna á sunnanverðum Vestfjörðum. Stefnt er að því að lausapenni frá sunnanverðum Vestfjörðum skrifi þrjá pistla á mánuði fyrir vefritið um málefni sem tengjast listum, menningu, nýsköpun eða frumkvöðlastarfi.

Menningar- og ferðamálaráð samþykkir að veita styrkinn.

6. Einar Óskar Sigurðsson óskar eftir styrk að upphæð 100 þúsund vegna verkefnisins Ljósmyndaverkefni barnanna í Vesturbyggð og Tálknafirði. Óskað er eftir styrk vegna útögðum kostnaði við myndavélakaup, skönnun og framköllun. Keyptar voru einnota myndavélar fyrir öll börn á aldrinum 4 - 16 ára í Vesturbyggð og Tálknafirði. Börnin fengu fræðslu og verkefni sem tengist ljósmyndun. Ljósmyndir eru taldar mikilvægt menningarverðmæti og afrakstur verkefnisins þar að auki ómetanleg heimild um daglegt líf og umhverfi barna á sunnanverðum Vestfjörðum þegar fram líða stundir.

Menningar- og ferðamálaráð samþykkir að veita styrkinn.

7. Guðný Gígja Skjaldardóttir óskar eftir styrk að upphæð 100 þúsund vegna verkefnisins Krakkakósý á FLAK. Verkefnið snýst um að bjóða börnum af svæðinu í söngstund, einu sinni á mánuði á FLAK. Markmiðið með verkefninu er að örva tónlistarmenningu á svæðinu, stuðla að samveru og tengslamyndum og bæta menningarlíf sem einkennist af virkri þátttöku fólks á öllum aldri í Vesturbyggð.

Menningar- og ferðamálaráð samþykkir að veita styrkinn.

Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir kom aftur inn á fundinn.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Gamla smiðjan á Bíldudal

Menningar- og ferðamálaráð tekur til umfjöllunar breytingu á húsi Gömlu smiðjunnar á Bíldudal. Til skoðunar hefur verið að stækka hurð hliðarskúrs Gömlu smiðjunnar. Minjastofnun gerir ekki athugasemd við breytinguna með fyrirvara um nánari útfærslu en óska þarf eftir formlegri umsögn frá stofnuninni ef endanleg teikning mun liggja fyrir.

Menningar-og ferðamálafulltrúa falið að skoða nánari útfærslu á verkefninu, kostnaði og fl. í samræmi við umræður á fundinum.

Málsnúmer6

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Mál til kynningar

4. Bókasöfn Vesturbyggðar - kynning

Máli frestað til næsta fundar.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:40