Hoppa yfir valmynd

Menningar- og ferðamálaráð #23

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 13. september 2022 og hófst hann kl. 18:00

Nefndarmenn
  • Anna Vilborg Rúnarsdóttir (AVR) aðalmaður
  • Gunnþórunn Bender (GB) aðalmaður
  • Óskar Leifur Arnarsson (ÓLA) varamaður
  • Ramon Flavià Piera (RFP) aðalmaður
Starfsmenn
  • Valgerður María Þorsteinsdóttir (VMÞ) menningar- og ferðamálafulltrúi

Fundargerð ritaði
  • Valgerður María Þorsteinsdóttir Menningar - og ferðamálafulltrúi

María Ósk Óskarsdóttir boðaði forföll, ekki náðist að boða varamann í hennar stað.

Almenn mál

1. Stjórnskipan Vesturbyggðar - skipan í ráð og nefndir 2022

Anna Vilborg Rúnarsdóttir setti fundinn sem aldursforseti og bauð fundarmenn velkomna.

Anna Vilborg lagði til að Ramon Flaviá Piera yrði formaður ráðsins. Samþykkt samhljóða.

Ramon tók við stjórn fundarins og lagði til að Anna Vilborg Rúnarsdóttir yrði varaformaður og að Gunnþórunn Bender yrði ritari ráðsins. Samþykkt samhljóða.

Lagt til að fundir nefndarinnar verði haldnir kl. 9 á þriðjudögum í viku fyrir reglulegan fund bæjarstjórnar, sem haldinn er þriðja miðvikudag hvers mánaðar. Samþykkt samhljóða.

Málsnúmer13

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Styrkumsóknir Menningar-og ferðamálaráðs - 2022

Lagðar voru fyrir styrkbeiðnir sem bárust ráðinu fyrir þriðju úthlutun ársins 2022. Alls bárust fimm umsóknir.

1. Andrew J. Yang sækir um styrk fyrir píanóhátíðinni The International Westfjords Piano Festival. Haldnir voru fernir tónleikar, þar á meðal tvennir á Patreksfirði. Sótt er um 120 þúsund króna styrk.

Menningar- og ferðamálaráð samþykkir að veita styrk að upphæð 100 þúsund krónur í samræmi við reglur sjóðsins.

2. Leikhópurinn Stertabenda sækir um styrk fyrir leiksýninguna Góðan daginn faggi. Sótt er um 30 þúsund króna styrk sem nemur andvirði leigu á sýningarrými í Skjaldborg.

Menningar- og ferðamálaráð samþykkir styrkbeiðnina.

3. Bókaforlagið Bókstafur ehf. sækir um styrk fyrir gerð bókarinnar Tekist á við torfærur. Bókin fjallar um sögu akvegagerðar í vesturhluta Barðastrandarsýslu og afrek þeirra manna sem þar komu að málum. Sótt er um milljón króna styrk.

Menningar- og ferðamálaráð samþykkir að veita styrk að upphæð 100 þúsund krónur í samræmi við reglur sjóðsins.

4. Fjölbrautarskóli Snæfellinga sækir um styrk fyrir nýnemaferð FSN á sunnanverða Vestfirði. Sótt er um 100 þúsund króna styrk.

Menningar- og ferðamálaráð samþykkir að veita styrk að upphæð 100 þúsund krónur.

5. Gísli Ægir Ágústsson sækir um styrk fyrir sjónvarpsþættina Víða liggja Vegamót. Þættirnir verða sýndir í vetur á N4. Sótt er um 100 þúsund króna styrk.

Vilborg Anna Rúnarsdóttir vék af fundi undir þessari umsókn.

Menningar- og ferðamálaráð frestar afgreiðslu umsóknarinnar til næsta fundar þar sem óskað verður eftir frekari upplýsingum varðandi umsóknina.

Málsnúmer6

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Menningarstefna Vesturbyggðar

Lagt var fram minnisblað menningar- og ferðamálafulltrúa. Í minnisblaðinu var lagt til að þróuð yrði stefna í menningarmálum fyrir Vesturbyggð með framtíðarsýn sveitarfélagsins í huga.

Menningar- og ferðamálaráð tekur vel í hugmyndina og felur menningar- og ferðamálafulltrúa að koma með hugmyndir að úrlausnum og kynna fyrir nefndinni.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Framkvæmdasjóður ferðamannastaða 2022

Rædd voru möguleg verkefni sem Vesturbyggð gæti sótt um í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða fyrir.

Menningar og ferðamálafulltrúa falið að senda inn umsóknir í sjóðinn á grundvelli fyrri umsókna og í samræmi við umræður á fundinum.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Áherslur í menningar- og ferðamálum í fjárhagsáætlun 2023

Ræddar voru áherslur í menningar- og ferðamálum í fjárhagsáætlun 2023.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Sameining bókasafna í Vesturbyggð

Lagt fyrir erindi frá forstöðumanni bókasafna Vesturbyggðar þar sem lagt er til að Héraðsbókasafn V-Barðastrandarsýslu á Patreksfirði og Bókasafnið Bíldudal verði formlega sameinuð undir nafninu Bókasafn Vesturbyggðar.

Bókasafnið verður áfram með útibú á Bíldudal og Patreksfirði en með sameiningu verður rekstur og utanumhald einfaldari. Nú þegar hefur útlánaþáttur bókasafnanna verið sameinaður sem gerir notendum kleift að fá safngögn að láni á hvoru safninu sem er, burtséð frá búsetu viðkomandi, og skila á hvoru safninu sem er.

Bæjarráð vísaði erindinu áfram til umsagnar menningar- ferðamálaráðs á 946. fundi sínum þann 13. september 2022.

Menningar- og ferðamálaráð tekur undir rök forstöðumanns og leggur til að bæjarstjórn Vesturbyggðar að bókasöfnin verði sameinuð undir nafninu Bókasafn Vesturbyggðar.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:00