Hoppa yfir valmynd

Menningar- og ferðamálaráð #25

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 6. desember 2022 og hófst hann kl. 09:00

Nefndarmenn
  • Anna Vilborg Rúnarsdóttir (AVR) aðalmaður
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Jón Árnason (JÁ) varamaður
Starfsmenn
  • Valgerður María Þorsteinsdóttir (VMÞ) menningar- og ferðamálafulltrúi

Fundargerð ritaði
  • Valgerður María Þorsteinsdóttir Menningar - og ferðamálafulltrúi

Almenn mál

1. Stjórnskipan Vesturbyggðar - skipan í ráð og nefndir 2022

Steinunn og Hlynur boðuðu forföll, ekki náðist að boða varamenn í þeirra stað.

Jón Árnason setti fundinn sem aldursforseti og bauð fundarmenn velkomna.

Jón lagði til að Ásgeir Sveinsson yrði formaður ráðsins. Samþykkt samhljóða.

Ásgeir tók við stjórn fundarins og lagði til að Anna Vilborg Rúnarsdóttir yrði varaformaður. Samþykkt samhljóða.

Umræðum um fundartíma verður frestað til næsta fundar.

Málsnúmer13

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Styrkumsóknir Menningar-og ferðamálaráðs - 2022

Lagðar voru fyrir styrkbeiðnir sem bárust ráðinu fyrir fjórðu og síðustu úthlutun ársins 2022. Alls bárust fjórar umsóknir.

1. Bríet Arnardóttir sækir um styrk fyrir jólaskóginn í Drengjaholti í Patreksfirði. Sótt er um 100 þúsund króna styrk.

Menningar- og ferðamálaráð samþykkir styrkbeiðnina.

2. Sögufélag Barðastrandarsýslu sækir um styrk fyrir útgáfu árbókar Barðastrandarsýslu. Sótt er um 140 þúsund króna styrk.

Menningar- og ferðamálaráð samþykkir að veita styrk að upphæð 100 þúsund krónur í samræmi við reglur sjóðsins.

3. Andrew J. Yang sækir um styrk fyrir vetrartónleika Píanóhátíðar Vestfjarða. Sótt er um 79.225 króna styrk.

Menningar- og ferðamálaráð samþykkir styrkbeiðnina.

4. Foreldrafélag Bíldudalsskóla sækir um styrk fyrir jólaball foreldrafélagsins. Sótt er um styrk sem nemur andvirði leigu félagsheimilisins Baldurshaga.

Menningar- og ferðamálaráð samþykkir styrkbeiðnina.

Málsnúmer6

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Verkferill við val á umsóknum í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða

Menningar- og ferðamálafulltrúi Vesturbyggðar lagði fyrir ráðið lokadrög að verkferli við val á umsóknum í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða. Samþykkt samhljóða.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00