Hoppa yfir valmynd

Menningar- og ferðamálaráð #26

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 6. febrúar 2023 og hófst hann kl. 09:00

Nefndarmenn
  • Maggý Hjördís Keransdóttir (MHK) varamaður
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Friðbjörn Steinar Ottósson (FSO) aðalmaður
  • Steinunn Sigmundsdóttir (SS) aðalmaður
Starfsmenn
  • Valgerður María Þorsteinsdóttir (VMÞ) menningar- og ferðamálafulltrúi

Fundargerð ritaði
  • Valgerður María Þorsteinsdóttir Menningar - og ferðamálafulltrúi

Hlynur Freyr Halldórsson boðaði forföll, ekki tókst að boða varamann í hans stað.

Almenn mál

1. Erindisbréf nefnda Vesturbyggðar

Farið var yfir erindisbréf menningar- og ferðamálaráðs.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Styrkumsóknir til menningar- og ferðamálaráðs 2023

Ráðið fór yfir breytingar á úthlutunarreglum styrkja menningar og ferðamálaráðs. Þær breytingar sem samþykktar voru eru:

- Grein 2 var bætt við en hún er svohljóðandi:
Menningar og ferðamálaráð ber ábyrgð á að meta hvort styrkumsókn samræmist tilgangi styrkjanna sbr. 1. tölulið reglnanna.

- Grein 5 var bætt við en hún er svohljóðandi:
Styrkir verða ekki veittir til verkefna sem eru með fastan samning við Vesturbyggð.

- Grein 10 var bætt við en hún er svohljóðandi:
Við hverja afgreiðslu hefur menningar- og ferðamálaráð fjórðung heildarupphæðar, skv. fjárhagsáætlun Vesturbyggðar hvers árs, til úthlutunar. Sé upphæðin ekki fullnýtt dreifist ónýtt fjármagn jafnt á eftirstandandi úthlutanir almanaksársins.

- Grein 12 var bætt við en hún er svohljóðandi:
Hafi styrkþegi áður þegið styrk frá menningar- og ferðamálaráði hefur ráðið heimild til að óska eftir gögnum um nýtingu þess styrks.

- Í grein 6 var fellt niður: Styrkir geta aldrei verið hærri fjárhæð en sem nemur helmingi alls kostnaðar við tiltekið verkefni.
Eftirfarandi breyting var gerð: Að öllu jöfnu skal fjárhæð hvers styrks ekki vera hærri en kr. 150.000.
Bætt var við: Menningar- og ferðamálaráð hefur heimild til að hafna styrkumsókn eða veita aðra styrkupphæð en beðið er um.

- Í grein 9 var bætt við: Hvert verkefni getur hlotið einn styrk á hverju almanaksári.

- Áður grein 9 var felld niður.

- Áður grein 10 var felld niður.

Lagðar voru fyrir styrkbeiðnir sem bárust ráðinu fyrir fyrstu úthlutun ársins 2023. Alls bárust fimm umsóknir.

1. Guðný Gígja Skjaldardóttir sækir um styrk fyrir gerð heimildarmyndar. Sótt er um 100 þúsund króna styrk.

Menningar- og ferðamálaráð frestar afgreiðslu umsóknarinnar til næsta fundar og felur menningar- og ferðamálafulltrúa að óska eftir frekari upplýsingum.

2. Freyja Ragnarsdóttir Pedersen sækir um styrk til að búa til net göngustíga á Bíldudal. Sótt er um 150 þúsund króna styrk.

Menningar- og ferðamálaráð samþykkir styrkbeiðnina.

3. Skrímslasetrið Bíldudal sækir um styrk fyrir ráðstefnu um íslensk sjóskrímsli. Sótt er um 200 þúsund króna styrk.

Menningar- og ferðamálaráð samþykkir að veita styrkbeiðni að upphæð 150 þúsund krónur í samræmi við reglur sjóðsins.

4. Slysavarnadeildin Gyða sækir um styrk fyrir þorrablót á Bíldudal. Sótt er um styrk sem nemur andvirði leigu félagsheimilisins Baldurshaga.

Menningar og ferðamálaráð samþykkir styrkbeiðnina.

5. Kvenfélagið Sif sækir um styrk fyrir þorrablót á Patreksfirði. Sótt er um styrk sem nemur andvirði leigu félagsheimilisins á Patreksfirði.

Menningar- og ferðamálaráð samþykkir styrkbeiðnina.

Málsnúmer7

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Skráning á listaverkum Vesturbyggðar

Lagt var fram minnisblað menningar- og ferðamálafulltrúa. Í minnisblaðinu var lagt til að gerð verði listaverkaskrá yfir listaverk í eigu Vesturbyggðar.

Menningar- og ferðamálaráð tekur vel í hugmyndina og felur menningar- og ferðamálafulltrúa að vinna málið áfram.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Rekstur tjaldsvæða Vesturbyggðar 2022

Farið var yfir rekstur tjaldsvæða Vesturbyggðar á árinu 2022.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Gamla smiðjan á Bíldudal

Farið var yfir rekstur gömlu smiðjunnar á Bíldudal.

Málsnúmer6

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Samhristingur ferðaþjóna 2023

Farið var yfir fyrirhugaðan samhristing ferðaþjóna í Vesturbyggð.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:00