Hoppa yfir valmynd

Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps #64

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 3. maí 2022 og hófst hann kl. 16:30

Nefndarmenn
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Bjarnveig Guðbrandsdóttir (BG) aðalmaður
  • Iða Marsibil Jónsdóttir (IMJ) formaður
  • Lilja Magnúsdóttir (LM) aðalmaður
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) aðalmaður
Starfsmenn
  • Ólafur Þór Ólafsson (ÓÞÓ) sveitarstjóri
  • Rebekka Hilmarsdóttir (RH) bæjarstjóri

Fundargerð ritaði
  • Iða Marsibil Jónsdóttir formaður

Almenn mál

1. Samgöngu- og vegakerfi á sunnanverðum Vestfjörðum

Rætt um samgöngu- og vegakerfi á sunnanverðum Vestfjörðum og bókun sveitarfélaganna 12. apríl sl. vegna umfjöllunar um ferjuna Baldur. Í kjölfarið óskuðu fulltrúar sveitarfélaganna eftir fundi með Vegagerðinni, Samgöngustofu, innviðaráðherra og formanni umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Sá fundur fór fram 25. apríl 2022 og voru umræður þar um samgöngu- og vegakerfi á sunnanverðum Vestfjörðum gagnlegar en betur má en duga skal. Vegir á sunnanverðum Vestfjörðum koma illa undan vetri og segja má að þeir séu meira og minna ónýtir. Nauðsynlegt er að brugðist verði við alvarlegri stöðu vega á sunnanverðum Vestfjörðum hið fyrsta. Sveitarfélögin reikna með aðgerðum að hálfu Vegagerðarinnar þó verkefnið virðist vaxa stofnuninni í augum. Sveitarfélögin óska eftir að fá aðgerðaráætlun Vegagerðarinnar um hvernig brugðist verði við þessu alvarlegu ástandi á sunnanverðum Vestfjörðum.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Brunavarnir í Vesturbyggð og á Tálknafirði

Sveitarstjóri Tálknafjarðahrepps fór yfir stöðuna við undirbúning mögulegrar stofnunar byggðasamlags fyrir brunavarnir á sunnanverðum Vestfjörðum.

Málsnúmer6

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Almenningssamgöngur á sunnanverðum Vestfjörðum

Rætt var um næstu skref í undirbúningi áframhaldandi reksturs almenningssamgangna á sunnanverðum Vestfjörðum.

Málsnúmer6

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Framhaldsskólanám á sunnanverðum Vestfjörðum

Rætt um stöðu framhaldsskólanáms á sunnanverðum Vestfjörðum. Farið yfir fund framkvæmdastjóra sveitarfélaganna með mennta- og barnamálaráðherra 31. mars 2022 um framtíðarsýn framhaldsskólanáms á sunnanverðum Vestfjörðum.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Strandsvæðaskipulag Vestfjarða

Rætt um stöðu vinnu við strandsvæðaskipulag Vestfjarða.

Málsnúmer12

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Ársreikningur Minjasafns Egils Ólafssonar 2021

Ársreikningur Minjasafns Egils Ólafssonar 2021 lagður fram. Inga Hlín Valdimarsdóttir, forstöðumaður safnsins og Margrét Magnúsdóttir, skoðunarmaður sátu fundinn undir þessum lið og fóru yfir ársreikninginn.

Tap safnsins á árinu 2021 nam 1.044.537 kr. sem skýrist af því að styrkir voru ekki greiddir út fyrr en á árinu 2022. Samkvæmt efnahagsreikningi nema eignir félagsins 22.682.755 kr. og bókfært eigið fé í árslok er 22.339.263 kr.

Nefndin staðfestir ársreikninginn samhljóða.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Starfsemi Minjasafns Egils Ólafssonar 2022

Inga Hlín Valdimarsdóttir, forstöðumaður safnsins sat þennan lið og fór yfir starfsemi safnsins á árinu 2022.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:20