Hoppa yfir valmynd

Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps #68

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 17. október 2023 og hófst hann kl. 14:00

Nefndarmenn
  • Anna Vilborg Rúnarsdóttir (AVR) aðalmaður
  • Jenný Lára Magnadóttir (JLM) varamaður
  • Jón Árnason (JÁ) aðalmaður
  • Lilja Magnúsdóttir (LM) aðalmaður
Starfsmenn
  • Ólafur Þór Ólafsson (ÓÞÓ) sveitarstjóri
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir (ÞSS) bæjarstjóri

Fundargerð ritaði
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarstjóri Vesturbyggðar

Almenn mál

1. Brunavarnir í Vesturbyggð og á Tálknafirði

Á fundinum verður lagður fram til umfjöllunar samningur sveitarfélaganna við Brunavarnir Suðurnesja um framkvæmd á eldvarnareftirliti út júní 2024.

Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðahrepps felur sveitarstjóra að klára drögin að samnning við Brunavarnir Suðurnesja um að sinna eldvarnareftirliti í sveitarfélögunum. Nefndin vísar samningnum til staðfestingar í sveitarstjórn Tálknafjarðahrepps og bæjarstjórn Vesturbyggðar.

Málsnúmer6

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Framhaldsdeild FSN á Patreksfirði

Á fundinum verður lagður fram til umfjöllunar samningur um starfsemi framhaldsdeildar FSN á Patreksfirði.

Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps fagnar því samstarfi sem samningurinn felur í sér. Samráðsnefnd leggur til við sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps og bæjarstjórn Vesturbyggðar að staðfesta samninginn fyrir hönd sveitarfélaganna og að samningurinn gildi til loka skólaársins 2024/2025.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Reglur um útleigu veislusalar á Minjasafni Egils Ólafssonar

Reglur um útleigu veislusalar/kaffiteríu á Minjasafni Egils Ólafssonar. Mál frá 67. fundi Samráðsnefndar Vesturbyggðar og Tálknafjarðahrepps sem fór fram 28.06.2023.

Samþykkt gjaldskrá vegna leigu á sal í Minjasafninu að Hnjóti utan opnunartíma safnsins.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Tilnefning í fulltrúaráð og framkvæmdaráð

Tilnefning fulltrúa í framkvæmdaráð sérhæfðrar Velferðarþjónustu á Vestfjörðum. Erindi frá Ísafjarðarbæ dags. 11.10.2023.

Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðahrepps leggur til við sveitarstjórn Tálknafjarðahrepps og bæjarráð Vesturbyggðar að Þórdís Sif Sigurðarsdóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar verði tilnefnd sem fulltrúi sveitarfélaganna í framkvæmdaráði sérhæfðrar Velferðarþjónustu á Vestfjörðum.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Stefnumótun lagareldis

Matvælaráðuneytið hefur kynnt til samráðs mál nr. 182/2023, "Uppbygging og umgjörð lagareldis - Stefna til ársins 2040". Umsagnarfrestur er til og með 04.11.2023.

Samráðsnefndin fagnar því að stefnumótun um uppbyggingu og umgjörð lagareldis sé komin fram. Samráðsnefndin er sammála um að gera sameiginlega umsögn að stefnumótuninni. Samráðsnefndin leggur til við bæjarráð Vesturbyggðar og sveitartsjórn Tálknafjarðarhrepps að gerð verði sameiginleg umsögn.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Samgönguáætlun 2024-2038

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hefur sent til umsagnar tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2024-2028, 315. mál. Umsagnarfrestur er til 26.10.2023. Undir þessum lið verður rætt um vetrarþjónustu á þjóðvegum í framhaldi af samráðsfundi Vegagerðarinnar sem fór fram á Ísafirði 09.10.2023.

Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps fer fram á endurskoðun reglna á vetrarþjónustu á sunnanverðum Vestfjörðum í ljósi aukinnar umferðar og slæms ástands vegakerfisins, með það að leiðarljósi að þjónustutími verði lengdur. Um er að ræða vegi sem tengja saman samfélög innan Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps annars vegar og hins leiðir sveitarfélagsins til höfuðborgarsvæðisins. Hvort sveitarfélag fyrir sig mun gera umsögn um tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038.
Samráðsnefndin óskar eftir upplýsingum frá Vegagerðinni hvenær von er á því að ferjusiglingar Baldurs haldi áfram eftir, en gamli Baldur hefur hætt starfsemi og beðið er eftir að næsti Baldur komi hefji ferjusiglingar.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Minjasafn Egils Ólafssonar, fjárhagsáætlun 2024

Umfjöllun um fjárhagsáætlun Minjasafns Egils Ólafssonar fyrir árið 2024.

Málið rætt og vísað til umfjöllunar í sveitarstjórnum.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:30