Hoppa yfir valmynd

Skipulags- og byggingarnefnd #185

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 17. febrúar 2014 og hófst hann kl. 08:30

Fundargerð ritaði
  • Elfar Steinn Karlsson

Árni Traustason, byggingarfulltrúi og Óskar Örn Gunnarsson, skipulagsfulltrúi eru viðstaddir gegnum fjarfundarbúnað.

Almenn erindi

1. Einar Sveinn Ólafsson umsókn um byggingalaóð

Erindi frá Einari Sveini Ólafssyni. Í erindinu er sótt um byggingarlóð undir einbýlishús í fjöru neðan Dalbrautar 39 á Bíldudal.

Hafin er vinna við athugun á mögulegum byggingarlóðum á Bíldudal skv. aðalskipulagi sem mun fara í hefðbundið deiliskipulagi þegar að þeirri athugun lýkur. Umræddur reitur verður tekin til skoðunar í því ferli og þ.a.l. ekki unnt að útdeila reitnum að svo stöddu.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Umsókn um byggingarleyfi

Georg Bergmanm Ingvason sækir hér með um byggingarleyfi fyrir breyttu útliti á húsnæði sínu að Þórsgötu 8. Breytingin felur í sér að sett verði gönguhurð á SA-gafl og iðnaðarhurð á NA-hlið hússins.

Erindinu fylgir grunnmynd, útlit og sneiðing. Teikningar unnar af teiknistofu GINGA dags.11.01.14.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi með fyrirvara um samþykki annarra eigenda hússins.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Umsókn um lóð - Vatnskrók

Erindi frá Guðrúnu Jónsdóttir fyrir hönd Bjargs fasteigna ehf.
Í erindinu sækir Guðrún Jónsdóttir um lóð fyrir eign félagsins að Vatnskrók 7, Patreksfirði.

Skipulags-og byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti og vísar því til hafnarstjórnar.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Umsókn um lóð undir fjárhús.

Ólafía Björnsdóttir, Magnús Björnsson, Sindri Björnsson og Hlynur V. Björnsson sækja hér með um lóð undir fjárhús/hlöðu sem þeim tilheyrir í Bíldudal.

Fasteignin sem um ræðir hefur fastanr. 212-4694

Sótt er um lágmarkslóð undir fasteignina.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa að útbúa lóðablað í samræmi við deiliskipulag sem er í vinnslu fyrir svæðið.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Umsókn um stöðuleyfi fyrir gám, Dalbraut 54

Erindi frá Hlyni V. Björnssyni. Í erindinu er sótt um stöðuleyfi fyrir gám sem hann hyggst grafa inn í bakka fyrir ofan einbýlishús sitt að Dalbraut 54, Bíldudal.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið með fyrirvara um lóðarstærð, staðsetningu gáms og samþykki nágranna. Byggingarfulltrúa falið að gefa út stöðuleyfi að þessum skilyrðum uppfylltum.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Fyrirspurn vegna viðbyggingar við Hótel Flókalund

Erindi frá Pennu ehf. Í erindinu er óskað eftir afstöðu skipulags- og byggingarnefndar til fyrirhugaðrar stækkunar á Hótel Flókalundi.

Til stendur að bæta við 6 herbergjum með aðgengi fyrir hreyfihamlaða. Jafnframt er áætlunin að stækka matsal og anddyri hótelsins ásamt betrumbótum á starfsmannaaðstöðu.

Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið en bendir jafnframt á að ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir svæðið.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Fyrirspurn v. sumarhúss í Selárdal

Erindi frá Kristínu og Sólveigu Ólafsdætrum. Í erindinu óska þær eftir að skipulags- og byggingarnefnd endurskoði bókun sína frá 09.12.13.

Skipulags- og byggingarnefnd og byggingarfulltrúi samþykkja erindið fyrir sitt leyti með fyrirvara um að fullnægjandi hönnunargögn vegna breytinga og endurbóta hússins liggi fyrir áður en byggingarleyfi verði veitt og að frágangur verði samkvæmt ákvæðum deiliskipulags fyrir Selárdal að lokinni grenndarkynningu skv. bókun nefndarinnar frá 14.06.2013

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


8. Skógræktaráform Holtsfit

Lagt fram erindi frá Gísla Gunnari Marteinssyni þar sem hann tilkynnir áform sín um að hefja skógrækt á 11 ha svæði í landi Holtsfits.

Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið og vísar því áfram til bæjarstjórnar en tekur fram að fyrir samþykkt áformanna þurfi að liggja fyrir umsagnir hlutaðeigandi stofnanna, m.a. frá Minjastofnun.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


13. Önnur mál

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að farið verði í átak til eyðingar túnfífli og fíflalús. Borið hefur mjög þessu s.l. tvö sumur á Patreksfirði og virðist vera orðið alvarlegt vandamál.

Skipulags- og byggingarnefnd felur tæknideild að undurbúa áætlun um eyðingu fífla og fíflalúsar og kynna fyrir nefndinni á næsta fundi nefndarinnar.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

9. Fél.ísl landslagsarkitekta - starfsheitið landslagsarkitekt.

Lagt fram bréf dags. 15.01.2014 frá Félagi íslenskra landslagsarkitekta, FÍLA þar sem bent er á að starfsheitið landslagsarkitekt er lögverndað.

Lagt fram til kynningar

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


10. Skipulagsstofnun boð um þátttöku í samráðsvettfangi vegna mótunar landslagsstefnu 2015-2026

Lagt fram erindi frá Skipulagsstofnun um boð um þátttöku í samráðsvettvangi vegna mótunar landsskipulagsstefnu 2015-2026.

Skipulags- og byggingarnefnd vísar erindinu til bæjarstjórnar.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


11. Skipulagsstofnun skipulagsfulltrúar sem skráðir eru des.2013

Listi yfir skráða skipulagsfulltrúa, desember 2013.

Lagt fram til kynningar

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


12. Skipulagsstofnun útgáfa bæklings "skipulag byggðar og mótun umhverfis"

Bæklingur Skipulagsstofnunar, Skipulag byggðar og mótun umhverfis.

Í þessum nýja bæklingi er að finna almennar upplýsingar um skipulagsgerð sveitarfélaga og mat á umhverfisáhrifum framkvæmda og skýrt hvenær og hvernig almenningur getur komið að málunum. Mikilvægt er að almenningur þekki skipulagskerfið og rétt sinn til þáttöku, þessi málefni varða okkur öll.

Lagt fram til kynnningar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:30