Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 23. apríl 2025 og hófst hann kl. 09:00
Nefndarmenn
- Jóhann Pétur Ágústsson (JPÁ) formaður
- Jóhann Örn Hreiðarsson (JÖH) aðalmaður
- Freyja Ragnarsdóttir Pedersen (FRP) varamaður
- Jónas Snæbjörnsson (JS) varamaður
- Steinunn Sigmundsdóttir (SS) varaformaður
Starfsmenn
- Elfar Steinn Karlsson (ESK) byggingarfulltrúi
- Geir Gestsson (GG) sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
- Óskar Örn Gunnarsson (ÓÖG) skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
- Elfar Steinn Karlsson byggingarfulltrúi
Almenn erindi
1. Kosning varaformanns.
Á 11. fundi bæjarstjórnar sem haldinn var 16. apríl 2025 var tilkynnt að Tryggvi Baldur Bjarnason hafi látið af störfum sem kjörinn fulltrúi hjá sveitarfélaginu. Á sama fundi var Jóhann Pétur Ágústsson skipaður nýr formaður skipulags- og framkvæmdaráðs.
Gerð er tillaga um að Steinunn Sigmundsdóttir taki við sem varaformaður.
Samþykkt samhljóða.
2. Tjaldsvæði á Bíldudal
Á 9. fundi heimastjórnar Arnarfjarðar var lagt til við skipulags- og framkvæmdaráð að grenndarkynna áform um tjaldsvæði við Skrímslasetrið á Bíldudal. Heimastjórnin lagði til að tjaldsvæðið yrði staðsett á svæðinu til tveggja ára eða meðan unnið væri að framtíðarlausn á tjaldsvæðismálum á Bíldudal.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að grenndarkynnt verði fyrir eigendum aðliggjandi íbúða áform um tímabundið tjaldsvæði við Skrímslasetrið á Bíldudal.
3. Umsókn um jarðhitaleit á Patreksfirði - OV
Erindi frá Orkubúi Vestfjarða ohf, dags. 28.mars 2025. Í erindinu er sótt um leyfi til að bora eina vinnsluholu og þrjár rannsóknarholur undir Geirseyrarmúla á Patreksfirði.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við Heimastjórn Patreksfjarðar að skipulagsfulltrúa verði falið að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir með tilvísan í 8. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og 44.gr skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna ofangreinda umsókn um framkvæmdaleyfi.
4. Ljósleiðari Patreksfirði, ósk um framkvæmdaleyfi.
Tekin fyrir umsókn Mílu hf, dagsett 1. mars 2025. Í umsókninni er óskað eftir framkvæmdaleyfi vegna lagningar ljósleiðara innan þéttbýlisins á Patreksfirði. Með umsókninni fylgja teikningar sem sýna lagnaleiðir innan þéttbýlisins.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við heimastjórn Patreksfjarðar að erindið verði samþykkt og að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir framkvæmdinni. Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir með tilvísan í 8. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og 44.gr skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna ofangreinda umsókn um framkvæmdaleyfi.
5. Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Sigtún 4 - Flokkur 2
Erindi frá Margréti Brynjólfsdóttur, dags. 30.mars 2025. Í erindinu er sótt um samþykki fyrir breytingu á bílskúr í íbúð og breytingum á innra skipulagi í Sigtúni 4, Patreksfirði. Einnig er sótt um að auka fjölda bílastæða á lóð og koma fyrir rafhleðslustöð. Heildarfjöldi bílastæða á lóð verða 4 eftir breytingu. Erindinu fylgja aðaluppdrættir unnir af Hólmfríði Jónsdóttur, dags. 9.febrúar 2025.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við heimastjórn Patreksfjarðar að breyting á bílskúr og fjölgun bílastæða verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Sigtúns 1 og 6.
6. Eysteinseyri. Umsókn um samþykki byggingaráforma, bílskúr.
Erindi frá Marinó Bjarnasyni, dags. 31.mars 2025. Í erindinu er sótt um leyfi fyrir niðurrifi á bílskúr, matshl. 12 og byggingu nýs bílskúrs á Eysteinseyri, Tálknafirði. Erindinu fylgja aðaluppdrættir unnir af Guðbjarti Á. Ólafssyni, dags. 10. mars 2025.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við heimastjórn Tálknafjarðar að samþykkja byggingaráformin og metur sem svo að framkvæmdin sé þess eðlis að heimilt sé að falla frá grenndarkynningu þar sem framkvæmdin varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda.
7. Sjónarhóll Barðaströnd, umsókn um byggingarleyfi.
Erindi frá Gunnari I. Bjarnasyni, dags. 11. apríl 2025. Í erindinu er sótt um samþykki byggingaráforma fyrir 84m2 sumarhúsi úr timbri á Sjónarhól, L225784, Barðaströnd.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við heimastjórn fyrrum Barðastrandarhrepps og Rauðasandshrepps að samþykkja byggingaráformin og metur sem svo að framkvæmdin sé þess eðlis að heimilt sé að falla frá grenndarkynningu þar sem framkvæmdin varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda.
8. Umsókn um framkvæmdaleyfi. Mjólkárlína 2 í sunnanverðum Arnarfirði
Tekið fyrir erindi Landsnets, dagsett 22. apríl 2025 vegna umsóknar um framkvæmdaleyfi fyrir Mjólkárlínu 2. Lagnaleið Mjólkárlínu 2 mun liggja norðaustur frá tengivirkinu við Bíldudal meðfram Bíldudalsvegi. Strengurinn mun þvera veginn og liggur suðaustur í átt að golfvelli Golfklúbbs Bíldudals. Golfvöllurinn verður þveraður í landi Litlu- Eyrar og þar eftir er farið undir Litlu-Eyrará. Eftir þetta mun leiðin liggja í hlíðinni meðfram Bíldudalsveg og að lokum þverar strengleiðin Bíldudalsveg og tengist við sæstreng sem liggur yfir Arnarfjörð. Leiðin er í samræmi við Aðalskipulag Vesturbyggðar 2018-2035. Erindinu fylgir afrit af bréfi Umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytis þar sem Landsneti er heimilað eignarnám á þeim hluta lagnaleiðar er liggur innan landamerkja Litlu-Eyrar.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við heimastjórn Arnarfjarðar að erindið verði samþykkt og að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir framkvæmdinni.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:05
Óskar Örn Gunnarsson skipualgsfulltrúi er viðstaddur fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.