Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 25. júní 2025 og hófst hann kl. 09:00
Nefndarmenn
- Jóhann Pétur Ágústsson (JPÁ) formaður
- Jóhann Örn Hreiðarsson (JÖH) aðalmaður
- Ólafur Byron Kristjánsson (ÓBK) aðalmaður
- Páll Vilhjálmsson (PV) aðalmaður
- Steinunn Sigmundsdóttir (SS) aðalmaður
Starfsmenn
- Elfar Steinn Karlsson (ESK) byggingarfulltrúi
- Geir Gestsson (GG) sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
- Óskar Örn Gunnarsson (ÓÖG) skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
- Elfar Steinn Karlsson byggingarfulltrúi
Almenn erindi
1. Svæðisskipulag Vestfjarða vinnslutillaga
Aðalsteinn Óskarsson frá Vestfjarðastofu, Hrafnkell Proppé frá Úrbana og Lilja Magnúsdóttir formaður svæðisskipulagsnefndar Vestfjarða sátu fundinn undir liðnum.
Aðalsteinn og Hrafnkell kynntu vinnslutillögu að svæðisskipulagi Vestfjarða.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar fyrir yfirferðina.
2. Brunnahæð Veðursjá. Umsókn um framkvæmdaleyfi.
Tekin fyrir umsókn Veðurstofunnar, dagsett 18.6.2025. Í umsókninni er sótt um framkvæmdaleyfi fyrir vegslóða og uppbyggingu á turni undir veðurratsjá á Brunnahæð. Fyrir liggja jákvæðar umsagnir frá minjaverði og landeiganda.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við heimastjórn fyrrum Barðastrandarhrepps og fyrrum Rauðasandshrepps að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
3. Látrabjarg - umsókn um framkvæmdaleyfi, bílastæði.
Tekin fyrir umsókn Náttúruverndarstofnunar, dagsett 30.5.2025. Í umsókninni er sótt um framkvæmdaleyfi fyrir nýtt bílastæði innan friðlandsins við Látrabjarg við Örlygshafnarveg þar sem gert er ráð fyrir 31 bílastæði fyrir fólksbíla, 4 rútustæðum og 2 stæðum fyrir smárútur/ferðabíla. Framkvæmdin er í samræmi við gildandi deiliskipulag og mun leysa af núverandi bílastæði á malarplani nær bjargi.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við heimastjórn fyrrum Barðastrandarhrepps og fyrrum Rauðasandshrepps að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:00
Óskar Örn Gunnarsson skipulagsfulltrúi var viðstaddur fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.