Hoppa yfir valmynd

Skipulags- og framkvæmdaráð #13

Fundur haldinn í fjarfundi, 30. júlí 2025 og hófst hann kl. 09:00

Nefndarmenn
  • Jóhann Pétur Ágústsson (JPÁ) formaður
  • Jóhann Örn Hreiðarsson (JÖH) aðalmaður
  • Ólafur Byron Kristjánsson (ÓBK) aðalmaður
  • Páll Vilhjálmsson (PV) aðalmaður
  • Steinunn Sigmundsdóttir (SS) aðalmaður
Starfsmenn
  • Elfar Steinn Karlsson (ESK) byggingarfulltrúi

Fundargerð ritaði
  • Elfar Steinn Karlsson byggingarfulltrúi

Almenn erindi

1. Tálknafjörður - þvottaplan.

Tekið fyrir eftir grenndarkynningu óveruleg breyting á deiliskipulagi Tálknafjarðarhafnar. Grenndarkynningin var auglýst með athugasemdafrest til 4. júlí 2025. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands og Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða sem gerðu engar athugasemdir við breytinguna. Gerð var athugasemd við breytinguna frá Ragnar Marínóssyni sem gerði athugasemdir við staðsetningu og þörf á þvottaplani og kom með aðra tillögu að staðsetningu.

Skipulags- og framkvæmdaráð ráð leggur til við heimastjórn Tálknafjarðar að skipulagsfulltrúa verði falið að svara þeim er gerðu athugasemd og að tillagan fái málsmeðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Eysteinseyri - ósk um leyfi til niðurrifs, hesthús.

Erindi frá Marinó Bjarnasyni og Freyju Magnúsdóttur, Eysteinseyri. Í erindinu er sótt um heimild til niðurrifs á hesthúsi, matshluta 11 á Eysteinseyri, L140291. Skráð byggingarár hesthússins er 1975 og það er 25m2 að stærð.

Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir erindið, förgun skal vera samkvæmt reglum.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Móberg. Ósk um leyfi til niðurrifs, Fjárhús, hlaða og blásarahús

Erindi frá Fjölvar D. Rafnssyni, dags. 30. júní. Í erindinu er sótt um heimild til niðurrifs á matshlutum 04, 05 og 12 á Móbergi L139907, Rauðasandi. Matshlutarnir eru fjárhús, hlaða og blásarahús byggt á árunum 1965 til 1980.

Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir erindið, förgun skal vera samkvæmt reglum.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Ytri-Bugur, Barðaströnd. Framlenging á stöðuleyfi.

Erindi frá Val S. Valgeirssyni, dags. 6.júlí 2025. Í erindinu er sótt um framlengingu á stöðuleyfi fyrir geymslugám við Ytri-Bug á Barðaströnd. Gámurinn er nýttur sem geymsla á byggingarefni á meðan á byggingarframkvæmdum stendur.

Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir framlengingu stöðuleyfis um 12 mánuði.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Hlíðarhvammur, Hvalsker. Ósk um stofnun lóðar.

Erindi frá landeigendum Hvalskers, Patreksfirði. Í erindinu er sótt um stofnun 420 m2 lóðar umhverfis frístundahúsið að Hlíðarhvammi sem stendur innan Hvalskers. Erindinu fylgir merkjalýsing dags. 20.júní 2025.

Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir stofnun lóðarinnar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Norður-Botn. Umsókn um framkvæmdaleyfi, borholur.

Erindi frá Arctic Fish ehf. Í erindinu er sótt um leyfi til borunar á 1-3 borholum við seiðaeldisstöð fyrirtækisins í landi Norðurbotns í Tálknafirði, L140303. Áætluð bordýpt er 60-80 metrar og er áformað að bora í ágúst 2025.

Skipulags- og framkvæmdaráð metur sem svo að framkvæmdin varði ekki hagsmuni annarra en umsækjenda og/eða sveitarfélags og sé því heimilt að falla frá grenndarkynningu. Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við heimastjórn Tálknafjarðar að skipulagsfulltrúa verði falið að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Túngata 35, Tálknafjörður. Ósk um endurnýjun lóðarleigusamnings.

Erindi frá Arctic Smolt ehf, dags. 8.júlí. Í erindinu er óskað eftir endurnýjun lóðarleigusamnings fyrir Túngötu 35 á Tálknafirði.

Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir endurnýjun lóðarleigusamningsins.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


8. Langahlíð 26, Bíldudalur - Ósk um endurnýjun lóðarleigusamnings

Erindi frá Skipaafgreiðslu Vestfjarða ehf, dags. 9. júlí 2025. Í erindinu er óskað eftir endurnýjun á lóðarleigusamning fyrir Lönguhlíð 26 á Bíldudal.

Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir endurnýjun lóðarleigusamningsins.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


9. Tjarnarbraut 27A, Bíldudalur - Ósk um endurnýjun lóðarlreigusamnings

Erindi frá Skipaafgreiðslu Vestfjarða ehf, dags. 9. júlí 2025. Í erindinu er óskað eftir endurnýjun á lóðarleigusamning fyrir Tjarnarbraut 27A á Bíldudal.

Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir endurnýjun lóðarleigusamningsins.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:45