Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 24. september 2025 og hófst hann kl. 09:00
Nefndarmenn
- Aðalsteinn Magnússon (AM) aðalmaður
- Jóhann Pétur Ágústsson (JPÁ) formaður
- Jóhann Örn Hreiðarsson (JÖH) aðalmaður
- Freyja Ragnarsdóttir Pedersen (FRP) varamaður
- Hlynur Freyr Halldórsson (HFH) varamaður
Starfsmenn
- Elfar Steinn Karlsson (ESK) byggingarfulltrúi
- Geir Gestsson (GG) sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
- Óskar Örn Gunnarsson (ÓÖG) skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
- Elfar Steinn Karlsson byggingarfulltrúi
Almenn erindi
1. Varaformaður - skipulags- og framkvæmdaráð
Á 16. fundi bæjarstjórnar sem haldinn var 18. september 2025 var tilkynnt að Páll Vilhjálmsson hafi látið af störfum sem kjörinn fulltrúi hjá sveitarfélaginu. Gerð er tillaga um að Aðalsteinn Magnússon taki við sem varaformaður.
Samþykkt samhljóða.
2. Lóðamál við Lönguhlíð 1,3 og 5 á Bíldudal
Farið yfir lóðamál við Lönguhlíð 1 til 5 á Bíldudal. Erindi barst frá lóðarhafa Lönguhlíðar 3 þar sem þess var óskað að lóð ásamt bílastæði yrði afmarkað fyrir húsið NA við húsið. Fyrir liggja erindi þar sem lóðarhafar Lönguhlíðar 1 og 5 lýsa sínum skilningi á lóðarmörkum.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur byggingarfulltrúa að stilla upp tillögu að nýjum lóðum fyrir húsin í samræmi við umræður á fundinum og óska umsagnar frá lóðarhöfum.
3. Hvammsholt 4, Örlygshöfn. Umsókn um lóð.
Erindi frá Árna Helgasyni, dags. 18.8.2025. Í erindinu er sótt um byggingarlóðina að Hvammsholti 4, Örlygshöfn.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir úthlutun lóðarinnar.
4. Innri-Bugur, Langholt. Umsókn um frístundalóð.
Erindi frá Birni Á. Björnssyni, dags. 14. september 2025. Í erindinu er sótt um byggingarlóðina að Innri-Bug, Langholti á Barðaströnd. Lóðin er frístundalóð skv. deiliskipulagi svæðisins.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir úthlutunina.
5. Deiliskipulag hafnar- og þjónustusvæðis á Patreksfirði - Breyting.
Tekin fyrir tillaga að breytingu á deiliskipulagi hafnar- og þjónustusvæðis á Patreksfirði, dags. 16. september 2025. Breytingin er í nokkrum liðum s.s. nýr viðlegukantur, fjölgun lóða, breyting á vegum og almennar lagfæringar.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við heimastjórn Patreksfjarðar að tillagan fái málsmeðferð í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um lagfæringar í samræmi við umræður á fundinum.
6. Fjárhagsáætlun 2026 - 2029.
Skipulags- og framkvæmdaráð tekur undir með heimastjórnum á hverju svæði fyrir sig og leggur áfram áherslu á að unnið verði að ásýndar- og umhverfismálum í sveitarfélaginu. Ráðið leggur áherslu á að átak verði gert í að fjarlægja ónýtar bifreiðar, ónýtar byggingar, hættuleg mannvirki og ónýt atvinnutæki í sveitarfélaginu.
Til kynningar
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:40