Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 26. nóvember 2025 og hófst hann kl. 09:00
Nefndarmenn
- Aðalsteinn Magnússon (AM) varaformaður
- Jóhann Pétur Ágústsson (JPÁ) formaður
- Jóhann Örn Hreiðarsson (JÖH) aðalmaður
- Ólafur Byron Kristjánsson (ÓBK) aðalmaður
- Steinunn Sigmundsdóttir (SS) aðalmaður
Starfsmenn
- Elfar Steinn Karlsson (ESK) byggingarfulltrúi
- Óskar Örn Gunnarsson (ÓÖG) skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
- Elfar Steinn Karlsson byggingarfulltrúi
Almenn erindi
1. Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Dufansdalur-Efri 140436 - Flokkur 1
Erindi frá Þórarni K. Ólafssyni, dags 25. september 2025. Í erindinu er sótt um samþykki byggingaráforma fyrir geymsluhúsnæði við Dufansdal Efri, L140436. Geymsluhúsnæðið er 151m2 stálgrindarhús. Erindinu fylgja aðaluppdrættir unnir af Faglausn ehf, dags. 30. júní 2025. Svæðið er ódeiliskipulagt.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við heimastjórn Arnarfjarðar að áformin verði samþykkt og málsmeðferð verði skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/210 þar sem leyfisskyld framkvæmd varðar ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda.
2. Langahlíð 5 - Umfangsflokkur 2
Tekin fyrir umsókn Jens K. Bernharðssonar f.h. Láru Þorkelsdóttur, dagsett 23. október 2025. Umsóknin fjallar um viðbyggingu við Lönguhlíð 5 á Bíldudal. Sótt er um að byggja við neðri hæð og rými undir svölum verði nýtt. Erindinu fylgja aðaluppdrættir unnir af Jens K. Bernharðssyni, dags. 22. október 2025.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við heimastjórn Arnarfjarðar að áformin verði samþykkt og málsmeðferð verði skv. 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/210 og grenndarkynnt verði fyrir eigendum Lönguhlíðar 3, 4, 6, 7 og 8.
3. Aðalstræti 128. Umsókn um lóð.
Erindi frá Ásbirni Stefánssyni, dags. 23. október 2025. Í erindinu er sótt um byggingarlóðina að Aðalstræti 128, Patreksfirði. Samkvæmt umsókninni er áformað að byggja einbýlishús á lóðinni.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir úthlutun lóðarinnar.
4. Hjallur við Fjósadal, Patreksfjörður. Ósk um lóðarleigusamning.
Erindi frá Grétari Guðfinnssyni f.h. Harðs ehf, dags. 5. nóvember 2025. Í erindinu er sótt um lóðarleigusamning fyrir harðfiskhjall, fastanúmer 212-4224 sem stendur við Fjósadal.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir útgáfu lóðarleigusamnings undir fasteignina 212-4224. Fasteignin fær götunúmerið Hjallabyggð 3C.
5. Miðtún 16, Tálknafjörður. Ósk um endurnýjun lóðarleigusamnings.
Erindi frá Jóni Inga Jónssyni, dags. 7. nóvember 2025. Í erindinu er sótt um endurnýjun lóðarleigusamnings fyrir Miðtún 16 á Tálknafirði. Samkvæmt deiliskipulagi svæðisins er lóðin 750 m2.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir endurnýjun lóðarleigusamningsins.
6. Eysteinseyri, Tálknafirði. Umsókn um stofnun lóðar.
Erindi frá Freyju Magnúsdóttur og Marinó Bjarnasyni. Í erindinu er sótt um stofnun 1.115 m2 lóðar í 3 skikum úr landi Eysteinseyrar L140291 sem bera skal heitið Eysteinseyri 2. Lóðin er innan upprunalandsins og kemur hvergi að útmörkum jarðarinnar. Erindinu fylgir merkjalýsing dags. 13.nóvember 2025.
Svæðið er ódeiliskipulagt.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir stofnun lóðarinnar.
7. Patrekshöfn, vélsmiðja. Umsókn um stöðuleyfi fyrir frístundahús í smíðum.
Erindi frá Sigurjóni Hákonarsyni, dags. 6. nóvember 2025. Í erindinu er sótt um stöðuleyfi fyrir 28m2 húsi í smíðum á lóð Smiðjunnar Vatneyri, L139840, Patreksfirði. Áformað er að flytja húsið af lóðinni eftir 6 mánuði.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir veitingu stöðuleyfis til 6 mánaða.
8. Lóðamál við Lönguhlíð 1,3 og 5 á Bíldudal
Tekið fyrir aftur erindi er varðar lóðamál við Lönguhlíð 1, 3 og 5 á Bíldudal. Erindi var síðast tekið fyrir á 14. fundi ráðsins þann 24. september 2025. Á þeim fundi var byggingarfulltrúa falið að stilla upp tillögu að nýjum lóðum fyrir húsin í samræmi við umræður á fundinum og óska umsagnar frá lóðarhöfum.
Lóðarhöfum hefur verið kynnt tillaga skipulags- og framkvæmdaráðs að nýrri afmörkun lóðanna. Lóðarhafar Lönguhlíðar 3 og 5 sendu inn umsögn við tillöguna. Ljóst er af umsögnum að ekki er sátt um tillögu ráðsins.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur byggingarfulltrúa að vinna áfram að málinu.
9. Deiliskipulag hafnar- og þjónustusvæðis á Patreksfirði - Breyting.
Tekin fyrir eftir auglýsingu breyting á deiliskipulagi hafnar- og þjónustusvæðis á Patreksfirði. Tillagan var auglýst með athugasemdafresti til 24. nóvember 2025. Umsagnir bárust frá Náttúruverndarstofnun, Slökkviliði Vesturbyggðar, Vegagerðinni, Náttúrufræðistofnun, Hafrannsóknarstofnun og Minjastofnun. Samkvæmt Minjastofnun þá þarf að uppfæra eina fornleifaskráningu fyrir svæðið þar sem hún uppfyllir ekki staðla stofnunarinnar ásamt því að skrá skipsflök og færa skráðar fornleifar inn á uppdrátt. Þegar þetta liggur fyrir þá getur Minjastofnun veitt umsögn. Hafrannsóknarstofnun gerir kröfu í sinni umsókn að greina frá áhrifum framkvæmdarinnar á hafsbotn og vatnshlot. Þá leggur Náttúrufræðistofnun til að unnið verði að kortlagningu fjöruvistgerða og lífríkis svæðisins til að skapa ásættanlega
þekkingu á áhrifum sem framkvæmdin kann að hafa.
Skipulags- og framkvæmdaráð vísar málinu áfram til heimastjórnar Patreksfjarðar til kynningar og leggur til að fá Náttúrustofu Vestfjarða til að uppfæra núverandi fornleifaskráningu til þess að hægt sé að klára tillöguna.
10. Reitur OP8, Patreksfirði. Umsókn um lóð og skipulagsmál.
Erindi frá Elíasi Jónatanssyni f.h. Orkubús Vestfjarða ohf, dags. 21. nóvember 2025. Í erindinu er sótt um lóðina OP8 á Patreksfirði sem er í dag skilgreind samkvæmt aðalskipulagi sem opið svæði.
Þá er óskað eftir því að óveruleg breyting verði gerð á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2018-2035 þar sem nýting OP8 er breytt úr opnu svæði í iðnaðarsvæði. Jafnframt er sótt um breytingu á deiliskipulagi Aðalstrætis 100 og nágrennis þar sem deiliskipulagssvæðið er stækkað svo það nái einnig um reit OP8.Ólafur Byron Kristjánsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Skipulags- og framkvæmdaráð frestar afgreiðslu málsins.
Ráðið leggur til að Orkubú Vestfjarða taki til skoðunar reitinn við svokallaðan efnalaugargrunn neðan við Aðalstræti milli Aðalstrætis 72 og lóðar Aðalstrætis 62. Hæðarmismunur á milli Aðalstrætis og Strandgötu er á þessu svæði u.þ.b. 10 svo að forðatankar ættu að rúmast vel.
Reitur OP8 er útivistarsvæði sem gefið var af félagasamtökunum SVFÍ Unni, Kvenfélaginu Sif og Lionsklubbi Patreksfjarðar 1985 að frumkvæði Hafsteins Davíðssonar rafveitustjóra á Patreksfirði.
Ólafur Byron Kristjánsson kom aftur inn á fundinn.
11. Mikladalsvegur 2A, Patreksfirði. Breyting á aðalskipulagi.
Tekin fyrir umsókn Gunnars Sean Eggertssonar, dags. 17.nóvember 2025. Í umsókninni er óskað eftir að láta lagfæra Aðalskipulag Vesturbyggðar 2018-2035 og breyta landnotkun Mikladalsvegar 2A úr íbúðasvæði yfir í athafnasvæði til samræmis við þá landnotkun sem búin er að vera til margra ára.
Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í erindið og beinir því til heimastjórnar Patreksfjarðar að heimilað verði að breyta aðalskipulagi Vesturbyggðar 2018-2035 og farið verði með breytinguna sem óverulega.
Til kynningar
13. Samþykkt um stjórn Vesturbyggðar
Lögð fram til kynningar tillaga bæjarráðs að breytingu á stjórn Vesturbyggðar þar sem Loftslags- og umhverfisráð og skipulags- og framkvæmdaráð verða sameinuð undir nýju ráði skipulags- og umhverfisráðs.
Skipulags- og framkvæmdaráð tekur undir bókun bæjaráðs að sameinuð nefnd beri nafnið skipulags- og umhverfisráð líkt og áður var. Þá leggur ráðið til við bæjarstjórn að núverandi nefndir starfi út kjörtímabilið og nýtt sameinað ráð taki til starfa eftir kosningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:25
Óskar Örn Gunnarsson, skipulagsfulltrúi var viðstaddur fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.