Hoppa yfir valmynd

Skipulags- og framkvæmdaráð #17

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 28. janúar 2026 og hófst hann kl. 09:00

Nefndarmenn
  • Aðalsteinn Magnússon (AM) aðalmaður
  • Jóhann Pétur Ágústsson (JPÁ) formaður
  • Jóhann Örn Hreiðarsson (JÖH) aðalmaður
  • Freyja Ragnarsdóttir Pedersen (FRP) varamaður
  • Steinunn Sigmundsdóttir (SS) aðalmaður
Starfsmenn
  • Elfar Steinn Karlsson (ESK) byggingarfulltrúi
  • Óskar Örn Gunnarsson (ÓÖG) skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði
  • Elfar Steinn Karlsson byggingarfulltrúi

Óskar Örn Skipulagsfulltrúi var viðstaddur fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.

Almenn erindi

1. Brjánslækur - aðalskipulagsbreyting

Tekin fyrir tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2018-2035. Meðfylgjandi er breytingaruppdráttur og gátlisti um óverulega breytingu. Breytingin gengur út á breytta afmörkun á verslunar- og þjónustusvæði við Brjánslæk (VÞ8) sem og aukið byggingarmagn úr 500 fm í 1000 fm.

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við heimastjórn fyrrum Barðastrandarhrepps og Rauðasandshrepps að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2019-2035 til samræmis við erindið.

Að mati skipulags- og framkvæmdaráðs er um óverulega breytingu að ræða í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem breytingin hefur hvorki í för með sér breytingar á landnotkun né er hún líkleg til að hafa áhrif á einstaka aðila eða stór svæði.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Kirkjugarður Bíldudal, stækkun.

Erindi frá landeigendum Litlu-Eyrar, Bíldudal. Í erindinu er sótt um stofnun lóðar umhverfis kirkjugarð Bíldudalssóknar á Bíldudal, með stofnun lóðarinnar er lóðin einnig stækkuð og er heildarstærð 1766m2. Lóðin er í samræmi við aðalskipulag Vesturbyggðar.

Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir stofnun lóðarinnar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Umsagnarbeiðni vegna máls nr. 16982025 í Skipulagsgátt

Tekið fyrir erindi Ísafjarðarbæjar, dagsett 13.1.2026. Í erindinu er óskað eftir umsögn Vesturbyggðar um breytingu á deiliskipulagi hlíðarinnar Gleiðarhjalla ytra hlutar. Markmið með breytingunni er að minnka svæðið og gera ný skipulagsmörk á uppdrætti. Greinargerð er óbreytt að öðru leyti en því sem á við svæðið sem hér er fjallað um og fellt er út. Skipulagssvæðið tekur til tæplega 10 ha svæðis ofan við Hjallaveg og Hlíðarveg að Urðarvegi. Skipulagið tekur m.a. til varnargarðs, aðveitustöð fyrir rafmagn og göngu- og reiðstíg.

Með þeirri breytingu sem hér er gerð er innsti hluti svæðisins felldur niður en samhliða er gert nýtt deiliskipulag fyrir Eyrarkláf. Deiliskipulag Eyrarkláfs tekur þá til svæðisins sem fellt er út úr skipulagi hlíðarinnar neðan Gleiðarhjalla - ytra hluta og til stærra svæðis upp fjallið. Eftir breytinguna er skipulagssvæðið um 6,1 ha. Hnitpunktar 1-2 og 28-46 falla niður.

Skipulags- og framkvæmdaráð gerir ekki athugasemdir við breytinguna á deiliskipulaginu.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Umsagnarbeiðni vegna máls nr. 01732025 í Skipulagsgátt

Tekið fyrir erindi Ísafjarðarbæjar, dagsett 13.1.2026. Í erindinu er óskað eftir umsögn Vesturbyggðar um nýtt deiliskipulag vegna Eyrarkláfs á Ísafirði. Um er að ræða vinnslutillögu í kynningu. Deiliskipulagið tekur til framkvæmda sem felast í að útbúa bílastæði fyrir farþega kláfsins, upphafsstöð kláfsins í hlíð Eyrarfjalls og endastöð á toppi fjallsins með einum millistaur á Gleiðarhjalla. Á toppi Eyrarfjalls verður gert ráð fyrir þjónustubyggingu og hóteli á seinni stigum uppbyggingar. Svæðið við byrjunarstöð kláfsins er á B-svæði sem er skilgreint sem staðaráhætta vegna ofnaflóða á bilinu 1-3 af 10.000 á ári.

Skipulags- og framkvæmdaráð gerir ekki athugasemdir við breytinguna á deiliskipulaginu.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Vegur að skógrækt á Bíldudal

Fyrir liggur umsókn um framkvæmdaleyfi frá Skógræktarfélagi Bíldudals, dagsett 27.janúar 2026. Í umsókninni er sótt um veglagningu að skógrækt við Seljadal í Bíldudal. Heildarlengd nýs vegsverður skv. umsókninni 430 m. Meðfylgjandi umsókninni er afstöðumynd er sýnir helstu þætti framkvæmdarinnar.Freyja R. Pedersen vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Skipulags- og framkvæmdaráð frestar afgreiðslu málsins og felur byggingarfulltrúa að kalla eftir afstöðu Vegagerðarinnar til vegtengingarinnar ásamt því að ræða við umsækjenda að skoða heldur vegstæði að skógrækt samkvæmt deiliskipulagi fyrir frístundabyggð við Tagl.

Freyja R. Pedersen kom aftur inn á fundinn.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

6. Varaafl Tálknafirði - bráðaaðgerð

Lagt fram til kynningar erindi frá Orkubúi Vestfjarða ohf. dags. 20. janúar varðandi bráðabirgðastaðsetningu fyrir gám undir varaafl við Strandgötu á Tálknafirði.

Byggingarfulltrúi í samráði við umhverfis- og framkvæmdasvið hafði áður samþykkt erindið.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:20