Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 22. september 2014 og hófst hann kl. 09:00
Fundargerð ritaði
- Elfar Steinn Karlsson Forstöðumaður Tæknideildar
Almenn erindi
1. Erindisbréf: Skipulags- og umhverfisráð
Lögð fram drög að erindisbréfi skipulags- og umhverfisráðs.
Skipulags- og umhverfisráð felur tæknideild að vinna áfram að erindisbréfinu í samræmi við umræður á fundinum.
2. Breyting á aðalskipulagi
Breyting á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 íbúðarsvæði við Lönguhlíð og verslunar- og þjónustusvæði á Patreksfirði
Vesturbyggð vinnur nú að breytingum á aðalskipulagi 2006-2018. Tekin er fyrir greinargerð og uppdráttur dagsett 14. september 2014.
Viðfangsefni breytingarinnar er að breyta afmörkun á íbúðarsvæði á Bíldudal við Lönguhlíð og stækka það nokkuð á kostnað opins svæðis sem er vannýtt. Einnig er gerð breyting á landnotkun á Patreksfirði þar sem verslunar - og þjónustusvæði (V4) er stækkað. Um er að ræða leiðréttingu þar sem lóðin er mun stærri en gildandi aðalskipulag segir til um.
Fyrir liggur beiðni um breytingu á aðalskipulagi frá 17. september þar sem óskað er eftir leiðréttingu á svæði V4.
Tillagan er samþykkt og skipulagsfulltrúa falið að auglýsa aðalskipulagsbreytinguna skv. 31 gr. skipulagslaga nr.123/2010
3. Deiliskipulag - Íbúabyggð Lönguhlíð.
Tekið fyrir deiliskipulag vegna íbúðarsvæðis við Lönguhlíð á Bíldudal, greinargerð og uppdráttur dagsett 14. september 2014. Hér er um að ræða deiliskipulag á um 0,7 ha svæðið við Lönguhlíð í Bíldudal. Í gildandi aðalskipulagi fyrir Vesturbyggð 2006-2018 er svæðið skilgreint sem íbúðarsvæði.
Megin markmið deiliskipulagsins eru eftirfarandi:
- Að fjölga íbúðalóðum við núverandi götu innan byggðarinnar
- Að styrkja og þétta núverandi íbúðabyggð
- Að bjóða upp á mismunandi sérbýlishúsalóðir sem taka mið að þörfum bæjarbúa varðandi stærðir og húsagerðir.
- Að koma fyrir öruggum gönguleiðum í gegnum hverfið sem tengjast nærliggjandi byggð, þjónustu og útivistarsvæðum.
Um er að ræða lágreista sérbýlishúsabyggð með megin áherslu á 1-2 hæða einbýlishús og raðhús. Lagt er til í tillögu að hús verði í anda þess yfirbragðs sem er að finna á svæðinu og samræmist útliti og stærð húsa í götunni.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að leita umsagnar um tillöguna og auglýsa skv. 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
4. Breyting á deiliskipulagi - Snjóflóðavarnir við Búðagil
Tekin fyrir breyting á deiliskipulagi vegna snjóflóðavarna við Búðargil, dagsett 17. september 2014.
Vegna deiliskipulags um íbúabyggð í Lönguhlíð hliðrast skipulagsmörk til og svæðið minnkar um 2000 m². Mörkin færast meðfram veginum, ofan við Lönguhlíð 7 - 12. Bílastæði og dvalarsvæði falla niður. Stærð svæðis eftir breytingu er 7,8 ha.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að leita umsagnar um tillöguna og auglýsa skv. 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
5. Hugmynd að gæludýragrafreit
Erindi frá Páli Haukssyni, Vill hann benda á að enginn gæludýragrafreitur sé til staðar á Patreksfirði og að í starfi hans sem gröfumaður fái hann stundum það hlutverk að grafa dauð gæludýr. Bendir hann á mögulegt svæði fyrir svona garð í Drengjaholti neðan við gamla knattspyrnuvöllinn.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar ábendinguna og felur tæknideild Vesturbyggðar að finna hentugan stað.
6. Skjólmyndun á Björgum
Tekið fyrir minnisblað um mögulega skjólmyndun á s.k. Björgum Patreksfirði. Minnisblaðið er unnið af Kristínu Mörthu Hákonardóttur frá Verkís. Í stuttu máli er lagt til að trjábelti verði gróðursett á um 40m breiðu og 300m löngu belti ofan byggðar en neðan Barðastrandarvegar og það nýtt til þess að skýla byggð neðan Geirseyrarmúla til framtíðar fyrir vindi. Til þess að skýla trjáplöntum og skapa þeim vaxtarskilyrði er jafnframt lagt til að um 350m af 3m háum skjólgirðingum verði settar upp neðan vegar áður en til trjáplöntunar kemur.
Einnig var tekið fyrir dreifibréf sem senda á til íbúa á Björgum.
Skipulags- og umhverfisráð tekur vel í þessar hugmyndir og vísar málinu áfram til bæjarstjórnar.
7. JÞH varðar breyting á skiptingu eignarhluta jarðarinnar Stakkar
Erindi frá Jóhanni Halldórssyni f.h. landeigenda að Stökkum, Rauðasandi. Erindið varðar breytta skiptingu eignarhluta skráðra eigenda jarðarinnar Stakka í Rauðasandi.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
8. JG ósk um leyfi til að útbúa bílastæði
Erindi frá Jóhönnu Gísladóttur. Í erindinu óskar hún eftir leyfi til að útbúa bílastæði á óúthlutaðri lóð Vesturbyggðar við hlið húss síns að Hjöllum 20.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið með þeim fyrirvara að ef sótt verði um lóðina til byggingar eða sveitarfélagið þurfi afnot af henni þá falli þessi afnotaréttur niður. Framkvæmdir þessar skulu vera framkvæmdar í samráði við forstöðumann tæknideildar.
9. Fyrirspurn vegna bílastæðis - Dalbraut 42
Erindi frá Víkingi Gunnarssyni. Í erindinu óskar hann eftir leyfi til að útbúa bílastæði innan við Dalbraut 42, Bíldudal.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið með þeim fyrirvara að ef sótt verði um lóðina til byggingar eða sveitarfélagið þurfi afnot af henni þá falli þessi afnotaréttur niður. Framkvæmdir þessar skulu vera framkvæmdar í samráði við forstöðumann tæknideildar.
10. Umsókn - framkvl. fyrir vélageymslu Ásgarði
Erindi frá Guðbjarti Á. Ólafssyni f.h. Kristins Guðmundssonar, Ásgarði Hvallátrum. Í erindinu er sótt um framkvæmdaleyfi fyrir 121,5 m2 vélageymslu að Ásgarði, Hvallátrum. Vélageymslan yrði byggð utan um stálgáma sem komið hefur verið vestan við bæjarhól Ásgarðs. Byggingin yrði timburhús klætt með bárustáli skv. umsókn. Erindinu fylgir skráningartafla, útlits- og grunnmynd ásamt teikningu af þakvirki.
Skipulags- og umhverfisráð getur ekki tekið afstöðu til málsins m.v. framkomin gögn. Skipulags- og umhverfisráð frestar málinu og kallar eftir frekari gögnum og bendir jafnframt á að í gangi er vinna við deiliskipulag fyrir svæðið.
11. Umsókn um byggingarleyfi
Umsókn frá Rafstöðinni, félagasamtökum. Sótt er um byggingarleyfi fyrir endurbyggingu á rafstöðvarhúsinu í Bíldudal. Færa á húsið til upprunalegs horfs í samstarfi við Minjastofnun skv. umsókn. Erindinu fylgir leigusamningur fyrir húsinu milli Vesturbyggðar og Rafstöðvarinnar, félagasamtaka. Einnig fylgir einnig grunn-, afstöðu- og útlitsteikningar unnar af Kristni Eiríkssyni hjá Verkfræðistofu Jóhanns Indriðasonar.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa útgáfu byggingarleyfis með fyrirvara um fullnægjandi hönnunargögn.
12. Umsókn um byggignarleyfi - stálgrindarhús.
Umsókn frá Gísla Á Gíslasyni. Sótt er um byggingarleyfi fyrir 202 m2 stálgrindarhúsi í Rauðsdal. Umsókninni fylgir grunn-, útlits- og afstöðumynd og snið unnið af Cedrus ehf. dags. 22.maí 2014.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa útgáfu byggingarleyfis með fyrirvara um fullnægjandi hönnunargögn.
13. Umsókn um byggingarleyfi
Umsókn frá Jóhanni Pétri Ágústssyni . Sótt er um byggingarleyfi fyrir 99 m2 kjötvinnslu á Brjánslæk. Umsókninni fylgir grunn-, útlits- og afstöðumynd unnið af Tækniþjónustunni ehf. dags. 5.ágúst 2014.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa útgáfu byggingarleyfis með fyrirvara um fullnægjandi hönnunargögn.
14. Umsókn um byggingarleyfi og breytta notkun
Erindi frá Silju Björg Ísafoldardóttur f.h. Móru ehf. Í erindinu er sótt um byggingarleyfi fyrir breyttu útliti, innra skipulagi og tenginu milli kæligáms og iðnaðarbils að Krossholtum landnr. 139837. Erindinu fylgir riss.
Skipulags- og umhverfisráð kallar eftir fullnægjandi gögnum svo hægt sé að taka erindið fyrir.
15. Umsókn um byggingarleyfi - Bílskúr.
Umsókn frá Arnóri Skúlasyni f.h. fasteignasviðs þjóðkirkjunnar. Sótt er um byggingarleyfi fyrir 56,2 m2 bílskúr við Aðalstræti 57, Patreksfirði. Umsókninni fylgir grunn-, útlits- og afstöðumynd unnið af GINGI teiknistofa dags. 16. sept 2014.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa útgáfu byggingarleyfis með fyrirvara um fullnægjandi hönnunargögn og að undangenginni grenndarkynningu sem ráðið felur skipulagsfulltrúa að vinna.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00
Guðmundur V. Magnússon fjarverandi, enginn í h.st.
Óskar Örn Gunnarsson skipulagsfulltrúi og Árni Traustason byggingarfulltrúi eru viðstaddir í gegnum fjarfundarbúnað.