Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 19. janúar 2015 og hófst hann kl. 09:00
Fundargerð ritaði
- Elfar Steinn karlsson Forstöðumaður Tæknideildar.
Almenn erindi
1. Ísafjarðarbær aðalskipulag 2008-2020 breyting.
Tekið fyrir aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2008-2020.
Í kafla 4 í aðalskipulagi Ísafjarðar 2008-2020 um tengsl við aðrar áætlanir vantar að tilgreina Aðalskipulag Vesturbyggðar 2006-2018.
Skipulags- og umhverfisráð Vesturbyggðar áréttar að framkvæmdir við aðrennslissvæði Dynjandisfoss séu tilkynningaskyldar skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum og háð leyfi Umhverfisstofnunar þar sem um friðlýst svæði er að ræða. Ráðið bendir ennfremur á mikilvægi þess að tryggt verði nægt vatnsrennsli í fossinn.
Skipulags- og umhverfisráð gerir að öðru leyti ekki athugasemdir við breytingu á aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar.
2. Deiliskipulag á Látrabjargi.
Fjallað var um athugasemdir þær sem bárust við tillögu að deiliskipulagi Látrabjargs sem auglýst var með athugasemdafresti til 26. maí 2014. Um er að ræða aðra umræðu um athugasemdirnar.
Breytingar sem gerðar hafa verið til að koma til móts við athugasemdir eru ekki þess eðlis að þörf reynist að endurauglýsa deiliskipulagið skv. 4. mgr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt sbr. 41. gr. skipulagslaga og send Skipulagsstofnun til yfirferðar sbr. 42. gr laganna. Niðurstaða bæjarstjórnar verði auglýst. Jafnframt verði þeim sem athugasemdir gerðu send umsögn og afgreiðsla þeirra. Svörin má nálgast á heimasíðu Vesturbyggðar: www.vesturbyggd.is undir Stjórnsýsla > Skipulagsmál > Svör við athugasemdum og ábendingum - deiliskipulag Látrabjarg
http://www.vesturbyggd.is/stjornsysla/skipulog/skra/1371/
3. Stefna Skipulags- og umhverfisráðs 2014-2018
4. Umsókn um lóð undir fjárhús við Fjósadal
Sameiginlegt erindi frá Laufey Böðvarsdóttur f.h. Trausta Aðalsteinssonar, Jenný Þ. Óladóttir og Sæmundi Jóhannsyni. Í erindinu er sótt um lóð undir fjárhús í þeirra eigu er standa við Fjósadal, Patreksfirði.
Málinu Frestað.
5. Umsókn um byggingarleyfi fyrir utanhússklæðningu
Erindi frá Aðalgeir Jónssyni f.h. Sagarinnar ehf. Í erindinu er sótt um byggingarleyfi fyrir utanhússklæðningu og lagfæringu/endurnýjun glugga á Aðalstræti 88, Patreksfirði. Í erindinu er þess getið að færa eigi húsið í sem næst upphaflegt horf.
Byggingarfulltrúa falið að afla frekari gagna hjá umsækjenda svo hægt sé að taka erindið fyrir.
6. Snjómokstur í Vesturbyggð - endurskoðun á forgangi.
Farið yfir skipulag og forgangsröðun snjómoksturs og hálkuvarna í Vesturbyggð.
Forstöðumanni tæknideildar falið að uppfæra kort og birta á heimasíðu sveitarfélagsins.
7. Arnar Guðmundsson lóð að Dalbraut 4 Bd.
Erindi frá Arnari Guðmundssyni, eiganda Dalbrautar 4 á Bíldudal. Í erindinu óskar hann eftir leiðréttingu á stærð og legu lóðar sinnar. Erindið var áður tekið fyrir á 139, 145, 146 og 149. fundum Skipulags- og byggingarnefndar Vesturbyggðar.
Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í erindið og felur forstöðumanni tæknideilar að vinna tillögu að nýrri lóð og kynna á næsta fundi ráðsins.
8. Erindisbréf: Skipulags- og umhverfisráð
Lagt fram erindisbréf skipulags- og umhverfisráðs.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindisbréfið með breytingum þeim sem ræddar voru á fundinum.
9. OV olíutankur umsókn um staðsetningu
Erindi frá Orkubúi Vestfjarða. Í Erindinu er sótt um leyfi til að fjarlægja olíutank við kyndistöð OV á Patreksfirði og setja niður nýjan tank með tvöföldu byrði sem og lagnir frá tanki að kyndistöð. Erindinu fylgir grunn-, útlits- og afstöðumynd dags. 11.12.2014 unnið af Sölva R. Sólbergssyni.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið að því tilskyldu að komi í ljós að jarðvegur sé mengaður undir tanki eða lögnum skal úr því bætt með loftun eða jarðvegsskiptum, að mati Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða.
Einnig er farið fram á að heilbrigðis- eða byggingarfulltrúi verði kallaðir til úttektar þegar efnið hefur verið grafið upp.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:45
Óskar Örn Gunnarsson skipulagsfulltrúi og Árni Traustason byggingarfulltrúi eru viðstaddir í gegnum fjarfundarbúnað.
Guðmundur V. Magnússon og Ingimundur Andrésson fjarverandi.
Árni Traustason víkur fund undir lið 2.