Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 10. mars 2017 og hófst hann kl. 15:00
Fundargerð ritaði
- Elfar Steinn Karlsson forstöðum. tæknideildar
Almenn erindi
1. Þverá. Umsagnarbeiðni, gististaður í fl. II.
Lagt fram bréf ásamt fylgiskjölum dags. 16. febrúar sl. frá Sýslumanninum á Vestfjörðum með beiðni um umsögn vegna umsóknar um nýtt rekstrarleyfi að reka gistingu samkvæmt gistiflokki II að Þverá á Barðaströnd.
Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við útgáfu rekstrarleyfis enda sé húsið í samræmi við samþykkta uppdrætti.
2. Aðalstræti 71. Umsagnarbeiðni, gististaður í fl. II
Lagt fram bréf ásamt fylgiskjölum dags. 16. febrúar sl. frá Sýslumanninum á Vestfjörðum með beiðni um umsögn vegna umsóknar um nýtt rekstrarleyfi að reka gistingu samkvæmt gistiflokki II að Aðalstræti 71, Patreksfirði.
Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við útgáfu rekstrarleyfis enda sé húsið í samræmi við samþykkta uppdrætti.
3. Svæðisskipulagsnefnd Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar - greiningarskýrsla, ósk um umsögn.
Svæðisskipulagsnefnd Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar óskar eftir umsögn sveitarfélagsins um Svæðisskipulagsáætlun fyrir Dalabyggð, Reykhólahrepp og Strandabyggð, greiningarskýrsla- forsendu, viðfangsefni, framtíðarsýn, svæðismark og matslýsing.
Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við framlagða verkefnalýsingu en áskilur sér rétt til að koma með athugasemdir á seinni stigum málsins.
4. Stakkar 1. Umsókn um byggingarleyfi, utanhússklæðning o.fl.
Erindi frá Bjarney V. Skúladóttur. Í erindinu er sótt um byggigngrleyfi fyrir breytingu á þaki, bíslagi, gluggum og utanhússklæðningu á Stökkum 1, 451 Vesturbyggð. Erindi fylgja uppdrættir dags. 20.10.2016 Unnir af Guðbjarti Á Ólafssyni.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir veitingu byggingarleyfis og felur byggingarfulltrúa útgáfu þess.
5. Bíldudalsveita, framkvæmdaleyfi vegna breytinga á vatnslögn.
Tekin fyrir umsókn um framkvæmdaleyfi frá Vesturbyggð, dagsett 08.02.2017. Framkvæmdin felur í sér lagningu vatnslagnar á um 1000m kafla frá geymslusvæði við Hól, Bíldudal út að byggðinni.
Erindinu fylgir uppdráttur er sýnir legu lagnar ásamt samþykki landeigenda unnið af Tæknideild Vesturbyggðar. Gert er ráð fyrir að verkið hefjist í mars/apríl 2017 og taki u.þ.b. mánuð í vinnslu.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að umsókn um framkvæmdaleyfi verði samþykkt og að skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfið eins og 13. - 16. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mæla fyrir um.
6. Vesturbotn lóð 1. Ósk um leyfi til niðurrifs á sumarbústað.
Erindi frá Keran S. Ólasyni f.h. lóðarhafa að Vesturbotni lóð 1, landnr. 139934. Í erindinu er sótt um leyfi til niðurrifs á sumarhúsi er stendur á lóðinni.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa útgáfu leyfis til niðurrifs.
7. Breiðavík. Umsókn um byggingarleyfi, starfsmannahús.
Erindi frá Magnúsi H. Ólafssyni f.h. Kerans S. Ólasonar. Í erindinu er sótt um leyfi til byggingar á 50.9m2 starfsmannahúsi í Breiðavík, 451 Vesturbyggð, landnr. 139860. Erindinu fylgja aðal- og séruppdrættir unnir af MarkStofu dags. 6.febrúar 2017.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa útgáfu byggingarleyfis.
8. Breiðavík. Umsókn um byggingarleyfi, þjónustuhús.
Erindi frá Magnúsi H. Ólafssyni f.h. Kerans S. Ólasonar. Í erindinu er sótt um leyfi til byggingar á 55.8m2 þjónustuhúsi við tjaldstæði í Breiðavík, 451 Vesturbyggð, landnr. 139860. Erindinu fylgja aðal- og séruppdrættir unnir af MarkStofu dags. 2.febrúar 2017.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa útgáfu byggingarleyfis.
9. Hænuvík. Umsókn um byggingarleyfi
Erindi frá Magnúsi H. Ólafssyni f.h. Guðjóns Bjarnasonar. Í erindinu er sótt um leyfi til byggingar á 41.2m2 frístundahúsi í Hænuvík Innri, 451 Vesturbyggð, landnr. 139887. Erindinu fylgja aðal- og séruppdrættir unnir af MarkStofu dags. 15.febrúar 2017.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa útgáfu byggingarleyfis.
10. Tjarnarbraut 2. Umsókn um stöðuleyfi.
Guðmundur V. Magnússon vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Rekstraraðilar Vegamóta óska eftir breytingu á áður samþykktu stöðuleyfi, sótt er um leyfi fyrir 40feta gám í stað 20feta með sömu forsendum og áður. Erindinu fylgir samþykki húseigenda.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir stöðuleyfi á gámnum til 12 mánaða með fyrirvara um grenndarkynningu.
11. Vesturbyggð - Endurskoðun á Aðalskipulagi.
Lögð fram tíma- og verkáætlun um vinnslu endurskoðunar aðalskipulags Vesturbyggðar.
Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í framlagða tíma- og verkáætlun og beinir því til bæjarstjórnar Vesturbyggðar að hafin verði vinna við endurskoðun aðalskipulags Vesturbyggðar, áætlað er að endurskoðun aðalskipulagsins ljúki júlí-ágúst 2018 skv. áætluninni.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:10