Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 15. maí 2017 og hófst hann kl. 16:00
Fundargerð ritaði
- Elfar Steinn Karlsson forstöðum. tæknideildar
Almenn erindi
1. Dalbraut 11. Umsagnarbeiðni, rekstrarleyfi gististaðar.
Lagt fram bréf ásamt fylgiskjölum dags. 10.maí sl. frá Sýslumanninum á Vestfjörðum með beiðni um umsögn vegna umsóknar um nýtt rekstrarleyfi að reka gistingu samkvæmt gistiflokki II að Dalbraut 11 á Bíldudal.
Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við útgáfu rekstrarleyfis enda sé húsið í samræmi við samþykkta uppdrætti.
2. Hótel Flókalundur. Umsagnarbeiðni, rekstrarleyfi gististaður í flokki IV.
Lagt fram bréf ásamt fylgiskjölum dags. 11.maí sl. frá Sýslumanninum á Vestfjörðum með beiðni um umsögn vegna umsóknar um endurnýjað rekstrarleyfi að reka gistingu samkvæmt gistiflokki IV að Hótel Flókalundi á Barðaströnd.
Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við útgáfu rekstrarleyfis enda sé húsið í samræmi við samþykkta uppdrætti.
3. SB.varðar umferðaröryggi barna á Bíldudal
Erindi frá Silju Baldvinsdóttur, íbúa á Dalbraut 11, Bíldudal. Í erindinu er þess óskað að umferðaröryggi verði bætt á Bíldudal með hraðatakmarkandi aðgerðum og skiltum. En nú eykst straumur ferðamanna um Bíldudal með hækkandi sól fyrir utan umferð þungaflutninga sem hefur aukist síðasta árið.
Skipulags- og umhverfisráð tekur undir áhyggjur bréfritara, en þung umferð er í gegnum Dalbrautina sem einnig er þétt íbúðargata. Komin er af stað vinna við umferðaröryggisáætlun fyrir sveitarfélagið og verður Bíldudalur viðfangsefni áætlunarinnar þetta árið. Við gerð áætlunarinnar verður m.a. umferðarhraði mældur í þéttbýlinu. Skipulags- og umhverfisráð leggur áherslu á að í tengslum við gerð umferðaröryggisáætlunar, verði farið í aðgerðir sem fyrst til lækkunar á umferðarhraða með varanlegum aðgerðum.
4. Landgræðsla ríkisins - endurheimt votlendis í Selárdal.
Lagt fram tölvubréf dags. 26. apríl sl. frá Landgræðslu ríkisins varðandi endurheimt votlendis í Selárdal í landi jarðanna Uppsalir og Selárdalur í tengslum við sóknaráætlun ríkisstjórnar Íslands í loftslagsmálum um framkvæmd endurheimtunar votlendis.
Skipulags-, byggingar- og umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við að farið verði í endurheimt votlendis á svæðinu svo framarlega sem túnin séu ekki nýtt og ekki séu áform um nýtingu þeirra.
5. Flokkunarkrá Bíldudal, staðsetning.
Lögð fram beiðni frá bæjarstjóra Vesturbyggðar með ósk um að skipulags- og umhverfisráð leggi til nýja staðsetningu fyrir flokkunarkrá á Bíldudal.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til svæði neðan Hafnarbrautar 12, neðan við veg.
6. Hafnarsvæði Bíldudal. Breyting á aðkomu/umferð.
Lagðar fram til kynningar hugmyndir að breyttri aðkomu að Bíldudalshöfn. Verið er að skoða möguleikann á því að loka fyrir umferð niður Hafnarbraut við húsnæði OV, þá yrði gerð ný aðkoma að höfninni við núverandi bílastæði fyrir smábátahöfnina.
Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í hugmyndirnar, en huga þarf vel að bílastæðamálum á svæðinu.
7. Umhverfisvitund. Ósk um leyfi til að setja upp skilti við Dalbraut, Bíldudal.
Erindi frá Marte E. Strandbakken, kennara 1-4.bekkjar í Bíldudalsskóla. Í erindinu er óskað heimildar til að setja upp skilti við Dalbraut á Bíldudal. Skiltin eiga að minna fólk á að ganga vel um og halda bænum hreinum.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið og felur forstöðumanni tæknideildar að vera í sambandi við bréfritara um staðsetningu skiltanna.
8. Strandgata 5, Patreksfirði. Umsókn um byggingarleyfi - gluggar o.fl.
Erindi frá Reyni Finnbogasyni. Í erindinu er sótt um byggingarleyfi fyrir breytingum á Strandgötu 5, Patreksfirði. Sótt er um leyfi til að setja glugga í stað bílskúrshurðar, og opna eldri glugga sem áður hafði verið lokað. Breytingarnar eru í samræmi við áður samþykktar teikningar.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir veitingu byggingarleyfis og felur byggingarfulltrúa útgáfu þess.
9. Hesthús, Bíldudalur. Ósk um stöðuleyfi fyrir 20ft gám.
Erindi frá Ómari Sigurðssyni, Bíldudal. Í erindinu er sótt um stöðuleyfi fyrir 20ft gám við hesthús hans ofan við Hól Bíldudal.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að veita stöðuleyfi í 12 mánuði fyrir gámnum.
10. Hagvon umsókn um byggingar- og athafnalóð við Eyragötu
Breyting á deiliskipulagi var grenndarkynnt með athugasemdarfresti til 12. maí 2017. Tvær athugasemdir bárust í einum tölvupósti dagsett 12. maí 2017 þar sem gerðar eru athugasemdir við breytinguna í nokkrum liðum.
Á grundvelli afgerandi athugasemda sem borist hafa við auglýsta grenndarkynningu þá getur skipulags- og umhverfisráð ekki heimilað færslu á byggingareit eins og óskað var eftir. Ennfremur í ljósi athugasemda sem bárust við grenndarkynninguna og að formleg úthlutun lóðar hafi ekki enn farið fram leggur skipulags- og umhverfisráð til við hafnarstjórn að úthlutun lóðar verði breytt og að eingöngu verði úthlutuð lóð undir iðnaðarhúsið sjálft, ekki athafnalóð umhverfis húsið.
11. Beiðni um afnot af grunni. - "Stapar ljóðlistaverk"
Lagt fram tölvubréf dags. 12.maí sl. frá verkefnastjóra samfélagsuppbyggingar í Vesturbyggð með ósk um leyfi til að setja upp 12 skilti með ljóðum Jóns úr Vör á svokallaðan efnalaugargrunn við Aðalstræti ásamt því að í framhaldinu að setja upp lýsingu og trébekki. Verkefnahópurinn samanstendur af Hauki Má Sigurðssyni, tveimur fulltrúm Lions á Patreksfirði, fulltrúa frá Vesturbyggð ásamt fulltrúa ferðaþjónustunnar.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir uppsetningu skiltanna.
12. ÍsKalk. Umsókn um sameiningu lóða, Strandgata 2 og Hafnarteigur 4.
Tekið fyrir erindi Einar Sveins Ólafsson fyrir hönd Íslenska Kalkþörungafélagsins dagsett 12.5. 2017 þar sem óskað er því að lóðir félagsins að Strandgöta 2 og Hafnarteig 4 verði sameinaðar og skipulagi þeirra breitt.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að grenndarkynna tillögu að breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis á Bíldudal frá 2013, hljóti málið jákvæða umfjöllun hjá Hafnarstjórn Vesturbyggðar.
Frestur til að skila athugasemdum og ábendingum er 4 vikur, þ.e. til og með 21. júní 2017. Litið verður svo á að þeir sem ekki gera athugasemdir séu samþykkir fyrirhugaðri framkvæmd.
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Vesturbyggðar á opnunartíma skrifstofunnar. Fyrirspurnir má einnig senda á netfangið vesturbyggd@vesturbyggd.is.
13. Flókalundur - Deiliskipulag
Tekið fyrir erindi Magnúsar H. Ólafssonar, dagsett 21. apríl 2017 þar sem óskað er eftir samþykki sveitarfélags Vesturbyggðar að fari verði í gerð deiliskipulags fyrir Flókalund í Vatnsfirði. Með erindinu fylgir áætlun þar sem raktar eru helstu forsendur og ástæður fyrir gerð deiliskipulags.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að farið verði í vinnu við gerð deiliskipulags fyrir Flókalund.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:10