Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 18. júní 2018 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu
- Barði Sæmundsson (BS) aðalmaður
- Guðmundur V. Magnússon (GVM) aðalmaður
- Gunnar Sean Eggertsson (GSE) aðalmaður
- Magnús Jónsson (MJ) aðalmaður
Fundargerð ritaði
- Elfar Steinn Karlsson byggingarfulltrúi.
Almenn erindi
1. Deiliskipulag - Hvesta Arnarfirði
Tekin fyrir tillaga að deiliskipulagi fyrir landspildu úr Fremri-Hvestu í Arnarfirði.
Uppdráttur og greinargerð dagsett 24. maí 2018, unnið af Landform ehf.
Deiliskipulagið nær til um 4ha spildu úr landi Fremri-Hvestu í Vesturbyggð. Landnúmer er 140442 og er svæðið rétt utan við Gölt, neðanundir svokallaðri Andahvilft. Eigandi lands stefnir að því að reisa frístundahús á lóðinni. Engin mannvirki eru fyrir á landinu.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að bæjarstjórn samþykki tillöguna til auglýsingar skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
2. Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna strengfærslu, Bíldudal.
Tekið fyrir erindi Orkubús Vestfjarða um strenglagnir, háspennu og lágspennu í kringum Strandgötu 1. Í leiðinni er sótt um strenglögn upp Brekkustíg og alla leið í aðveitustöðina í Búðargili.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar skriflegt samþykki sóknarnefndar og jákvæð umsögn Minjavarðar liggi fyrir. Skipulags- og umhverfisráð telur að framkvæmdin sé minniháttar. Einnig kallar ráðið eftir uppmælingu af legu strengsins í heild þegar framkvæmd er lokið, sem og ítarlegri uppdráttum af framkvæmdinni.
3. Umsókn um stækkun lóðar við Arnarholt, Barðaströnd.
Tekin fyrir umsókn Óðins G. Gunnarssonar. Í umsókninni er sótt um stækkun lóðar við Arnarholt á Krossholtum, 451 Vesturbyggð. Sótt er um 900m2 stækkun lóðar til vesturs, stækkunina á að nota til uppgræðslu og trjáræktar.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að stækkunin verði samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu og felur skipulagsfulltrúa að undirbúa grenndarkynningu.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:38