Hoppa yfir valmynd

Skipulags og umhverfisráð #59

Fundur haldinn í Ráðhúsi Vesturbyggðar, 8. maí 2019 og hófst hann kl. 16:00

Fundinn sátu
  • Barði Sæmundsson (BS) aðalmaður
  • Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
  • Kristján Finnbogason (KF) varamaður
  • Gunnar Sean Eggertsson (GSE) varamaður
  • Jón Garðar Jörundsson (JGJ) aðalmaður
Fundargerð ritaði
  • Elfar Steinn Karlsson byggingarfulltrúi

Friðbjörg Matthíasdóttir var viðstödd fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.

Almenn erindi

1. Ósk um úthlutun lóða við Aðalstæti 124A og 128 til húsbyggingar - Sigurpáll Hermannsson

Erindi frá Aðalstræti 73 ehf. Á 58. fundi skipulags- og umhverfisráðs sem haldinn var 15. apríl s.l. var tekin fyrir umsókn Aðalstrætis 73 ehf. um lóðir við Aðalstræti 124A og Aðalstræti 128, lagði ráðið til við Bæjarstjórn að erindið yrði samþykkt. Þann 25. apríl barst annað erindi frá Aðalstræti 73 ehf. þar sem heldur var óskað eftir lóðinni við Hjalla 24 fremur en Aðalstræti 128 til húsbyggingar.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við Bæjarstjórn að samþykkt verði að úthluta lóðinni að Hjöllum 24 til Aðalstrætis 73 ehf. Lóðin að Aðalstræti 128 verði því laus til umsóknar.

Málsnúmer5

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Krossholt - Langholt. umsókn um frístundalóð.

Erindi frá Júlíusi Sigurjónssyni. Í erindinu er sótt um 2.25ha frístundalóð er stendur á LANGHOLTI norðan við byggðina á Krossholtum. Á svæðinu eru tvær frístundalóðir merktar F á deiliskipulagi Langholts - Krossholts, lóðin sem um ræðir er austari lóðin.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að umsóknin verði samþykkt en vekur athygli á að ekki liggur vegur að lóðinni.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Arnarlax. Boð á kynningu á starfsemi Hordafor.

Lagt fram til kynningar boð Arnarlax um kynningu á starfsemi Hordafor, en Hordafor sérhæfir sig í meltukerfum. Kynningin verður haldin á skrifstofu Arnarlax miðvikudaginn 15. maí kl. 14:00.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Breyting á fulltrúum í skipulags- og umhverfisráði

Tekið fyrir tölvubréf frá Rögnu Jenný Friðriksdóttur, þar sem hún biðst lausnar frá nefndarstörfum. Lagt er til að Ásdís Snót Guðundssdóttir taki sæti sem varamaður í skipulags- og umhverfisráði í stað Rögnu Jennýar Friðriksdóttur. Tillagan samþykkt samhljóða og henni vísað til bæjarstjórnar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:44