Hoppa yfir valmynd

Skipulags og umhverfisráð #61

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í Ráðhúsi Vesturbyggðar, 24. júlí 2019 og hófst hann kl. 16:00

Fundinn sátu
  • Barði Sæmundsson (BS) aðalmaður
  • Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
  • Jóhann Pétur Ágústsson (JPÁ) aðalmaður
  • Jóhanna Gísladóttir (JG) aðalmaður
  • María Ósk Óskarsdóttir (MÓÓ) varamaður
Fundargerð ritaði
  • Elfar Steinn Karlsson byggingarfulltrúi

Óskar Örn Gunnarsson Skipulagsfulltrúi var viðstaddur fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.

Almenn erindi

1. Strandgata 10-12. Umsókn um byggingarleyfi, vatnshreinsistöð.

Erindi frá Arnarlax hf. Í erindinu er sótt um byggingarleyfi fyrir uppsetningu á vatnshreinsistöð á steinsteyptu plani við Strandgötu 10-12, Bíldudal. Vatnshreinsistöðin samanstendur af þremur 40ft gámum, einum 20ft gám, þremur tönkum og móttöku fyrir slóg. Tveir tankanna eru ætlaðir undir laxameltu og sá þriðji er jöfnunartankur fyrir vatnshreinsistöð. Vatnshreinsistöðinni er ætlað að hreinsa frárennsli frá laxaslátrun við Strandgötu 1 með þriggja þrepa vatnshreinsun sem endar á sótthreinsun með óson.

Áætlað byggingarmagn er umfram það byggingarmagn sem deiliskipulagi hafnarsvæðis á Bíldudal heimilar á lóðinni, núverandi nýtingarhlutfall lóðarinnar er 0,13 sem er fullnýtt.

Skipulags- og umhverfisráð metur sem svo að um óverulega breytingu á deiliskipulagi sé að ræða og felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna breytinguna skv. 44.gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum Hafnarteigs 4, Strandgötu 6 og 7. Ennfremur er óskað umsagnar Heilbrigðiseftirlits.

Erindinu er vísað áfram til hafna- og atvinnumálaráðs.

Byggingarfulltrúa er falið að ræða við umsækjanda um mögulega skjólgirðingu við athafnasvæðið við Strandgötu 10 - 12 meðfram Strandgötu.

Málsnúmer8

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Bíldudalur. Umsókn um lóðir

Erindi frá Bernódus ehf. Í erindinu er sótt um 30 lóðir á Bíldudal til byggingar á ein- og tvíbýlishúsum. Umsækjandi hefur lýst yfir áhuga á að koma að deiliskipulagsgerð fyrir svæði sem henta myndi undir fyrirhugaða íbúabyggð.

Á Bíldudal er ekki á lausu svæði sem rýma myndi byggð líkt og umsækjandi sækir um. Skipulags- og umhverfisráð fagnar þó erindinu enda fyrirhuguð áframhaldandi aukning í laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum með tilheyrandi íbúafjölgun. Skipulags- og umhverfisráð vísar erindinu áfram til bæjarráðs og leggur til að hafnar verði viðræður við landeigendur að ákjósanlegu byggingarlandi sem er til staðar við bæjarmörkin.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Aðalskipulagsbreyting Melanes Rauðasandi

Tekin fyrir breyting á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 uppdráttur og greinargerð, dagsett 20.7.2019.

Breytingin fjallar um breytta landnotkun frá landbúnaðarlandi yfir í verslunar- og þjónustusvæði á jörðinni Melanesi við Rauðasand.

Markmið breytingarinnar er að skapa rými fyrir uppbyggingu ferðaþjónustu á fjórum lóðum vestan við bæjarstæðið þar sem reisa á gistihús og gistiskála fyrir ferðamenn ásamt þjónustuhúsi.

Samhliða aðalskipulagsbreytingunni verður unnið deiliskipulag sem verður auglýst samtímis.

Skipulags- og umhverfisráð mælist til að bæjarstjórn samþykki fyrirliggjandi tillögu og greinargerð í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og mælist til að tillagan verði auglýst skv. 31. gr. sömu laga, með fyrirvara um lagfæringar í samræmi við umræður sem fram fóru á fundinum. Skipulagfulltrúa er falið að senda Skipulagsstofnun skipulagstillöguna til yfirferðar í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga, áður en tillagan verður auglýst.

Málsnúmer6

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Deiliskipulag - Melanes ferðaþjónusta

Tekin fyrir tillaga að deiliskipulagi, Melanes ferðaþjónusta, dagsett 21. júní 2019.

Deiliskipulagið nær yfir tæplega 5 ha svæði innan jarðarinnar Melanes við Rauðasand í Vesturbyggð. Til stendur að skipuleggja lóðir undir ferðaþjónustu, bæði gistihús og gistiskála.

Skipulags- og umhverfisráð mælist til að bæjarstjórn samþykki tillöguna og mælist til að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um breytingar í takt við umræður á fundinum og þá samtímis verði auglýst aðalskipulagsbreyting um sama málefni.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Hjótur 1, Örlygshöfn, L139872 - Gerð deiliskipulags.

Tekið fyrir erindi Guðbjarts Á. Ólafssonar f.h. jarðarinnar Hnjóts 1, dagsett 17. júní 2019.

Í erindinu er sótt um að farið verði í vinnu við gerð deiliskipulags fyrir ferðaþjónustusvæði í landi Hnjóts 1.

Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í umsóknina en mælist til þess að jafnframt verði unnin skipulagslýsing í samræmi við 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Langahlíð 16A,B og 18A, Bíldudal. Umsókn um lóð.

Erindi frá Nýjatúni ehf. Í erindinu er sótt um óstofnaðar lóðir að Lönguhlíð 16A,B og 18A. Áform umsækjenda er að byggja allt að 10 - 12, 55 m2 íbúða fjölbýlishús á tveimur hæðum.

Lóðirnar standa í dag á svæði sem er skilgreint sem opið svæði til sérstakra nota, aðlaga þarf fyrirhugaða landnotkun að aðalskipulagi.

Skipulags- og umhverfisráð fagnar erindinu og leggur til við bæjarstjórn að lóðarúthlutunin verði samþykkt.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Langahlíð 9 og 11, Bíldudal. Umsókn um lóð.

Erindi frá Hrafnshól ehf. Í erindinu er sótt um óstofnaðar lóðir að Lönguhlíð 9 og 11 til byggingar á þriggja íbúða raðhúsi, tvær 76,6m2 og ein 95m2.

Lóðirnar standa í dag á svæði sem er skilgreint sem opið svæði til sérstakra nota, aðlaga þarf fyrirhugaða landnotkun að aðalskipulagi.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að úthlutunin verði samþykkt.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


8. Seftjörn. Umsókn um stofnun tveggja nýrra lóða.

Erindi frá Ríkiseignum. Í erindinu er óskað eftir stofnun tveggja nýrra lóða úr landi Seftjarnar, L139849 í Vesturbyggð. Sótt er um stofnun Seftjarnar-Hrófsnes 18,85ha að stærð, þar sem núverandi húsakostur jarðarinnar, mhl. 02, 04, 05, 06, 07 og 11, eru á nýju lóðinni. Einnig er sótt um stofnun Móatúns, 2,87ha að stærð þar sem núverandi húsakostur jarðarinnar, mhl. 10 er á nýju lóðinni. Erindinu fylgja mæliblöð sem og umsóknir.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti og vísar erindinu áfram til bæjarstjórnar.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


10. Íbúðarsvæði við Lönguhlíð, Bíldudal. Aðalskipulagsbreyting.

Vesturbyggð vinnur nú að breytingum á aðalskipulagi 2006-2018. Tekin er fyrir greinargerð og uppdráttur dagsett 22.júlí 2019. Um er að ræða endurupptöku á áður auglýstri breytingu sem hætt var við þar sem ekki lá fyrir staðfest hættumat af ofanflóðavörnum við Búðargil sem nú liggur fyrir.

Viðfangsefni breytingarinnar er að breyta afmörkun á íbúðarsvæði á Bíldudal við Lönguhlíð og stækka það nokkuð á kostnað opins svæðis sem er vannýtt.

Tillagan er samþykkt og skipulagsfulltrúa falið að auglýsa aðalskipulagsbreytinguna skv. 31 gr. skipulagslaga nr.123/2010.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

9. Tilmæli Örnefnanefndar vegna enskra nafna á íslenskum stöðum.

Lagt fram til kynningar bréf frá Örnefnanefnd Íslands, dags. 26. júlí 2019, þar sem Örnefnanefnd mælist til að brugðist verði við ef líkur eru á að ensk nöfn fari að festa sig í sessi á íslenskum ferðamannastöðum.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30