Hoppa yfir valmynd

Skipulags og umhverfisráð #68

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í Ráðhúsi Vesturbyggðar, 5. desember 2019 og hófst hann kl. 16:00

Nefndarmenn
  • Barði Sæmundsson (BS) aðalmaður
  • Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
  • Kristján Finnbogason (KF) varamaður
  • Ásdís Snót Guðmundsdóttir (ÁSG) varamaður
  • Jón Garðar Jörundsson (JGJ) aðalmaður
Starfsmenn
  • Elfar Steinn Karlsson (ESK) byggingafulltrúi
  • Óskar Örn Gunnarsson (ÓÖG) skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði
  • Elfar Steinn Karlsson byggingarfulltrúi

Óskar Örn Gunnarsson skipulagsfulltrúi er viðstaddur fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.

Almenn erindi

1. Íbúðarsvæði við Lönguhlíð, Bíldudal. Aðalskipulagsbreyting.

Tekin fyrir tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018, íbúðarsvæði við Lönguhlíð, Bíldudal. Tillagan var auglýst frá 9. septemeber til 21. október 2019. Engar athugsemdir bárust á auglýsingatíma.

Fyrir liggja umsagnir frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða, Veðurstofu Íslands og Minjastofnun. Umsagnir leiddu ekki til breytinga á tillögunni.

Skiplags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og að hún verði afgreidd skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Aðalskipulagsbreyting Melanes Rauðasandi

Tekin fyrir tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018, Melanes, á Rauðasandi. Tillagan var auglýst frá 4. október til 18. nóvember 2019.

Engar athugasemdir bárust en umsagnir bárust frá eftirfarandi aðilum:
Umhverfisstofnun, Minjastofnun, Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða og Ísafjarðarbæ.
Breytingar sem gerðar hafa verið á skipulagsgögnum eftir auglýsingu eru eftirfarandi:

- Umfjöllun í kafla hverfisvernd og náttúrufar var aukin þar sem fjallað er um þá náttúruþætti sem njóta verndar og eru á aðliggjandi svæðum við Rauðasand auk þess sem staðsetning þeirra og Melaness er sýnd á kortum.
- Nánari skilgreining á heimildum til uppbyggingar á ferðaþjónustu (V11) á Melanesi í töflu 2.3.4 þar sem meðal annars er tiltekið fjöldi gistirúma og yfirbragð mannvirkja.
- Í kafla 5. Umhverfismat er nánari umfjöllun um aðliggjandi svæði, viðkvæmni þeirra og leiðbeiningar til rekstraraðila ferðaþjónustunnar varðandi upplýsingar og leiðbeiningar til gesta á svæðinu.
- Skilgreint er nýtt vatnsból aðeins ofar í hlíðinni og fyrir liggur hnitsett mynd af nýju vatnsbóli.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og að hún verði afgreidd skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Til viðbótar liggur einnig fyrir umsókn frá Ólöfu Matthíasdóttur, dagsett 26. nóvember 2019, þar sem óskað er eftir því við sveitarfélagið Vesturbyggð að um 5 ha verði teknir úr landbúnaðarnotum sbr. jarðalög nr. 81/2004. Með umsókninni fylgir hnitsettur uppdráttur.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að sótt verði um leyfi til breyttar landnotkunar á svæðinu sbr. 6. gr. jarðalaga nr. 81/2004.

Málsnúmer6

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Deiliskipulag - Melanes ferðaþjónusta

Tekin fyrir tillaga að deiliskipulagi fyrir Melanes ferðaþjónustu. Tillagan var auglýst frá 4. október til 18. nóvember 2019 samhliða breytingu á aðalskipulagi. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma en umsagnir bárust frá eftirfarandi aðilum:
Umhverfisstofnun, Minjastofnun og Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða.
Fyrir liggur leiðréttur uppdráttur þar sem gerðar hafa verið breytingar á skipulagsgögnum til samræmis við umsagnir. Breytingar sem gerðar hafa verið á skipulagsgögnum eftir auglýsingu eru eftirfarandi:

- Umfjöllun um lagnir og vatnsból gerðar ítarlegri.
- Umfjöllun um umhverfisáhrif gerð ítarlegri.

Skiplags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og að hún verði afgreidd skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Dufansdalur Efri - Tilkynning um skógrækt

Tekið fyrir erindi Arnhildar Ásdísar Kolbeins og Þórarins Kristjáns Ólafssonar, dagsett 11. nóvember þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi til nytjaskógræktar á um 35 ha svæði í landi Dufansdals-Efri.

Með erindinu fylgir umsókn um framkvæmdaleyfi, tilkynning til sveitarfélagsins þar sem framkvæmdin fellur undir c-flokk framkvæmda skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000.

Samkvæmt gildandi aðalskipulagi er umbeðin framkvæmd að hluta innan landbúnaðarsvæðis þar sem skógrækt er heimil. Niðurstaða skipulags- og umhverfisráðs er að umbeðin framkvæmd sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum, því til grundvallar er útfyllt eyðublað af skipulagsfulltrúa um ákvörðun c-flokks framkvæmda.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að umbeðið framkvæmdaleyfi verði veitt að undangenginni grenndarkynningu fyrir aðliggjandi jörð og sumarhúsaeigendum á svæðinu.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Deiliskipulag Látrabjargs, breyting á uppdrætti S-3.

Tekin fyrir lýsing að breytingu á deiliskipulagi Látrabjargs, um er að ræða breytingu á veglínu fyrir færslu Örlygshafnarvegar suður fyrir Hvallátur á 1,7 km löngum kafla.

Þar sem um nýjan veg utan þéttbýlis á verndarsvæði er að ræða falla framkvæmdir sem breytingin fjallar um í B-flokk 1. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 (liður 10.09). Því skal það metið hvort framkvæmdirnar skulu háðar mati á umhverfisáhrifum skv. lögunum.

Skipulagslýsingin er samþykkt og skipulagsfulltrúa falið að óska umsagnar og auglýsa lýsinguna skv. 40 gr. skipulagslaga nr.123/2010.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Brjánslækur. Umsókn um stofnun lóðar.

Erindi frá Ríkiseignum. Í erindinu er óskað eftir stofnun 2,4ha lóðar úr landi Brjánslækjar 1, L139787 í Vesturbyggð. Erindinu fylgir mæliblað sem og umsókn.

Skipulags og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

7. Framleiðsluaukning á Bíldudal - fyrirspurn um matsskyldu

Lagt fram til kynningar greinagerð Skipulagsstofnunar dags. 29. nóvember 2019 um ákvörðun á matsskyldu vegna framleiðsluaukningar Íslenska kalkþörungafélagsins á Bíldudal.

Niðurstaða Skipulagsstofnunar er sú að fyrirhuguð framkvæmd sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. þau viðmið sem tilgreind eru í 2. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Málsnúmer6

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:50