Hoppa yfir valmynd

Skipulags og umhverfisráð #70

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í Ráðhúsi Vesturbyggðar, 12. mars 2020 og hófst hann kl. 16:00

Nefndarmenn
  • Barði Sæmundsson (BS) aðalmaður
  • Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
  • Jóhanna Gísladóttir (JG) aðalmaður
  • Jón Garðar Jörundsson (JGJ) aðalmaður
Starfsmenn
  • Elfar Steinn Karlsson (ESK) byggingafulltrúi
  • Óskar Örn Gunnarsson (ÓÖG) skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði
  • Elfar Steinn Karlsson byggingarfulltrúi

Óskar Örn Gunnarsson skipulagsfulltrúi og Friðbjörg Matthíasdóttir voru viðstödd fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.

Almenn erindi

1. Strandgata 10-12. Umsókn um byggingarleyfi, vatnshreinsistöð.

Erindi frá Arnarlax hf, dags. 14.febrúar 2020. Í erindinu er sótt um að fá að bæta við þriðja tankinum undir meltu við NV-horn meltu- og vatnshreinsistöðvar við Strandgötu 10-12 á Bíldudal. Áður var búið að samþykkja uppsetningu á þremur tönkum, tveimur undir meltu og einum jöfnunartanki fyrir vatnshreinsistöð. Erindinu fylgir uppdráttur unnin af hugsjón, dags. 14.02.2020.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti með fyrirvara um jákvæða niðurstöðu grenndarkynningu og vísar erindinu áfram til hafna- og atvinnumálaráðs.

Málsnúmer5

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Patrekshöfn, umsókn um lóð undir meltutank.

Erindi frá Arctic Protein ehf, dags. 11. mars 2019. Í erindinu er sótt um að heimild til að breyta deiliskipulagi við Patrekshöfn. Breytingin felur í sér breytta afmörkun lóða sem skapar svæði undir meltutanka. Umsókninni fylgir breytingartillaga að deiliskipulagi, unnin af Landmótun, dags. 4. mars 2020.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir tillöguna fyrir sitt leiti og vísar erindinu áfram til hafna- og atvinnumálaráðs.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Leyfi landeiganda eða annara rétthafa utan skipulagðra tjaldsvæða - Félag húsbílaeigenda

Erindi frá félagi húsbílaeigenda dags. 18 febrúar 2020, þar sem óskað er leyfis landeigenda vegna notkunar tjaldvagna, fellihýsa, hjólhýsa og húsbíla utan
skipulagðra tjaldsvæða.

Skipulags- og umhverfisráð hafnar erindinu fyrir sitt leyti og vísar því áfram til bæjarráðs.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:40