Hoppa yfir valmynd

Skipulags og umhverfisráð #71

Fundur haldinn í fjarfundi, 16. apríl 2020 og hófst hann kl. 16:00

Nefndarmenn
  • Barði Sæmundsson (BS) aðalmaður
  • Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
  • Jóhann Pétur Ágústsson (JPÁ) aðalmaður
  • Jóhanna Gísladóttir (JG) aðalmaður
  • Jón Garðar Jörundsson (JGJ) aðalmaður
Starfsmenn
  • Elfar Steinn Karlsson (ESK) byggingafulltrúi
  • Óskar Örn Gunnarsson (ÓÖG) skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði
  • Elfar Steinn Karlsson byggingarfulltrúi

Fundur haldinn í fjarfundi.

Almenn erindi

1. Framkvæmdir við Sauðlauksdalskirkju.

Framkvæmdin var grenndarkynnt frá 20. nóvember til 19. desember 2019. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma.

Framkvæmdaraðili hafði óskað umsagnar Minjastofnunar vegna framkvæmdarinnar með tölvupósti dags. 8. nóvember 2019. Bréf barst frá Minjastofnun dags. 27. janúar 2020 varðandi fyrirhugaða framkvæmd, Í bréfinu er vakin athygli á því að nauðsynlegt sé að fornleifafræðingur verði fenginn til að gera fornleifakönnun á svæðinu. Þá er lagður fram tölvupóstur frá Minjastofnun dags. 15. apríl 2020 þar sem tilkynnt er að stofnunin muni ekki afgreiða málið fyrr en greinagerð fornleifafræðings liggur fyrir og hefur verið staðfest af stofnuninni.

Greinagerð fornleifafræðings er í vinnslu.

Afgreiðslu málins frestað.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Deiliskipulag fyrir fiskeldi - Seftjörn.

Tekin fyrir beiðni Kristínar Ósk Matthíasdóttur um deiliskipulag. Meðfylgjandi beiðni er tillaga að deiliskipulagi, en stærð þess er 1,9 ha og nær yfir núverandi mannvirki og næsta umhverfi fiskeldisstöðvarinnar á Seftjörn lóð 1 Þverá, Barðaströnd. Umrætt svæði er innan friðlands Vatnsfjarðar skv. auglýsingu nr. 96/1975 en þar kemur fram að mannvirkjagerð og jarðrask og hvers konar breytingar á landi séu háðar leyfi Umhverfisstofnunar.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir beiðnina og tillögu að deiliskipulagi með þeim breytingum sem rætt var um á fundinum til auglýsingar skv. 40. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan verði auglýst samhliða breytingu á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 sem er í vinnslu.

Málsnúmer12

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Aðalskipulagsbreyting - Seftjörn fiskeldi

Tekin fyrir skipulagslýsing vegna breytingar á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 vegna fiskeldis. Breytingin fjallar um skilgreiningu á nýju iðnaðarsvæði undir starfsemi Eldisvarrar ehf. á Seftjörn lóð 1 við Þverá á Barðaströnd.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir lýsinguna og leggur til við bæjarstjórn að heimila að skipulagslýsing verði kynnt opinberlega skv. skipulagslögum nr.123/2010. Skipulagslýsing verði tekin til meðferðar í samræmi við 40. gr. í skipulagslaga nr. 123/2010.

Málsnúmer12

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Kortlagning beitilanda sauðfjár - Landgræðslan

Erindi frá Landgræðslunni. Landgræðslan er að fara að kynna ástandsmat gróðurs og jarðvegs á öllu Íslandi og samhliða því hefur Landgræðslan einnig verið að kortleggja þau svæði sem eru nýtt fyrir sauðfjárbeit og þau svæði sem ekki geta flokkast sem beitilönd. Eftirfarandi skilgreiningar voru notaðar í vinnuna:

1. Beitarsvæði: Öll þau svæði þar sem engar takmarkanir eru á beit á hefðbundnum beitartíma.

2. Landgræðslugirðingar: Þau svæði sem Landgræðslan hefur umsjón með og eru friðuð fyrir sauðfjárbeit með girðingum sem eru á ábyrgð stofnunarinnar. Þarna eiga sér oftast stað uppgræðslur

3. Friðuð svæði fyrir beit: Svæði þar sem sauðfjárbeit er takmörkuð s.s. vegna landgræðslustarfs, skógræktar, byggðar o.s.frv. Einnig eru undir þessum flokki svæði þar sem beitarstýring á sér stað vegna gæðastýrðar sauðfjárframleiðslu en það fé sem finnst þar er skorið eða haldið heima.

4. Fjárlítil og fjárlaus svæði: Svæði sem sauðfé gengur almennt ekki á vegna landfræðilegra aðstæðna og því ekki smöluð skv. fjallskilum.

Óskað er eftir rýni sveitarfélagsins á fyrirliggjandi kortagögnum og athugasemdum þeim tengdum ef einhverjar eru. Kortið er ennþá á vinnustigi en verður gefið út með formlegum hætti ásamt stöðumatinu á næstu misserum.

Skipulags- og umhverfisráð vísar erindinu til fjallskilanefndar Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Breyting á aðalskipulagi Vesturbyggðar - Örlygshafnarvegur um Hvallátur.

Tekin fyrir skipulags- og matslýsing vegna breytingar á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 vegna breyttrar legu Örlygshafnarvegar um Hvallátur.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir lýsinguna og leggur til við bæjarstjórn að heimila að skipulags- og matslýsing verði kynnt opinberlega skv. skipulagslögum nr.123/2010 og lögum um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Skipulags- og matslýsing verði tekin til meðferðar í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Málsnúmer6

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00