Hoppa yfir valmynd

Skipulags og umhverfisráð #72

Fundur haldinn í símafundi, 14. maí 2020 og hófst hann kl. 16:00

Nefndarmenn
  • Barði Sæmundsson (BS) aðalmaður
  • Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
  • Jóhanna Gísladóttir (JG) aðalmaður
  • Jón Garðar Jörundsson (JGJ) aðalmaður
Starfsmenn
  • Elfar Steinn Karlsson (ESK) byggingafulltrúi
  • Óskar Örn Gunnarsson (ÓÖG) skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði
  • Elfar Steinn Karlsson byggingarfulltrúi

Jóhann Pétur Ágústsson boðaði forföll og ekki náðist að boða varamann.

Almenn erindi

1. Strandgata 10-12. Umsókn um byggingarleyfi, vatnshreinsistöð.

Tekið fyrir eftir auglýsingu breyting á deiliskipulagi Bíludalshafnar, aukið nýtingarhlutfall.
Breytingartillagan var grenndarkynnt fyrir nærliggjandi lóðarhöfum með athugasemdafrest til 28. apríl 2020, þ.e. Íslenska kalkþörungafélaginu, Skrímslasetrinu og sóknarnefnd Bíldudalssóknar. Athugasemd barst frá Skrímslasetrinu og frá Kalkþörungaverksmiðjunni. Athugasemdir leiddu ekki til efnislegra breytinga á tillögunni en þess verður gætt við uppsetningu að samráð verði haft við nærliggjandi lóðarhafa um bestu mögulega útfærslu.

Skipulags- og umhverfisráð tekur undir athugasemdir Skrímslaseturs varðandi frágang og mögulega lyktarmengun. Eins þarf að tryggja að lekavarnir og þró séu fullnægjandi svo ekki sé hætta á að meltan berist yfir á nærliggjandi svæði verði óhapp í stöðinni. Ennfremur ítrekar ráðið áherslu á að góð umgengni verði höfð að leiðarljósi á athafnasvæði stöðvarinnar.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrir sitt leyti að tillagan fái málsmeðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og beinir málinu til hafna- og atvinnumálaráðs.

Málsnúmer5

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Leiksvæði á Patreksfirði við íþróttavöll - Aðalstræti 5.

Erindi frá Sigríði Gunnarsdóttur dags. 5. maí 2020. Erindið er sent f.h. hóps sem áhugasamur er að koma upp leiksvæði á lóðinni bakvið Ólafshús, Aðalstræti 5 450 Patreksfirði. Samþykki lóðarhafa liggur fyrir.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið með fyrirvara um grenndarkynningu. Samþykkt að grenndarkynna verkefnið fyrir eigendum Aðalstrætis 3 og 7, sem og fræðslu- og æskulýðsráði.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Brunnar 10, Bílastæði.

Erindi frá Hlyn F. Halldórssyni dags. 6. maí 2020. Í erindinu er sótt um leyfi til að útbúa bílastæði neðan við Brunna 10, Patreksfirði. Aðkoma að bílastæði yrði því frá Brunnum. Erindinu fylgir teikning er sýnir fyrirkomulag bílastæðisins.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Hagi II - umsókn um stöðuleyfi

Erindi frá Haraldi Bjarnasyni og Maríu Úlfasdóttur, Haga II Barðaströnd, dags. 22. apríl 2020. Í erindinu er sótt um stöðuleyfi fyrir frístundahúsi sem til stendur að koma upp á lóðinni Hagi II, L201209. Erindinu fylgja uppdrættir og myndir af húsinu, en það er á framkvæmdarstigi.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir veitingu stöðuleyfis til 12 mánaða, jafnframt hvetur ráðið framkvæmdaraðila til að huga að deiliskipulagningu svæðisins.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Hagabúð - umsókn um byggingarleyfi

Erindi frá Maríu K. Fernandez og Gesti M. Þráinssyni, dags. 12. maí 2020. Í erindinu er sótt um byggingarleyfi fyrir sumarhúsi að Hagabúð, 451 Vesturbyggð. Erindinu fylgja aðaluppdrættir unnir af tvíeyki ehf, dags. 8. maí 2020.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir byggingaráformin með fyrirvara um grenndarkynningu vegna nálægðar við aðliggjandi jarðir. Í grenndarkynningu skal einnig gera ráð fyrir aðkomu að frístundahúsinu.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Innri Miðhlíð - Ósk um leyfi til niðurrifs.

Erindi frá Þórhildi Jóhannesdóttur Innri-Miðhlíð, Barðaströnd dags. 6. maí 2020. Í erindinu er sótt um leyfi til niðurrifs á útihúsum á jörðinni Innri-Miðhlíð L139844. Um er að ræða 5 matshluta að heildarstærð 523,6 m2. Hluti af byggingunum er nú þegar fokinn, fyrirhugað er að rífa byggingarnar nú í sumar/haust.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Formlegt erindi vegna umhverfisvottunar Vestfjarða

Erindi frá Maríu H. Maack verkefnisstjóra Náttúrustofu Vestfjarða fyrir Umhverfisvottun Vestfjarða, Earthcheck dags. 6. maí 2020. Erindi vísað til skipulags- og umhverfisráðs frá 895. fundi bæjarráðs Vesturbyggðar sem haldinn var 12. maí 2020. Erindið er í 4. liðum og er fyrstu 3. liðunum beint til skipulags- og umhverfisráðs.

Í 1. lið er óskað eftir staðfestingu á fulltrúum í græna teymið.

Í 2. lið er óskað eftir upplýsingum um stöðu mála er varða aðgerðir sem falla undir umhverfisvottunina.

Í 3. lið er óskað eftir því að sveitarfélagið taki til umræðu og meðferðar áhættumat vegna loftslagsvár, eins og þær ógnir sem geta stafað af breytingum á veðurfari, t.d. minni / meiri úrkomu, hærri sjávarflóð og sjávarstaða, ofsakenndari og tíðari ofsaveður.

1. Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að Davíð Rúnar Gunnarsson verði áfram fulltrúi Vesturbyggðar í Græna teyminu.

2. Skipulags- og umhverfisráð fór yfir töflu um aðgerðir og óskar eftir að fá fulltrúa Vesturbyggðar í Græna teyminu og sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs inn á næsta fund ráðsins til að ræða aðgerðaráætlunina.

3. Skipulags- og umhverfisráð vísar áhættumati vegna loftslagsvár til vinnuhóps um endurskoðun aðalskipulags Vesturbyggðar.

Málsnúmer5

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


8. Ósk um breytingu á aðalskipulagi VB vegna nýs Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði og Bíldudalsvegar

Tekið fyrir erindi Vegagerðarinnar, dagsett 24. apríl 2020. Í erindinu er óskað eftir að hafin verði vinna við að breyta Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 vegna nýs Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði frá Tröllahálsi að sveitarfélagamörkum Ísafjarðabæjar sem og Bíldudalsvegar frá Bíldudalsflugvelli að vegamótum við Vestfjarðaveg.
Skipulags- og umhverfisráð vill benda á að vinna við endurskoðun aðalskipulags er í gangi og í þeirri vinnu verða nýjar veglínur settar inn og því ekki talin þörf á að breyta gildandi aðalskipulagi. Í tillögu að samgönguáætlun fyrir árið 2020-2024 er gert ráð fyrir fjárveitingum til upphafs framkvæmda við nýjan Vestfjarðaveg árið 2020 og ætti endurskoðun ekki að tefja fyrir þeim framkvæmdum þar sem hægt sé að hefja undirbúning og veita framkvæmdaleyfi á stórum hluta leiðarinnar á þeim stöðum þar sem vegurinn víkur ekki frá gildandi aðalskipulagi. Skipulags- og umhverfisráð fagnar áformum Vegagerðarinnar um vegabætur á Dynjandisheiði sem löngu eru orðnar tímabærar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


9. Gerð strandsvæðisskipulags á Vestfjörðum

Erindi frá Skipulagsstofnun dags. 8. maí 2020. Í erindinu lögð fram til kynningar lýsing fyrir gerð strandsvæðisskipulags á Vestfjörðum, ennfremur er óskað eftir ábendingum um nálgun og efnistök í skipulagsvinnunni, frestur til að gera athugasemdir er til 1. júní 2020.

Skipulags- og umhverfisráð fagnar því að farin sé af stað löngu tímabær vinna við gerð strandsvæðaskipulags og þess samráðs sem fyrirhugað er við vinnslu þess. Mjög mikilvægt er að sveitarfélög hafi eitthvað um landnotkun utan netlaga að segja þar sem umsvif á strandsvæðum hafa aukist til muna á síðustu árum s.s. vegna fiskeldis, ferðaþjónustu og efnistöku.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


10. Ósk um umsögn um skipulagsýsingu v. endurskoðunar aðalskipulags Ísafjarðabæjar

Erindi frá skipulagsfulltrúa Ísafjarðarbæjar dags. 16. apríl 2020. Í erindinu er óskað umsagnar varðandi skipulagslýsingu vegna endurskoðunar á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar.

Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við lýsingu og telur að í henni komi ágætlega fram hverjar helstu áherslur eru í endurskoðuninni. Vesturbyggð áskilur sér rétt að gera athugasemdir á seinni stigum og vill benda á náið samráð um einstaka þætti sem snerta sameiginlega hagsmuni sveitarfélaganna.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


11. Rauðsdalur - Tjaldsvæði.

Erindi frá Gísli Á. Gíslasyni, Rauðsdal Barðaströnd dags. 13. maí 2020. Í erindinu er sótt um leyfi fyrir tjaldsvæði við Reiðskörð í landi Rauðsdals, Barðaströnd. Samhliða er sótt um stöðuleyfi fyrir salernisgám í tengslum við tjaldsvæðið. Erindinu fylgir greinagerð dags. maí 2020 sem og teikningar af fyrirhuguðu tjaldsvæði dags. 13.maí 2020.

Rauðsdalur er skilgreindur sem verslunar- og þjónustusvæði/ bændagisting skv. gildandi aðalskipulagi og samræmist fyrirhugað tjaldsvæði þeirri flokkun.

Skipulags og umhverfisráð samþykkir fyrirhugað tjaldsvæði sem og veitingu stöðuleyfis fyrir salernisgám til 12 mánaða með fyrirvara um jákvæða umsögn Minjavarðar Vestfjarða vegna mögulegs jarðrasks við framkvæmdina. Skila skal inn teikningu með fyrirhugaðri staðsetningu rotþróar. Skipulags- og umhverfisráð leggur áherslu á að umsækjandi fari í framhaldinu í gerð deiliskipulags fyrir ferðaþjónustuna í Rauðsdal fyrir framtíðaruppbyggingu.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:57