Hoppa yfir valmynd

Skipulags og umhverfisráð #73

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 11. júní 2020 og hófst hann kl. 08:30

Nefndarmenn
  • Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
  • Jóhann Pétur Ágústsson (JPÁ) aðalmaður
  • Jóhanna Gísladóttir (JG) aðalmaður
  • Jón Garðar Jörundsson (JGJ) aðalmaður
  • Kristján Finnbogason (KF) varamaður
Starfsmenn
  • Elfar Steinn Karlsson (ESK) byggingafulltrúi
  • Óskar Örn Gunnarsson (ÓÖG) skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði
  • Elfar Steinn Karlsson byggingarfulltrúi

Óskar Örn Gunnarsson, skipulagsfulltrúi er viðstaddur í gegnum fjarfundarbúnað.

Almenn erindi

1. Aðalskipulagsbreyting - Seftjörn fiskeldi

Tekið fyrir bréf Skipulagsstofnunar, dagsett 2. Júní 2020. Um er að ræða svarbréf Skipulagsstofnunar við erindi Vesturbyggðar þar sem óskað var eftir umsögn vegna lýsingar vegna breytingar á aðalskipulagi Vesturbyggðar við Þverá í Vatnsfirði.

Fyrir liggur einnig tillaga að breytingu á aðalskipulagi sem og deiliskipulag. Samkvæmt erindi Skipulagsstofnunar þarf áður en tillögurnar eru samþykktar að fara fram tilkynning um framkvæmdina skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Í svarbréfi Skipulagsstofnunar kemur einnig fram að framkvæmdin sem fjallað er um í breytingunni á aðalskipulagi fellur undir flokk 1.11 eða 1.12 í 1. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum. Skipulagsstofnun mælir því með því að samhliða breytingu á aðalskipulagi og gerð deiliskipulags verði unnin tilkynning um framkvæmdina og samnýta þannig gögn og upplýsingar sem nýst geta fyrir skilmálagerð skipulagsvinnunnar.

Málsnúmer12

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Breyting á aðalskipulagi Vesturbyggðar - Örlygshafnarvegur um Hvallátur.

Tekin fyrir breyting á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018, vegna breyttrar legu Örlygshafnarvegar um Hvallátur. Uppdráttur og greinargerð, dagsett 5. júní 2020.
Um er að ræða breytingu á veginum sem í dag liggur í gegnum sumarhúsabyggðina við Hvallátur en gerð er tillaga um að vegurinn verði færður suður fyrir Hvallátur á 1,7 km löngum kafla.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu og greinargerð í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna skv. 31. gr. sömu laga. Skipulagfulltrúa er falið að senda Skipulagsstofnun skipulagstillöguna til yfirferðar í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga, áður en tillagan verður auglýst.

Málsnúmer6

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Deiliskipulag Látrabjargs, breyting á uppdrætti S-3.

Tekin fyrir breyting á deiliskipulagi Látrabjargs, vegna breyttrar legu Örlygshafnarvegar um Hvallátur. Uppdráttur og greinargerð, dagsett 5. júní 2020.
Um er að ræða breytingu á veginum sem í dag liggur í gegnum sumarhúsabyggðina við Hvallátur en gerð er tillaga um að vegurinn verði færður suður fyrir Hvallátur á 1,7 km löngum kafla.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu og greinargerð í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna skv. 41. gr. sömu laga, samhliða breytingu á aðalskipulagi sama efnis.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Örlygshafnarvegur um Látravík, Vesturbyggð. Beiðni um umsögn - MÁU.

Lagt fram bréf frá Skipulagsstofnun, dags. 29. apríl 2020. Í erindinu er óskað umsagnar um tilkynningu Örlygshafnarvegar um Látravík í samræmi við 6. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000.

Skipulags- og umhverfisráð telur að á fullnægjandi hátt sé gerð grein fyrir fyrirhugaðri framkvæmd, umhverfi hennar, umhverfisáhrifum og mati framkvæmdaaðila á þeim og gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaðar aðgerðir á framkvæmdatíma.

Skipulags- og umhverfisráð vill benda á að framkvæmdin er háð framkvæmdaleyfi bæjarstjórnar samkvæmt 13. gr. skipulagslaga. Eftir atvikum þarf einnig að sækja um leyfi til Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða vegna uppsetningu vinnubúða sbr. Reglugerð nr. 724/2008 m.s.br. um hávaða og einnig reglugerð 785/1999 um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun eða skv. hollustuháttareglugerð nr. 941/2002 og matvælalögum. Framkvæmdin þarf að vinnast í samræmi við lög um Vinnueftirlitið, þ.e. lög nr. 46/2008 m.s.br. um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Fremri Hvesta - Skógræktaráform

Lagt fram ódagsett erindi Jóns Bjarnasonar, Hvestu. Í erindinu er sótt um framkvæmdaleyfi vegna fjölnytjaskógræktar í landi Fremri-Hvestu á 51,6 ha svæði.

Fyrir liggur ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu dags. 19. maí 2020. Niðurstaða Skipulagsstofnunar er sú að framkvæmdin er ekki talin líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og er því ekki háð mati á umhverfisráhrifum.

Fram kemur í greinargerð framkvæmdaraðila að fyrirhuguð skógrækt er á láglendi frá um 2 m.y.s og teygir sig hæst í um 60 m.y.s. upp í fjallsrætur. Lögð verður áhersla á að láta skóginn falla vel að landslagi og verður það gert með því að láta línur í landslagi ráða útmörkum skógarins, eins og milli tegunda innan hans. Í jöðrum verða gróðursetningarnar hafðar gisnar og blandaðar tegundum til að mýkja ásýnd skógarins og gera hana náttúrulegri.

Í frekari upplýsingum frá framkvæmdaraðila kemur fram að landeigandi mun gróðursetja innlendar
trjátegundir í bland við aðrar tegundir sem líklegri eru til þess að framleiða nytjavið og tegundir sem
líklegar eru til þess að binda meira kolefni.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 enda liggur fyrir ákvörðun um matsskyldu, dagsett 19. maí 2020 þar sem framkvæmdin er ekki talin hafa umtalsverð umhverfisáhrif.

Framkvæmdin er í samæmi við gildandi Aðalskipulag Vesturbyggðar 2006-2018 um skógrækt á landbúnaðarsvæðum.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Uppsetning minnisvarða við Bíldudalskirkju

Erindi frá Gunnlaugi F. Gunnlaugssyni, ódags. Í erindinu er sótt um leyfi til að reisa minnisvarða um áhöfn og farþega sem fórust með Þormóði 18. febrúar 1943, sem er skjöldur festur á stuðlaberg. Minnisvarðinn er gjöf frá afkomendum. Erindinu fylgir samþykki sóknarnefndar fyrir því að minnisvarðinn verði settur upp á lóð Bíldudalskirkju við hana norðanverða.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið, endanleg staðsetning skal valin í samráði við byggingarfulltrúa.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Sauðlauksdalur lnr. 139917- Ósk um stofnun nýrrar lóðar

Erindi frá Ríkiseignum dags. 25. maí. Í erindi er sótt um stofnun lóðar umhverfis matshl 09 og 13, véla/verkfærageymslu og geymslu í landi Sauðlauksdals, L139917. Fyrirhuguð lóð er 634m2 að stærð. Erindinu fylgir lóðaruppdráttur er sýnir afmörkun lóðarinnar.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


8. Mikladalsvegur 11, umsókn um stækkun lóðar.

Erindi frá MV 11 ehf, dags. 8. júní. Í erindinu er sótt um stækkun lóðar við Mikladalsveg 11. Óskað er eftir um 1270m2 stækkun lóðar til norðurs og er stækkunin hugsuð sem aukið athafnasvæði og geymslusvæði við fasteignina. Ennfremur er óskað leyfis til að halda áfram með gerð jarðvegsmanar og gróðursetningu gróðurs norðan og austan við húsið. Erindinu fylgir rissteikning er sýnir umbeðið svæði.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt en vekur athygli umsækjenda á því að ef ekki eigi að byggja á lóðinni þá reiknast gatnagerðargjald í samræmi við fermetrafjölda þeirrar bygginga sem heimilt væri að reisa á sameinaðri lóð skv. samþykkt um gatnagerðargjald í Vesturbyggð.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


9. Járnhóll 13 og 15. Umsókn um lóð.

Erindi frá Lás ehf, dags. 5. júní. Í erindinu er sótt um lóðir nr. 13 og 15 við Járnhól á skipulögðu iðnaðar- og hesthúsasvæði á Bíldudal, fyrirtækið er með sameinaða lóð 14 og 16 við Járnhól á leigu þar sem standa yfir byggingarframkvæmdir við nýja steypustöð en fyrirtækið þarfnast frekara athafnapláss fyrir starfsemina.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt en vekur athygli umsækjenda á því að ef ekki eigi að byggja á lóðunum þá reiknast gatnagerðargjald í samræmi við fermetrafjölda þeirrar bygginga sem heimilt væri að reisa á lóðunum skv. samþykkt um gatnagerðargjald í Vesturbyggð.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


10. Fjósadalsá 2, umsókn um lóð.

Erindi frá Grétari J. Guðmundssyni og Önnu Jónu Árnadóttur dags. 8. júní. Í erindinu er óskað eftir úthlutaðri lóð undir fjárhús við Fjósadalsá 2 en enginn lóðarleigusamningur er í gildi vegna lóðarinnar.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði að leigja út lóð undir mannvirkið í takt við tillögu byggingarfulltrúa sem fylgir erindinu.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


11. Strandgata 17A. Ósk um nýjan lóðarleigusamning, breytt stærð lóðar.

Erindi frá Ólöfu Helgadóttur og Jóni Birgi Jóhannssyni, dags. 7 júní. Í erindinu óskað eftir endurnýjuðum lóðarleigusamningi og stækkun lóðar við Strandgötu 17A, Patreksfirði. Erindinu fylgir teikning er sýnir umbeðna stækkun. Stækkunin er í samræmi við gildandi deiliskipulag fyrir svæðið.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


12. Ósk um staðsetningu bráðabirgða aðstöðu.

Erindi frá Vesturbyggð, sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs, dags. 5. júní. Í erindinu er óskað eftir áliti og leyfi Skipulags- og umhverfisráðs á staðsetningu gámahúsnæðis til bráðabirgða, á uppfyllingu neðan Hafnarbrautar Bíldudal. Tilefni beiðninnar er að þjónustumiðstöðin á Bíldudal hefur í nokkur ár verið staðsett í húsnæði Skrímslasetursins, en mun fara úr þeirri aðstöðu í haust.

Horft er til þess að staðsetja allt að 60fm gámaeiningar á svæðinu til bráðabirgða og verður fjarlægt um leið og framtíðarhúsnæði verður fundið á Bíldudal, vonir standa til að nýja landfyllingin við hafnarsvæðið muni rúma það svæði sem þjónustumiðstöð þarf.

Sótt er um leyfi til 12 mánaða með framlengingu í huga, þar sem sýnt þykir að framkvæmdatími nýs áhaldahúss þurfi rýmri tíma. Erindinu fylgir teikning er sýnir fyrirhugaða staðsetningu.

Skipulags- og umhverfisráð telur staðsetninguna ekki ákjósanlega og frestar erindinu. Ráðið óskar eftir því að sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs leiti annarra lausna í samráði við byggingarfulltrúa.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


13. Tungumúli, ósk um breytta skráningu.

Erindi frá Hákoni Bjarnasyni, Tungumúla dags. 9. júní. Í erindinu er óskað eftir breyttri skráningu á eign umsækjenda á Tungumúla, L223387. Húsið er byggt 1930 og er í dag skráð sem sumarbústaður, óskað er eftir að fá húsið skráð sem íbúðarhús og samsvarandi breytingu á skráningu lóðar.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


14. Framkvæmdaleyfi. Strenglögn innan þéttbýlis Bíldudal

Erindi frá Orkubúi Vestfjarða dags 5. júní. Í erindinu er sótt um framkvæmdaleyfi vegna stækkunar flutningsleiðar frá aðveitustöð niður að hafnarsvæði á Bíldudal. Auka þarf fjölda strengja til að flytja raforkuna. Er þetta tilkomið vegna óska Kalkþörungaverksmiðjunnar eftir auknu afli.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um jákvæða umsögn Minjavarðar. Nákvæma legu strengja skal ákveða í samráði við Vesturbyggð og aðliggjandi lóðarhafa. Vanda skal við frágang eftir framkvæmdir, leggja áherslu á að hafa framkvæmdatíman sem stystan og í samráði við nærliggjandi hagsmunaaðila.

Einnig kallar ráðið eftir uppmælingu af legu strengsins í heild þegar framkvæmd er lokið.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


15. Framkvæmdaleyfi. Strenglögn við Járnhól, Bíldudal.

Erindi frá Orkubúi Vestfjarða, ódagsett. Í erindinu er sótt um framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðrar hverfisspennustöðvar og háspennulagnar frá jarðspennistöð sem staðsett er við afleggjara að Hóli á Bíldudal.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um að jákvæð umsögn Minjavarðar liggi fyrir sem og umsögn Vegagerðarinnar þar sem strengurinn mun þvera Bíldudalsveg.

Einnig kallar ráðið eftir uppmælingu af legu strengsins í heild þegar framkvæmd er lokið.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


16. Dalbraut 56. Fyrirspurn vegna bílskúrs.

Jón Garðar Jörundsson vék af fundi.

Fyrirspurn frá Jörundi Garðarssyni, dags. 9. júní. Í erindinu er óskað eftir afstöðu skipulags- og umhverfisráðs um hvort nokkuð sé því til fyrirstöðu að byggja á lóðinni að Dalbruat 56 tvöfaldan bílskúr líkt og fylgiskjöl sýna.

Erindinu fylgir afstöðumynd og útlitsteikning af tvöföldum bílskúr.

Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í erindið en það yrði að kynna fyrir aðliggjandi lóðarhafa að Dalbraut 54 áður en til útgáfu byggingarleyfis kæmi.

Jón Garðar Jörundsson kom aftur inn á fund.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:00