Hoppa yfir valmynd

Skipulags og umhverfisráð #75

Fundur haldinn í fjarfundi, 14. ágúst 2020 og hófst hann kl. 16:00

Nefndarmenn
  • Barði Sæmundsson (BS) aðalmaður
  • Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
  • Jóhann Pétur Ágústsson (JPÁ) aðalmaður
  • Jóhanna Gísladóttir (JG) aðalmaður
  • Jón Garðar Jörundsson (JGJ) aðalmaður
Starfsmenn
  • Elfar Steinn Karlsson (ESK) byggingafulltrúi

Fundargerð ritaði
  • Elfar Steinn Karlsson byggingarfulltrúi

Almenn erindi

1. Vestfjarðavegur (60) um Dynjandsheiði, Penna - Þverdalsvatn - umsókn um framkvæmdaleyfi

Lagt fram erindi Vegagerðarinnar frá 10. júlí 2020 þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi til Vesturbyggðar skv. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir byggingu Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði um Penningsdal ofan við Pennuá og upp fyrir Þverdalsvatn, um 5.7km leið. Álit Skipulagsstofnunar um heildarframkvæmdina liggur fyrir dagsett 3. júlí 2020. Í umsókninni er einungis verið að sækja um leyfi fyrir hluta framkvæmdar sem er í samræmi við gildandi aðalskipulag Vesturbyggðar 2006-2018 og er óháð þeim valkostum sem lagðir hafa verið fram um Vatnsfjörð og Flókalund upp Penningsdal. Efni í framkvæmdina verður sótt í skeringar og meðfram vegi.

Meðfylgjandi umsókninni er framkvæmdalýsing og uppdrættir af fyrirhuguðum framkvæmdasvæðum.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Dufansdalur Efri - Umsókn um framkvæmdaleyfi, lagnaleið.

Erindi frá Þórarni K. Ólafssyni og Arnhildi Ásdísi Kolbeins dags 15. júlí 2020. Í erindinu er sótt um framkvæmdaleyfi vegna lagningar 2 km háspennustrengs fyrir 11 kV dreifingu fyrir Dufansdal Efri sem og frístundabyggð í Dufansdal. Strengleiðin mun að hluta til fara um land Dufansdals Neðri og mun verða fengin heimild landeiganda fyrir því að plægja lögnina niður, þar sem hún þverar mela og neðsta hluta í túni býlisins. Með framkvæmdaleyfisumsókninni fylgdi yfirlitsuppdráttur af strengleiðinni og framkvæmdalýsing.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar skriflegt samþykki landeiganda og jákvæð umsögn Minjavarðar og Fiskistofu liggja fyrir. Einnig kallar ráðið eftir uppmælingu af legu strengsins í heild þegar framkvæmd er lokið. Framkvæmdaraðili skal gæta þess að rask á framkvæmdasvæðinu verði lágmarkað og vel gengið frá eftir framkvæmdir.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Langahlíð 16A. Umsókn um byggingarleyfi.

Erindi frá Hrafnshól ehf, dags. 12. ágúst. Í erindinu er sótt um byggingarleyfi fyrir 257,4 m2 fjögurra íbúða húsi á tveimur hæðum að Lönguhlíð 16A, Bíldudal. Erindinu fylgja teikningar unnar af Studio F - arkitektum, dags. 21.07.2020.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir byggingaráformin með fyrirvara um jákvæða niðurstöðu grenndarkynningar. Ráðið felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna framkvæmdina fyrir aðliggjandi lóðarhöfum. Útfæra þarf bílastæði fyrir húsin fyrir grenndarkynningu.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Langahlíð 16B. Umsókn um byggingarleyfi.

Erindi frá Hrafnshól ehf, dags. 12. ágúst. Í erindinu er sótt um byggingarleyfi fyrir 257,4 m2 fjögurra íbúða húsi á tveimur hæðum að Lönguhlíð 16B, Bíldudal. Erindinu fylgja teikningar unnar af Studio F - arkitektum, dags. 21.07.2020.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir byggingaráformin með fyrirvara um jákvæða niðurstöðu grenndarkynningar. Ráðið felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna framkvæmdina fyrir aðliggjandi lóðarhöfum. Útfæra þarf bílastæði fyrir húsin fyrir grenndarkynningu.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Bjarkargata. Umsókn um lóð fyrir bílskúr.

Erindi frá Halldóri Traustasyni og Eydísi Þórsdóttur, dags. 5. ágúst. Í Erindinu er sótt um lóð utan við Bjarkargötu 8, Patreksfirði til byggingar 80m2 bílskúrs. Erindinu fylgir teikning er sýnir fyrirhugaða lóð.

Skipulags- og umhverfisráð frestar erindinu og felur byggignarfulltrúa að fara yfir mögulegar útfærslur með umsækjenda.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Sigtún 2. Umsókn um lóð.

Erindi frá Eddu S. Ólafsdóttur o.fl. dags 10. ágúst. Í erindinu er sótt um byggingarlóðina að Sigtúni 2, Patreksfirði. Samkvæmt umsókn er áætlaður upphafstími framkvæmda eftir 4-6 ár.

Lóðin stendur á skilgreindu B - hættusvæði ofanflóða.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að úthlutun lóðarinnar verði samþykkt en vekur jafnframt athygli umsækjenda á því að samkvæmt núgildandi ákvæðum í lóðarleigusamningum skuli framkvæmdum lokið innan þriggja ára frá útgáfu lóðarleigusamnings.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Mikladalsvegur 5. Ósk um endurnýjun lóðarleigusamnings.

Erindi frá Eggert Björnssyni, dags. 10. ágúst. Í erindinu er sótt um endurnýjun lóðarleigusamnings fyrir Mikladalsveg 5, Patreksfirði. Erindinu fylgir tillaga að nýrri afmörkun lóðar.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


8. Aðalstræti 11. Ósk um endurnýjun lóðarleigusamnings.

Erindi frá Unnsteini L. Jenssyni, dags. 17. júlí. Í erindinu er sótt um endurnýjun lóðarleigusamnings fyrir Aðalstræti 11, Patreksfirði. Erindinu fylgir tillaga byggingarfulltrúa að nýrri afmörkun lóðar.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


9. Ósk um endurnýjun á lóðarleigusamningi

Erindi frá Strönd ehf, dags. 30. júlí. Í erindinu er sótt um endurnýjun lóðarleigusamnings fyrir Saumastofuna Krossholtum Barðaströnd, landnr. 139840.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt en vekur jafnframt athygli bæjarstjórnar á því að í eldri lóðarleigusamningi eru forkaupsréttarákvæði.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


10. Smiðjustígur 1. Ósk um endurnýjun lóðarleigusamnings.

Erindi frá Pétri Bjarnasyni, dags. 10. ágúst. Í erindinu er sótt um endurnýjun lóðarleigusamnings fyrir Smiðjustíg 1, Bíldudal. Erindinu fylgir tillaga byggingarfulltrúa að nýrri afmörkun lóðar.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


11. Aðalstræti 10. Ósk um endurnýjun lóðarleigusamnings.

Erindi frá Oddi Þ. Rúnarssyni, dags. 11. ágúst. Í erindinu er sótt um endurnýjun lóðarleigusamnings fyrir Aðalstræti 10 á Patreksfirði.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:16