Hoppa yfir valmynd

Skipulags og umhverfisráð #76

Fundur haldinn í fjarfundi, 10. september 2020 og hófst hann kl. 16:00

Nefndarmenn
  • Barði Sæmundsson (BS) aðalmaður
  • Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
  • Kristján Finnbogason (KF) varamaður
  • Jóhanna Gísladóttir (JG) aðalmaður
  • Jón Garðar Jörundsson (JGJ) aðalmaður
Starfsmenn
  • Elfar Steinn Karlsson (ESK) byggingafulltrúi
  • Óskar Örn Gunnarsson (ÓÖG) skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði
  • Elfar Steinn Karlsson byggingarfulltrúi

Almenn erindi

1. Formlegt erindi vegna umhverfisvottunar Vestfjarða

Davíð Rúnar Gunnarsson, fulltrúi í Græna teyminu og Geir Gestsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs komu inn á fundinn og fóru yfir aðgerðaráætlun sveitarfélagsins í umhverfismálum vegna umhverfisvottunar sveitarfélaga.

Málsnúmer5

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Umsókn um lóð undir eldsneytisafgreiðslu - Bíldudal.

Erindi frá Festi dags. 26.08.2020. Í erindinu eru kynntar hugmyndir að útfærslu eldsneytisafgreiðslu við Járnhól á Bíldudal. Erindinu fylgja teikningar unnar af Verkhof ehf.

Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í erindið en áréttar að ætlast er til þess að frágangur verði framkvæmdaraðila til sóma og hugað verði að langtímalausnum við útfærslu á eldsneytisgeymum og lóðarfrágangi. Ráðið kallar eftir fullnaðarhönnun á útliti.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Umsókn um framkvæmdaleyfi - OV

Erindi frá Orkubúi Vestfjarða, dags. 7. september 2020. Í erindinu er sótt um framkvæmdaleyfi fyrir plægingu háspennustrengs frá Sandodda í Sauðlaukadal og að Kvígindisdal. Erindinu fylgir samþykki viðkomandi landeigenda sem og uppdrættir er sýna lagnaleiðina.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar jákvæð umsögn Minjavarðarliggur fyrir.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Strandgata 17A. Ósk um nýjan lóðarleigusamning, breytt stærð lóðar.

Tekið fyrir eftir grenndarkynningu. Samþykkt var á 73. fundi skipulags- og umhverfisráðs að grenndarkynna stækkun lóðar umhverfis Strandgötu 17a á Patreksfirði. Grenndarkynnningin var auglýst 20. júlí með athugasemdafrest til 18. ágúst.

Ein athugasemd barst við grenndarkynninguna og lýtur hún að lóðarmörkum Strandgötu 17a og 19. Gerð er athugasemd við bílastæði sem hafa fylgt Strandgötu 19 og gildandi lóðarleigusamningur kveður á um.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir grenndarkynninguna m.v. innkomnar athugasemdir og felur byggingarfulltrúa að vinna nánari útfærslu lóðarmarka Strandgötu 17a og Strandgötu 19. Jafnframt leggur skipulags- og umhverfisráð til við bæjarstjórn að endurnýjaðir verði lóðarleigusamningar við Strandgötu 17a og Strandgötu 19.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Bjarkargata. Umsókn um lóð fyrir bílskúr.

Erindi frá Halldóri Traustasyni og Eydísi Þórsdóttur dags. 5. ágúst. Erindinu var frestað á síðasta fundi ráðsins sem haldinn var 14. ágúst. Í Erindinu er sótt um lóð utan við Bjarkargötu 8, Patreksfirði til byggingar 80m2 bílskúrs. Erindinu fylgir teikning er sýnir fyrirhugaða lóð.

Skipulags- og umhverfisráð hafnar erindinu. Samkvæmt gildandi aðalskipulagi er svæðið skilgreint sem opið svæði og verður framtíðarnotkun svæðisins endurskoðuð í tengslum við vinnu við gerð nýs aðalskipulags sem stendur yfir.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Umsókn um stöðuleyfi. Brautarholt.

Erindi frá Ólafi J. Engilbertssyni f.h. félags um listasafn Samúels í Selárdal dags. 7. september 2020. Í erindinu er sótt um framlengingu á stöðuleyfi fyrir 40ft gám rétt utan við lóðarmörk Brautarholts í Selárdal. Erindinu fylgir samþykki landeigenda.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir framlengingu á stöðuleyfi til eins árs.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Vesturbyggð - Aðalskipulag 2018-2030

Lögð fram til kynningar endurskoðun Aðalskipulags Vesturbyggðar.

Málsnúmer17

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:27