Hoppa yfir valmynd

Skipulags og umhverfisráð #92

Fundur haldinn í fjarfundi, 10. febrúar 2022 og hófst hann kl. 16:00

Nefndarmenn
  • Ásdís Snót Guðmundsdóttir (ÁSG) varamaður
  • Barði Sæmundsson (BS) aðalmaður
  • Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
  • Jóhann Pétur Ágústsson (JPÁ) aðalmaður
  • Kristján Finnbogason (KF) varamaður
Starfsmenn
  • Elfar Steinn Karlsson (ESK) byggingafulltrúi
  • Óskar Örn Gunnarsson (ÓÖG) skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði
  • Elfar Steinn Karlsson byggingarfulltrúi

Almenn erindi

1. Hjallar 22. Umsókn um lóð.

Erindi frá Eydísi Þórsdóttur og Halldóri Traustasyni, dags 24.01.2022. Í erindinu er sótt um byggingarlóðina að Hjöllum 22 til byggingar einbýlishúss.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að úthlutunin verði samþykkt. Grenndarkynna þarf byggingaráformin áður en til framkvæmda kemur.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Umsókn um borun vinnsluholu - heitt vatn.

Erindi frá Orkubúi Vestfjarða ohf, dags. 2. febrúar 2022. Í erindinu er sótt um heimild til dýpkunar á tveimur borholum undir Geirseyrarmúlanum sem og borun á tveimur nýjum holum. Markmið borananna er að kanna hvort nægjanlega heitt og mikið vatn finnist til að keyra fjarvarmaveituna á staðnum með varmadælu en rafketill veitunnar er að mestu keyrður á skerðanlegri orku. Rafmagnsverð skerðanlegrar orku hefur farið hækkandi og hlutfallslega meira en verð á forgangsorku. Verðmunurinn á milli skerðanlegrar orku og forgangsorku að óbreyttu dugar vart lengur til í hefðbundnu árferði að reka R/O veitur orkubúsins án taprekstrar.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við Bæjarstjórn Vesturbyggðar að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir með tilvísan í 8. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og 44.gr skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna ofangreinda umsókn um framkvæmdaleyfi.

Ábendingum og athugasemdum við framlagða tillögu skal skila skriflega til skrifstofu Vesturbyggðar, Aðalstræti 75, 450 Patreksfjörður eða með tölvupósti á vesturbyggd@vesturbyggd.is fyrir 7. mars 2022. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Kollsvík, sjóvörn. Umsókn um framkvæmdaleyfi.

Erindi frá Kjartani Elíassyni f.h. Vegagerðarinnar. Í erindinu er sótt um framkvæmdaleyfi fyrir 80m sjóvörn í Kollsvík framan við fornminjar í landi Láganúps. Um er að ræða áframhald á verki sem kláraðist ekki árið 2020. Verkefnið er unnið í samráði við Vesturbyggð, Minjastofnun og landeigendur. Umsókninni fylgja yfirlits-, grunnmynd og snið ásamt leyfi landeiganda.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Brjánslækjarhöfn - deiliskipulag

Tekin fyrir tillaga að deiliskipulagi Brjánslækjarhafnar, uppdráttur og greinargerð dagsett í janúar 2022.

Tilgangur deiliskipulagsins er að búa að til skipulagsramma utan um athafnasvæði hafnarinnar og þá uppbyggingu sem fyrirhuguð er á næstunni.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til að í 3.mgr 5. kafla bls 13 í greinagerð um einbýlishús verði texta skipt út fyrir eftirfarandi: Sunnan við hjallinn er lítið einbýlishús sem er víkjandi á svæðinu. Á uppdrætti verði hús merkt sem víkjandi.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við hafna- og atvinnumálaráð að tillagan verði samþykkt og mælist til að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Málsnúmer9

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

5. Fyrirspurn um matsskyldu - smábátahöfn Brjánslæk

Lögð fram til kynningar ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Brjánslækjarhöfn dags. 1. febrúar 2022.

Skipulagsstofnun metur sem svo að fyrirhuguð framkvæmd sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. þau viðmið sem tilgreind eru í 2. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Samkvæmt 30. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana má kæra ákvörðunina til
úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er til 7. mars 2022.

Málsnúmer7

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Reglur um úthlutun lóða í Vesturbyggð.

Lögð fram til kynningar drög að reglum varðandi úthlutun lóða í Vesturbyggð.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Innviðir á Krossholtum

Lagt fram til kynningar svar Vegagerðarinnar við bréfi sveitarfélagsins varðandi öryggi vegfarenda við Barðastrandarveg við Krossholt, dags. 20. janúar 2022.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:35