Hoppa yfir valmynd

Skipulags og umhverfisráð #95

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 9. maí 2022 og hófst hann kl. 16:00

Nefndarmenn
  • Barði Sæmundsson (BS) aðalmaður
  • Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
  • Jóhann Pétur Ágústsson (JPÁ) aðalmaður
  • Jóhanna Gísladóttir (JG) aðalmaður
  • Kristján Finnbogason (KF) varamaður
Starfsmenn
  • Elfar Steinn Karlsson (ESK) byggingafulltrúi
  • Óskar Örn Gunnarsson (ÓÖG) skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði
  • Elfar Steinn Karlsson byggingarfulltrúi

Óskar Örn Gunnarsson, skipulagsfulltrúi var viðstaddur fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.

Almenn erindi

1. Móra ehf. Umsókn um stöðuleyfi.

Erindi frá Móru ehf. ódags. Í erindinu er sótt um stöðuleyfi fyrir þremur gámum við Krossholt-Móru, landnr. 221595. Umsókninni fylgir teikning sem sýnir staðsetningu og uppröðun gámanna.

Skipulags- og umhverfisráð óskar eftir frekari upplýsingum frá umsækjenda um nýtingu gámanna og áform á lóðinni.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Balar 2, umsókn um byggingaráform.

Tekin fyrir eftir grenndarkynningu byggingaráform vegna Bala 2 á Patreksfirði. Áformin voru grenndarkynnt með auglýsingu frá 22. mars til 22. apríl 2022.

Alls bárust sex athugasemdir við auglýsingu grenndarkynningar sem beindust aðallega að miklu byggingarmagni á reitnum.

Í ljósi framkominna athugasemda og umfangs verkefnisins fer skipulags- og umhverfisráð fram á að framkvæmdaraðili ráðist í gerð deiliskipulags fyrir reitinn þar sem umfang verði minnkað og íbúðum fækkað frá grenndarkynningu.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Krosseyri. Deiliskipulag fyrir Heilsusetur

Tekin fyrir tillaga að deiliskipulagi fyrir heilsusetur á Krosseyri í Geirþjófsfirði, dagsett apríl 2022. Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir uppbyggingu heilsuseturs þar sem skilgreindir eru átta byggingarreitir en skipulagssvæðið er 4,2 ha að stærð. Lögð er áhersla á vistvæna hönnun.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Dalbraut 1 - umsókn um byggingarleyfi

Friðbjörg Matthíasdóttir vék af fundi.

Erindi frá M11 arkitektum f.h. Búbíl ehf, dags. 05.05.2022. Í erindinu er sótt um samþykki fyrir byggingaráformum vegna viðbyggingar við Dalbraut 1 á Bíldudal ásamt breyttu innra skipulagi og útlitsbreytingum. Erindinu fylgja aðaluppdrættir unnir af M11 arkitektum dags. 05.05.2022.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að grenndarkynna áformin. Grenndarkynna skal áformin fyrir Tjarnarbraut 2, Dalbraut 4 og 7, Hafnarbraut 6 og 8 og Smiðjustíg 1.

Friðbjörg Matthíasdóttir kom aftur inn á fundinn.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Ofanflóðavarnir á Bíldudal

Lagt fram erindi frá Skipulagsstofnun, dags. 24. mars 2022. Í erindinu er óskað umsagnar um könnun á matsskyldu vegna ofanflóðavarna ofan Bíldudals, Stekkjargil/Gilsbakki og Milligil.

Skipulags- og umhverfisráð telur að á fullnægjandi hátt sé gerð grein fyrir fyrirhugaðri framkvæmd og umhverfi hennar, umhverfisáhrifum og mati framkvæmdaaðila á þeim, og gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaðar mótsvægisaðgerðir og vöktun að svo komnu máli.

Málsnúmer8

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:35