Hoppa yfir valmynd

Skipulags og umhverfisráð #97

Fundur haldinn í fjarfundi, 15. ágúst 2022 og hófst hann kl. 15:00

Nefndarmenn
  • Barði Sæmundsson (BS) aðalmaður
  • Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
  • Kristján Finnbogason (KF) varamaður
  • Jóhanna Gísladóttir (JG) aðalmaður
  • Jón Garðar Jörundsson (JGJ) aðalmaður
Starfsmenn
  • Elfar Steinn Karlsson (ESK) byggingafulltrúi

Fundargerð ritaði
  • Elfar Steinn Karlsson byggingarfulltrúi

Almenn erindi

1. Notkun ásætuvarna á sjókvíar á vegum Arctic Sea Farm í Arnarfirði - Ósk um umsögn

Jón Garðar Jörundsson vék af fundi.

Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 12. júlí 2022 þar sem óskað er umsagnar Vesturbyggðar um matsskyldufyrirspurn vegna tilkynningar Arctic Sea Farm um notkun ásætuvarna á sjókvíar á vegum fyrirtækisins í Arnarfirði samkvæmt 19. gr. laga nr. 111/2021. Í samræmi við 20. gr. laga nr. 111/2021 óskar Skipulagsstofnun eftir umsögnum um ofangreinda framkvæmd.

Í umsögninni skal koma fram eftir því sem við á, hvort nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, umhverfisáhrifum, mótvægisaðgerðum og vöktun eftir því sem við á. Jafnframt hvort og þá hvaða atriði umsagnaraðili telur þurfa að skýra frekar og hvort þau kalli að hans mati á að framkvæmdin fari í umhverfismat að teknu tilliti til viðmiða í 2. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Jafnframt skal í umsögn gera grein fyrir leyfum sem framkvæmdin er háð og eru á starfssviði umsagnaraðila.

Tilkynning framkvæmdaraðila er meðfylgjandi.

M.v. framlagða tilkynningu telur Skipulags- og umhverfisráð að á fullnægjandi hátt sé gerð grein fyrirhugðum áformum og umhverfisáhrifum þeirra. Skipulags- og umhverfisráð telur að framkvæmdin sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Jón Garðar Jörundsson kom aftur inn á fundinn.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Þórsgata 4, framkvæmdir.

Erindi frá Ingvari Bjarnasyni f.h. eigenda Þórsgötu 4, Patreksfirði. Í erindinu er sótt um leyfi fyrir utanhússklæðningu úr stáli á Þórsgötu 4, Patreksfirði. Erindinu fylgja teikningar unnar af Ingvari Bjarnasyni, dags. 20. júlí 2022.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir áformin, í megindráttum er verið að viðhalda útliti hússins.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Móberg, Rauðasandi - Endurheimt votlendis, framkvæmdaleyfi.

Erindi frá Votlendissjóði, dags. 10. ágúst. Í erindinu er sótt um framkvæmdaleyfi að beiðni eigenda fyrir endurheimt votlendis á um 55ha svæði á jörðinni Móberg, Rauðasandi. Áætlaður framkvæmdatími er ágúst og september 2022.

Landgræðslan hefur mælt losun svæðisins og staðfest. Starfsmenn hennar stýra verkinu sem verður unnið af verktakanum Þotunni frá Bolungavík og undirverktaka hennar frá Tálknafirði.

Samkvæmt umsókninni hefur enginn búskapur verið stundaður á Móbergi síðan 1995. Á fyrirhuguðu endurheimtasvæði er lítill landhalli. Engar minjar eru skráðar á jörðinni (kortavefur Minjastofnunar Íslands). Syðst á svæðinu er einn raflínustaur, endurheimtin mun ekki hafa áhrif á línuna eða framtíðar áform er línan verður lögð í jörðu. Erindinu fylgir yfirlitsmynd af landinu, samantekt frá RFK ráðgjöf dags. 11.02.2022 ásamt kynningarriti Skipulagsstofnunar um Endurheimt votlendis.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 11. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfis nr. 772/2012 með fyrirvara um jákvæða umsögn Minjavarðar. Ráðið leggur til við framkvæmdaraðila að framkvæmdin verði þannig útfærð að ekki myndist slysagildrur fyrir dýr og menn.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Mikladalsvegur 5, umsókn um byggingaráform - geymsla.

Erindi frá Guðbjarti Á. Ólafssyni f.h. eigenda Mikladalsvegs 5, Patreksfirði dags. 18.júlí 2022. Í erindinu er sótt um leyfi til að setja niður geymslugám á lóðinni. Gámurinn yrði grafinn inn í hólinn við hlið núverandi torfgerðar geymslu og gengið þannig frá honum að hann falli sem best inn í landið.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir áformin með fyrirvara um samþykki lóðarhafa að Mikladalsvegi 7.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Eyrargata 5. Ósk um breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis

Erindi vísað til skipulags- og umhverfisráðs frá 41. fundi hafna- og atvinnumálaráðs.
Erindi frá Aðalstræti 73 ehf. Í erindinu er óskað eftir breytingu á deiliskipulagi Patrekshafnar. Óskað er eftir að byggingarreitur við Eyrargötu 5 verði stækkaður um 10m til suðausturs. Eigandi hefur áhuga á því að byggja við húsið.

Hafna- og atvinnumálaráð samþykkti áformin.

Skipulags- og umhverfisráð frestar afgreiðslu málsins og felur byggingarfulltrúa að leggja fram frekari gögn um áform um skipulag á svæðinu.

Málsnúmer6

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Brjánslækjarhöfn. Framkvæmdarleyfi, grjótgarður.

Erindi frá Hafnasjóð Vesturbyggðar, dags. 12. Ágúst 2022. Í erindinu er sótt um framkvæmdaleyfi fyrir byggingu á nýjum grjótgarði fyrir smábátahöfn í Brjánslækjarhöfn. Útlögn á grjóti og kjarna úr námu og af lager samtals um 27.300m3, upppúrtekt og endurröðun um 1.200m3. Sprengt verður fyrir um 10.000m3 af grjóti úr námu E2, um 10.000m3 af malarefni verður fengið úr námu E3. Áætluð verklok eru 31. desember 2022.

Erindinu fylgir yfirlitsmynd sem sýnir hafnarsvæðið og garðinn. Leyfisbréf frá Umhverfisstofnun dags. 10. júní fyrir varpi í hafið. Ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu dags. 1. febrúar 2022, þar sem niðurstaða Skipulagsstofnunar er að fyrirhuguð framkvæmd sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. þau viðmið sem tilgreind eru í 2. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Því skuli framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Þá fylgir erindinu samþykki Ríkiseigna fyrir framkvæmdunum.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 11. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfis nr. 772/2012 með fyrirvara um samþykki ábúenda.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:25