Hoppa yfir valmynd

Skipulags og umhverfisráð #101

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 13. desember 2022 og hófst hann kl. 15:00

Nefndarmenn
  • Barði Sæmundsson (BS) varaformaður
  • Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
  • Jóhann Pétur Ágústsson (JPÁ) formaður
  • Ólafur Byron Kristjánsson (ÓBK) aðalmaður
  • Rebekka Hilmarsdóttir (RH) ritari
Starfsmenn
  • Elfar Steinn Karlsson (ESK) byggingafulltrúi
  • Óskar Örn Gunnarsson (ÓÖG) skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði
  • Elfar Steinn Karlsson byggingarfulltrúi

Óskar Örn Gunnarsson skipulagsfulltrúi var viðstaddur fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.

Almenn erindi

1. Kosning formanns, varaformanns og ritara.

Barði Sæmundsson setti fundinn sem aldursforseti og bauð fundarmenn velkomna.

Barði lagði til að Jóhann Pétur Ágústsson verði formaður ráðsins. Samþykkt samhljóða.

Jóhann Pétur tók við stjórn fundarins.

Jóhann Pétur lagði til að Barði Sæmundsson verði varaformaður og Rebekka Hilmarsdóttir ritari. Samþykkt samhljóða.

Lagt til að fundir nefndarinnar verði haldnir miðvikudag fyrir reglulegan fund bæjarstjórnar sem haldinn er þriðja miðvikudag hvers mánaðar.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Umsögn um lögbýli - Seftjörn II

Erindi frá Lögmannsstofu Ólafs Björnssonar, dags. 22.11.2022. Í erindinu er óskað umsagnar Vesturbyggðar varðandi fyrirhugaða stofnun lögbýlis á jörðinni Seftjörn II. Umsóknin er í samræmi við staðfest aðalskipulag.

Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemd við stofnun lögbýlis en telur æskilegt að föst búseta fylgi stofnun lögbýlis. Ráðið veitir jákvæða umsögn um umsóknina og leggur þá ákvörðun fyrir bæjarstjórn til staðfestingar.

Skipulags- og umhverfisráð felur byggingarfulltrúa að kalla eftir upplýsingum um áform varðandi lögbýli á Seftjörn (L139849) sem Seftjörn II er stofnuð upp úr.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Hóll, Bíldudal. Deiliskipulag Íbúabyggðar.

Tekið fyrir afgreiðslubréf Skipulagsstofnunar, dagsett 21. nóvember 2022 ásamt leiðréttum skipulagsgögnum þar sem tekið hefur verið tillit til athugasemda Skipulagsstofnunar.

Gerðar voru breytingar á skipulagsgögnum sem fela í sér eftirfarandi atriði:
Fjölbýlishús var fellt úr skipulagi í stað þess var einu parhúsi í 2. áfanga breytt í fjögurra íbúða raðhús og einu þriggja íbúða raðhúsi breytt í fjögurra íbúða raðhús. Ástæða breytingarinnar var sú að ekki var gert ráð fyrir fjölbýli samkvæmt aðalskipulagi en einnig var byggingareitur fyrir fjölbýli felldur út þar sem hann var innan 50 metra fjarlægðarmarka frá Litlueyrará. Íbúðum innan svæðisins fækkaði um eina við þessa breytingu en verða eftir breytingu 58.
Felldur var út reitur um hreinsistöð þar gert er ráð fyrir rotþróm við hvert hús, þegar byrjað verður á 2. áfanga þá skal koma fyrir hreinsistöð sem þjóna skal öllu hverfinu. Kallar það á breytingu á deiliskipulagi sem og á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2019-2035.
Stígakerfi breytt á því svæði þar sem áður var gert ráð fyrir byggingarreit fyrir fjölbýli.
Kafli um veitukerfi uppfærður m.t.t. breytinga.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að breytingarnar sem gerðar hafa verið á tillögunni verði samþykktar og skipulagsfulltrúa falin fullnaðarafgreiðsla á deilskipulaginu í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Málsnúmer13

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Dynjandisheiði, Suðurverk. Stöðuleyfi fyrir kaffistofu og geymslu.

Erindi frá Suðurverk hf. dags. 5.12.2022. Í erindinu er sótt um stöðuleyfi fyrir kaffiaðstöðu og færanlegri verkstæðisskemmu í tengslum við verkefni fyrirtækisins við byggingu 2. áfanga nýs vestfjarðavegar nr.60 yfir Dynjandisheiði. Staðsetning aðstöðu er innan skeringar í nýju vegstæði. Erindinu fylgja teikningar sem sýna staðsetningu.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir veitingu stöðuleyfis til 12 mánaða.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Hafnarteigur 4. Stækkun á kvisti á mhl 02 og klæðning-hólfun á mhl 5

Erindi frá Íslenska Kalkþörungafélaginu, dags. 5.12.2022. í erindinu er sótt um byggingarleyfi fyrir stækkun á kvist og færsla á strompi á mhl 02 og hólfun á húsi og klæðningu á mhl05. Erindinu fylgja aðaluppdrættir unnir af Friðriki Ólafssyni, dags. 05.12.2022.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir áformin.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

6. Afrit af bréfi MAST til Votlendissjóðs v. framkvæmda í Fífustaðardal

Lögð fram til kynningar fyrirspurn MAST til Votlendissjóðs dags. 6. desember 2022. Í fyrirspurninni er spurt fyrir um framkvæmdir Votlendissjóðs í Fífustaðardal í Arnarfirði og möguleg brot á dýravelferð.

Skipulags- og umhverfisráð óskar eftir upplýsingum um framvindu málsins.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:35