Hoppa yfir valmynd

Skipulags og umhverfisráð #106

Fundur haldinn í fjarfundi, 11. maí 2023 og hófst hann kl. 16:00

Nefndarmenn
  • Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir (SSS) varamaður
  • Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
  • Jóhann Pétur Ágústsson (JPÁ) formaður
  • Ólafur Byron Kristjánsson (ÓBK) aðalmaður
  • Rebekka Hilmarsdóttir (RH) aðalmaður
Starfsmenn
  • Elfar Steinn Karlsson (ESK) byggingafulltrúi
  • Óskar Örn Gunnarsson (ÓÖG) skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði
  • Elfar Steinn Karlsson byggingarfulltrúi

Almenn erindi

1. Vegagerðin - Umsókn um stofnun vegsvæðis úr landi Trostansfjarðar.

Erindi frá Direkta lögfræðiþjónustu dags. 04.05.2023 f.h. landeigenda í Trostansfirði, Arnarfirði, L140470. Í erindinu er sótt um stofnun 108.608 m2 vegsvæðis úr landi Trostansfjarðar.

Erindinu fylgir uppdráttur er sýnir vegsvæðið.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að stofnun lóðarinnar verði samþykkt.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Grænhóll. Ósk um samþykki fyrir niðurrifum.

Erindi frá Björg G. Bjarnadóttur dags. 17. apríl 2023. Í erindinu er sótt um heimild til niðurrifs á mhl. 07 og 08 á Grænhóli, L139801. Um er að ræða fjós og hlöðu sem fuku s.l. vetur.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Kvígindisdalur - Umsókn um stofnun lóðar.

Erindi frá Val Thoroddsen. Í erindinu er sótt um stofnun 400m2 lóðar úr landi Kvígindisdals, Patreksfirði, L139897.

Erindinu fylgir lóðarblað er sýnir afmörkun lóðarinnar.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að stofnun lóðarinnar verði samþykkt.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Langholt 3. Umsókn um stöðuleyfi.

Erindi frá Silju B. Ísafoldardóttur og Þórði Sveinssyni, dags. 01.05.2023. Í erindinu er sótt um stöðuleyfi fyrir 15m2 aðstöðuhúsi á smábýlalóðinni að Langholti 3, Barðaströnd. Húsið er ætlað vegna fyrirhugaðra framkvæmda á lóð.

Erindinu fylgja ljósmyndir af húsinu.

Skipulags- og umhverfisráð frestar stöðuleyfisbeiðninni að svo stöddu. Ráðið er tilbúið að veita stöðuleyfi á meðan byggingartíma stendur þegar gögn og áform liggja fyrir um byggingu íbúðarhúss á lóðinni.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Erindi til Skipulags- og umhverfisráðs varðandi sæstrengi og ósk um gögn.

Fyrir liggur erindi frá Sigurði Hreinssyni o.fl. dagsett 3. apríl 2023. Í erindinu er óskað eftir öllum þeim gögnum sem skipulags og umhverfisráð Vesturbyggðar hafði til hliðsjónar, þegar ákveðið var að setja inn tillögur Landsnets um lagnaleiðina yfir Arnarfjörð í Aðalskipulag Vesturbyggðar 2018-2035.

Skipulagsfulltrúi og sveitarfélagið átti fund með Landsneti þann 23. ágúst 2019 um strengleiðir og skipulagsfulltrúi mætti einnig á annan fund með Landsneti 12. október 2019 um styrkingu flutningskerfisins. Gögn frá Landsneti varðandi sæstreng voru afhent Vesturbyggð með tölvupósti 27. apríl 2021. Ljósleiðarar eru ekki sýndir á aðalskipulagsuppdrætti. Skipulagsfulltrúa falið að svara bréfritara.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til að haldinn verði sameiginlegur fundur með Ísafjarðarbæ, eigendum orku- og fjarskiptastrengja og fulltrúum Vesturbyggðar þar sem farið verði yfir legu strengja og hvaða möguleikar eru fyrir hendi til að stilla saman strengi.

Málinu vísað áfram til hafna- og atvinnumálaráðs m.t.t. legu strengja, ankerislægja og nýtingu fjarðarins.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Deiliskipulagsbreyting - deiliskipulag hafnar- og þjónustusvæðis á Patreksfirði

Lögð fram til kynningar drög að breytingu á deiliskipulagi Patrekshafnar. Breytingin felur í sér skipulagningu byggingalóða við Þórsgötu neðan Mýra.

Málsnúmer7

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Göngustígur í Selárdal

Tekið fyrir erindi frá Ólafi Jóhanni Engilbertssyni, dagsett 24. apríl 2023. Í erindinu er sótt um gerð göngustígs frá Brautarholti niður í fjöru í Selárdal.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið en gera þarf óverulega breytingu á deiliskipulagi Selárdals og óska þarf umsagnar Minjastofnunar. Þá þarf leyfi landeigenda að liggja fyrir.

Málsnúmer5

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


8. Strandgata 21 - umsókn um samþykki byggingaráforma.

Tekin fyrir umsókn Geirs Gestssonar f.h. Vesturbyggðar um byggingaráform við Strandgötu 21, dagsett 3. maí 2023. Í umsókninni er sótt um byggingarleyfi fyrir 175,6 m2 viðbyggingu við leikskólann Araklett.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir byggingaráformin og telur ekki vera þörf á grenndarkynningu þar sem þau varða ekki hagsmuni annarra en lóðarhafa og sveitarfélagsins sjálfs.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


9. Aðalstræti 19, Patreksfirði - fyrirspurn

Rebekka Hilmarsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Erindi frá teiknistofu Ginga f.h. Mikladals ehf. dags 26.04.2023. Í erindinu er lýst byggingaráformum félagsins að Aðalstræti 19, Patreksfirði.

Erindið varðar stækkun byggingarreits um 1,5m til austurs, samhliða götu. Samhliða stækkun byggingarreits er óskað efti að hámarksgrunnflötur megi vera allt að 122 m2. Húsið verður staðsett við innri línu byggingarreits en tröppupallur gengur 1,36 m innar á lóðina. Hámarks vegghæð húss er 6,1m en 6m. skv. skipulagi, þakhalli verði 16° en er 30° skv skipulagi.

Sótt er um undanþágu frá skilmálum þakhalla með tilvísun í fjölbreytileika húsa í götumyndinni og má í því samhengi benda á Aðalstræti 13, 15, og 17.

Í húsinu er áformað að hafa 3 íbúðir, tvær á 1.hæð og ein á 2.hæð. Í kjallara verða geymslur íbúðanna inntök og sameiginlegt þvottahús. Gólfkóti íbúða 1. hæðar verður 45-60 cm yfir kóta gangstétta en sú aðgerð mun skapa meira næði fyrir íbúa, einkum íbúa neðri hæðar skv. fyrirspurninni.

Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í fyrirspurnina, grenndarkynna þarf breytinguna fyrir aðliggjandi lóðarhöfum þar sem fyrirhuguð bygging nær út fyrir skilgreindan byggingareit í gildandi deiliskipulagi. Grenndarkynna skal fyrir Aðalstræti 17 og 21, Bjarkargötu 1,2 og 5 og Túngötu 18.

Rebekka Hilmarsdóttir kom aftur inn á fundinn.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


10. Deiliskipulag Krossholt - ósk um breytingu.

Tekið fyrir eftir grenndarkynningu breyting á deiliskipulagi Langholt-Krossholt. Breytingin var grenndarkynnt frá 27. febrúar til 3. apríl 2023. Fyrir liggur umsögn Fiskistofu sem og tvær athugasemdir er bárust á kynningartímanum.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að svara þeim sem gerðu athugasemdir og að tillagan fái málsmeðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


11. Dufansdalur Fremri - umsókn um stofnun lóðar

Erindi frá Guðrúnu I. Halldórsdóttur. Í erindinu er sótt um stofnun lóðar úr landi Dufansdals Fremri, L231733. Stærð lóðar er 6564 m2 og ber heitið Dufansdalur lóð 10.

Erindinu fylgir lóðablað. Lóðin stendur við deiliskipulagða frístundabyggð í Dufansdal.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að stofnun lóðarinnar verði samþykkt.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:24