Hoppa yfir valmynd

Skipulags og umhverfisráð #116

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 13. mars 2024 og hófst hann kl. 16:00

Nefndarmenn
  • Guðrún Eggertsdóttir (GE) varamaður
  • Jóhann Pétur Ágústsson (JPÁ) formaður
  • Ólafur Byron Kristjánsson (ÓBK) aðalmaður
  • Tryggvi Baldur Bjarnason (TBB) varamaður
Starfsmenn
  • Elfar Steinn Karlsson (ESK) byggingafulltrúi
  • Óskar Örn Gunnarsson (ÓÖG) skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði
  • Elfar Steinn Karlsson byggingarfulltrúi

Óskar Örn Gunnarsson og Ólafur Byron Kristjánsson eru viðstaddir fundinn í gegnum fjarfundarbúnað. Barði Sæmundsson boðaði forföll og ekki reyndist unnt að fá varamann inn á fundinn.

Almenn erindi

1. Umsagnarbeiðni - Aðalskipulag Tálknafjarðarhrepps, endurskoðun

Fyrir liggur beiðni um umsögn um Aðalskipulag Tálknafjarðarhrepps 2019-2039. Um er að ræða heildarendurskoðun á aðalskipulagi sveitarfélagsins þar sem sett er fram stefnumörkun sveitarfélagsins til ársins 2039.

Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við tillöguna og telur að hún sé í fullu samræmi við landnotkun sem snertir sveitarfélagamörk sem og markmiðum sem tengjast beint hagsmunum sveitarfélaganna beggja.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Mjólkárlína 2 - Bíldudalsvogur.

Tekin fyrir tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2019-2035. Meðfylgjandi er breytingaruppdráttur og gátlisti um óverulega breytingu. Breytingin gengur út á lagfæringu á legu Mjólkárlínu 2. Gerð er breyting á sveitarfélagsuppdrætti sem og á þéttbýlisuppdrætti fyrir Bíldudal. Gerðar eru breytingar á landtökustað við Haganes og einnig litlar tilfæringar á legu strengsins að iðnaðarsvæðinun við Hól.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2019-2035 til samræmis við erindið.

Að mati skipulags- og umhverfisráðs er um óverulega breytingu að ræða í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem breytingin hefur hvorki í för með sér breytingar á landnotkun né er hún líkleg til að hafa áhrif á einstaka aðila eða stór svæði.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Krosseyri. Deiliskipulag fyrir Heilsusetur

Tekin fyrir tillaga að deiliskipulagi Krosseyrar, deiliskipulags fyrir heilsusetur, dagsett í janúar 2023. Málið var áður á dagskrá á 95. fundi skipulags- og umhverfisráðs 9. maí 2022. Tillagan var auglýst með athugasemdafresti til 18. júní 2022 en ekki náðist að klára afgreiðsluna á deiliskipulaginu þar sem ekki lá fyrir fornleifaskráning fyrir svæðið. Fyrir liggja umsagnir frá Umhverfisstofnun, Minjastofnun, Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða og Náttúrfræðistofnun Íslands sem og fornleifaskráning fyrir svæðið.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagið fái málsmeðferð í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 enda sé tillagan í samræmi við þær heimildir fyrir annars konar þjónustu á landbúnaðarsvæðum skv. skilgreiningu gildandi aðalskipulags.

Málsnúmer5

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Urðargata 21a og 21b, sameining byggingarreita og byggingaráform.

Tekið fyrir eftir grenndarkynningu breyting á deiliskipulagi ofanflóðvarnargarða ofan Urða og Mýra og byggðar neðan þeirra. Breytingin var grenndarkynnt frá 18. janúar til 15. febrúar 2024. Fyrir liggur umsögn bæjarráðs Vesturbyggðar, Veðurstofu Íslands sem og athugasemdir frá íbúum er bárust á kynningartímanum. Í umsögn Veðurstofunnar er mælt með því að húsið verði styrkt samkvæmt reglum um ástreymisþrýsting. Athugasemdir frá íbúum snéru að skerðingu útsýnis, bílastæðum í götunni, smíðaverkstæði og akstursstefnu.

Skipulags- og umhverfisráð metur sem svo að áformin skerði útsýni frá Urðargötu 23 minna en gildandi deiliskipulag gerði ráð fyrir með tveimur byggingarreitum.

Ráðið tekur undir áhyggjur íbúa varðandi bílastæðaskort í götunni og leggur til við bæjarstjórn að bílastæði á milli Urðargötu 22 og Urðargötu 26 verði stækkað. Þá leggur ráðið til við lóðarhafa að gert verð ráð fyrir bílastæði innan lóðar á milli Urðargötu 21 og Urðargötu 19. Jafnframt er lagt til að skoðaður verði sá möguleiki að gatan verði gerð að einstefnugötu við vinnslu á umferðarreglum innan þéttbýlis í Vesturbyggð.

Ekki verði heimilt að reka atvinnustarfsemi í bílskúr hússins sem merkt er smíðaverkstæði á teikningu. Reksturs smíðaverkstæðis samræmist ekki gildandi aðalskipulagi fyrir svæðið.

Skipulags- og umhverfisráð telur sér ekki fært að setja kvaðir umfram gildandi hættumatsreglugerð nr. 505/2000 og tillögu að hættumati eftir ofanflóðavarnir en vekur athygli lóðarhafa á umsögn og tilmælum Veðurstofu Íslands.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að svara þeim sem gerðu athugasemdir og að tillagan fái málsmeðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Málsnúmer5

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Deiliskipulag Skóla-, Íþrótta- og þjónustusvæðis á Bíldudal.

Tekin fyrir tillaga að deiliskipulagi fyrir skóla, íþrótta- og þjónustusvæði á Bíldudal. Meginmarkmið deiliskipulagsins er að skilgreina lóð fyrir nýjan grunn- og leikskóla á Bíldudal ásamt því að búa til heildstætt skóla-, íþrótta- og þjónustusvæði.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir tillöguna með þeirri breytingu að gegnumakstur að Hafnarbraut 9 í gegnum skólalóðina verði felldur út.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Ytri Bugur - umsókn um stöðuleyfi.

Erindi frá Val S. Valgerissyni, dags. 10. mars 2024. Í erindinu er sótt um stöðuleyfi fyrir gám við Ytri-Bug á Barðaströnd. Gámurinn er hugsaður til geymslu á
byggingarefni á meðan á byggingarframkvæmdum við sumarhús stendur.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir veitingu stöðuleyfis til 12 mánaða.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Þúfneyri. Umsókn um leyfi fyrir spennistöð og jarðstreng.

Erindi frá Orkubúi Vestfjarða ohf, dags. 27. febrúar 2024. Í erindinu er sótt um framkvæmdaleyfi fyrir jarðstreng og um 8m2 spennistöð við Þúfneyri í Patreksfirði. Erindinu fylgir teikning af áformaðri lagnaleið og spennistöðinni. Spennistöðin er ætluð til landtengingar á fóðurpramma.

Skipulags- og umhverfisráð metur sem svo að framkvæmdin hafi ekki veruleg áhrif á umhverfið og að hún sé undanþegin framkvæmdaleyfi. Varðandi leyfi fyrir spennistöðinni þá vísar ráðið málinu áfram til byggingarfulltrúa.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


8. Bjarkargata 14. Umsókn um lóð.

Erindi frá Keran S. Ólasyni dags. 11. mars 2024. Í erindinu er sótt um byggingarlóðina að Bjarkargötu 14, Patreksfirði. Lóðin er 1507m2 athafnalóð með nýtingarhlutfall 0,3.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að úthlutunin verði samþykkt.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


9. Bjarkargata 10 og 12. Umsókn um lóð.

Erindi frá Odd Þór Rúnarssyni, dags. 11. mars 2024. Í erindinu er sótt um byggingarlóðirnar Bjarkargötu 10-12, Patreksfirði. Bjarkargata 10 er 724m2 athafnalóð, Bjarkargata 12 er 349m2 athafnalóð, lóðirnar báðar eru með nýtingarhlutfall 0,3. Sótt er um að fá að sameina lóðirnar og byggja eitt hús á sameinaðri lóð með nýtingarhlutfall 0,3.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að úthlutunin verði samþykkt og
lóðirnar sameinaðar í eina. Skipulagss- og umhverfisráð telur að sameining lóða kalli ekki á breytingu á deiliskipulagi þar sem hún varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


10. Endurskoðun á Reglum Vesturbyggðar um úthlutun lóða.

Lögð fram til samþykktar drög að breyttum reglum um úthlutun lóða í Vesturbyggð. Á eftir 2. mgr 2.gr kemur eftirfarandi texti nýr inn:

Þrátt fyrir 1. og 2. mgr. er bæjarstjórn heimilt í sérstökum tilvikum vegna ríkra hagsmuna sveitarfélagsins að úthluta lóðum án auglýsingar til lögaðila vegna stærri uppbyggingarverkefna, enda liggi fyrir samningur milli sveitarfélagsins og viðkomandi aðila, þar sem kveðið er á um nýtingu og afmörkun lóðar, byggingahraða og tryggingu fyrir greiðslu gatnagerðargjalda. Einnig sé heimilt í þeim tilvikum að tryggja þurfi sveitarfélagi eða öðrum opinberum aðilum byggingarrétt að úthluta lóðum án auglýsingar.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir drög að breyttum reglum um úthlutun lóða í Vesturbyggð.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:26