Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 18. ágúst 2025 og hófst hann kl. 15:00
Nefndarmenn
- Freyja Ragnarsdóttir Pedersen (FRP) formaður
- Guðmundur Björn Þórsson (GBÞ) aðalmaður
- Guðrún A. Finnbogadóttir (GAF) aðalmaður
- Kristinn Hilmar Marinósson (KHM) varamaður
Starfsmenn
- Lilja Magnúsdóttir (LM) ritari
Fundargerð ritaði
- Lilja Magnúsdóttir ritari
Almenn erindi
1. Umhverfisstefna Vesturbyggðar
Drög að loftslagsstefnu og aðgerðaáætlun í loftslagsmálum með athugasemdum.
Umhverfis- og loftslagsráð samþykkir loftslagsstefnu Vesturbyggðar eins og hún liggur fyrir fundinum og vísar henni áfram til bæjarráðs til umræðu.
Samþykkt samhljóða.
Einnig var rædd tillaga að aðgerðaáætlun í loftslagsmálum Vesturbyggðar sem er lögð fram með athugasemdum. Umhverfis- og loftslagsráð leggur til við bæjarráð að haldið verði áfram með vinnu við aðgerðaáætlunina af starfsmönnum og ráðgjöfum á hverju sviði sveitarfélagsins. Gera þarf ráð fyrir þessari vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2026 - 2029.
Samþykkt samhljóða.
2. Fjárhagsáætlun 2026 - 2029.
Tillögur umhverfis- og loftslagsráðs fyrir fjárhagsáætlunargerð 2026 - 2029
Umhverfis - og loftslagsráð leggur fram lista yfir áherslur ráðsins til fjárhagsáætlunargerðar 2026 - 2029 þar sem farið er yfir aðgerðir í umhverfis og loftslagsmálum.
Samþykkt samhljóða.
Til kynningar
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:28
Formaður setti fund og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðið. Svo var ekki og formaður lýsti fundinn lögmætan.
Jónas Snæbjörnsson boðaði forföll og kristinn H. Marinósson, annar varamaður, sat fundinn í hans stað.
Jón Árnason boðaði ekki forföll en mætti ekki.