Hoppa yfir valmynd

Umhverfis- og loftslagsráð #11

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 18. ágúst 2025 og hófst hann kl. 15:00

Nefndarmenn
  • Freyja Ragnarsdóttir Pedersen (FRP) formaður
  • Guðmundur Björn Þórsson (GBÞ) aðalmaður
  • Guðrún A. Finnbogadóttir (GAF) aðalmaður
  • Kristinn Hilmar Marinósson (KHM) varamaður
Starfsmenn
  • Lilja Magnúsdóttir (LM) ritari

Fundargerð ritaði
  • Lilja Magnúsdóttir ritari

Formaður setti fund og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðið. Svo var ekki og formaður lýsti fundinn lögmætan.

Jónas Snæbjörnsson boðaði forföll og kristinn H. Marinósson, annar varamaður, sat fundinn í hans stað.
Jón Árnason boðaði ekki forföll en mætti ekki.

Almenn erindi

1. Umhverfisstefna Vesturbyggðar

Drög að loftslagsstefnu og aðgerðaáætlun í loftslagsmálum með athugasemdum.

Umhverfis- og loftslagsráð samþykkir loftslagsstefnu Vesturbyggðar eins og hún liggur fyrir fundinum og vísar henni áfram til bæjarráðs til umræðu.

Samþykkt samhljóða.

Einnig var rædd tillaga að aðgerðaáætlun í loftslagsmálum Vesturbyggðar sem er lögð fram með athugasemdum. Umhverfis- og loftslagsráð leggur til við bæjarráð að haldið verði áfram með vinnu við aðgerðaáætlunina af starfsmönnum og ráðgjöfum á hverju sviði sveitarfélagsins. Gera þarf ráð fyrir þessari vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2026 - 2029.

Samþykkt samhljóða.

Málsnúmer9

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Fjárhagsáætlun 2026 - 2029.

Tillögur umhverfis- og loftslagsráðs fyrir fjárhagsáætlunargerð 2026 - 2029

Umhverfis - og loftslagsráð leggur fram lista yfir áherslur ráðsins til fjárhagsáætlunargerðar 2026 - 2029 þar sem farið er yfir aðgerðir í umhverfis og loftslagsmálum.

Samþykkt samhljóða.

Málsnúmer12

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

3. Umsagnarbeiðni vegna máls nr. 05842025 - Stærð seiða Arctic Sea Farm í Arnarfirði

Stærð seiða Arctic Sea Farm í Arnarfirði, ákvörðun Skipulagsstofnunar.

Lagt fram til kynningar.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:28