Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 15. október 2025 og hófst hann kl. 15:00
Nefndarmenn
Starfsmenn
- Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) bæjarstjóri
Fundargerð ritaði
- Gerður Björk Sveinsdóttir framkvæmdastjóri
Almenn mál
1. Aðalfundur Vestur-Botn ehf.
1. Setning aðalfundar
Formaður stjórnar Jón Árnason setti fundinn eftir að hafa kannað lögmæti fundarins.
2. Kosning fundastjóra og ritara
Formaður lagði til að Jón Árnason yrði fundarstjóri og Gerður Björk Sveinsdóttir ritaði fundargerð. Samþykkt samhljóða.
3. Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár
Formaður fór yfir skýrslu stjórnar fyrir liðið starfsár.
4. Ársreikningar áranna 2023 og 2024
Lagðir voru fram ársreikningar áranna 2023 og 2024. Bæjarstjóri fór yfir helstu liði ársreikninganna.
Ársreikningarnir voru ræddir, síðan borin upp til samþykktar. Ársreikningarnir voru samþykktir samhljóða og áritaðir af stjórn og framkvæmdastjóra.
5. Meðferð hagnaðar eða taps félagsins á árinu
Hagnaði verði ráðstafað til hækkunar á eigin fé.
6. Kosning formanns
Kjörin formaður Jón Árnason
7. Kosning tveggja meðstjórnenda
Rebekka Hilmarsdóttir og Friðbjörg Matthíasdóttir eru kjörnar sem meðstjórnendur.
8. Kosning þriggja varamanna í stjórn
Sigurður Viggósson, Ólafur Byron Kristjánsson og Þórkatla Soffía Ólafsdóttir eru kosin í varastjórn.
9. Kosning endurskoðanda/skoðunarmanns
Lögð var fram tillaga um að KPMG ehf. sinni áfram endurskoðun fyrir félagið. Samþykkt samhljóða.
10. Ákvörðun um þóknun stjórnarmanna, varamanna og endurskoðanda
Lögð fram tillaga um að þóknun stjórnar fyrir fundarsetur verði óbreytt þannig að hún sé sú sama og þóknun til nefndarsetu í nefndum Vesturbyggðar. Greiðsla til löggiltra endurskoðenda skal vera skv. framlögðum reikningi. Samþykkt samhljóða.
12. Önnur mál
2. Ráðning framkvæmdastjóra og breyting á prókúru
Lagt er til að Gerður Björk Sveinsdóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar, verði ráðinn framkvæmdastjóri Vestur-Botns. Enn fremur er lagt til að Gerður Björk Sveinsdóttir og Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir verði með prókúru fyrir félagið.
Samþykkt samhljóða. Framkvæmdastjóra er falið að afturkalla allar aðrar prókúrur fyrir félagið og tilkynna breytingar til fyrirtækjaskrár.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00