Lausar lóðir
Á þessari síðu er að finna upplýsingar um lausar íbúðarhúsalóðir innan þéttbýliskjarnanna á Bíldudal, Tálknafirði og Patreksfirði. Lóðirnar eru til þéttingar innan núverandi byggðar. Þá stendur einnig yfir deiliskipulagsvinna við nýtt íbúðarhverfi við Völuvöll á Bíldudal og verða nýjar lóðir kynntar síðar.
Reglur um úthlutun lóða – útdráttur
- Sækja skal um lóðir á þar til gerðu eyðublaði á heimasíðu sveitarfélagsins.
- Ef tveir aðilar eða fleiri sækja um sömu lóð og uppfylla skilyrði fyrir úthlutun á lóð, skal dregið um það hver fær lóðinni úthlutað. Dráttur fer fram á fundi skipulags- og uframkvæmdaráðs.
- Lóðarhöfum er skylt að hlíta eftirfarandi tímamörkum um upphaf og lok framkvæmda:
- Byggingaráform skulu verða samþykkt eigi síðar en 9 mánuðum eftir að bæjarstjórn hefur staðfest lóðaúthlutun.
- Lóðarhafi skal hefja framkvæmdir eigi síðar en 12 mánuðum eftir að lóðinni var úthlutað. Framkvæmdir teljast hafnar þegar jarðvegsskipti hefjast.
- Eigi síðar en 2 árum eftir dagsetningu lóðarúthlutunar skal lóðarhafi hafa gert hús fokhelt, sbr. ÍST 51:2021.
- Eigi síðar en 3 árum eftir dagsetningu lóðarúthlutunar skal lóðarhafi hafa lokið fullnaðarfrágangi byggingar að utan, gengið frá yfirborði lóðar og öllum frágangi við lóðarmörk.
- Gengið er frá lóðarleigusamningi þegar byggingarleyfi hefur verið gefið út. Almennt skulu lóðarleigusamningar gerðir til 99 ára fyrir íbúðarhúsnæði og 75 ár fyrir atvinnu-, iðnaðarhúsnæði o.þ.h.
Lóðir lausar til úthlutunar á Bíldudal, uppfært í mars 2024
- 
- Dalbraut 29, 780m2 lóð sem hugsuð er fyrir einbýli/tvíbýli. Svæðið er ódeiliskipulagt.
- Dalbraut 31, 780m2 lóð sem hugsuð er fyrir einbýli/tvíbýli. Svæðið er ódeiliskipulagt.
- Gilsbakki 3, 480m2 lóð sem hugsuð er fyrir einbýli/tvíbýli. Svæðið er ódeiliskipulagt.
- Arnarbakki 5, 708m2 lóð sem hugsuð er fyrir einbýli/tvíbýli. Svæðið er ódeiliskipulagt.
 
Lóðir lausar til úthlutunar á Patreksfirði, uppfært í apríl 2024
- Urðargata 10, 481 m2 lóð, einbýli/fjölbýli, allt að 3 íbúðir, svæðið er deiliskipulagt.
- Urðargata 14, 509 m2 lóð, einbýli, svæðið er deiliskipulagt.
- Urðargata 16, 509 m2 lóð, einbýli, svæðið er deiliskipulagt.
- Hjallar 6, 720 m2 lóð sem hugsuð er fyrir einbýli/tvíbýli. Svæðið er ódeiliskipulagt.
- Hjallar 8, 720 m2 lóð sem hugsuð er fyrir einbýli/tvíbýli. Svæðið er ódeiliskipulagt.
- Hjallar 12, 720 m2 lóð sem hugsuð er fyrir einbýli/tvíbýli. Svæðið er ódeiliskipulagt.
- Hjallar 14, 720 m2 lóð sem hugsuð er fyrir einbýli/tvíbýli. Svæðið er ódeiliskipulagt.
- Aðalstræti 128. 788 m2 lóð sem hugsuð er fyrir einbýli. Svæðið er ódeiliskipulagt.
Lausar lóðir í dreifbýli.
- Hvammsholt 10, Örlygshöfn. 1635 m2 lóð sem hugsuð er fyrir einbýli/tvíbýli. Svæðið er ódeiliskipulagt.
Frekari upplýsingar
Ódeiliskipulagðar lóðir þarf að grenndarkynna/deiliskipuleggja áður en hægt er að samþykkja byggingaráform.
| Byggingarleyfisgjöld - grunngjöld | ||
| A. Íbúðarhúsnæði og aðrar byggingar á íbúðarlóðum í þéttbýli | 63.414 kr. | |
| B. Íbúðarhúsnæði og aðrar byggingar utan þéttbýlis | 63.414 kr. | |
| C. Iðnaðarhúsnæði | 126.826 kr. | |
| D. Atvinnuhúsnæði, verslun, þjónusta o.þ.h. | 190.236 kr. | |
| E. Sérhæfar byggingar fyrir opinberar stofnanir, félagsheimili, samkomuhús o.þ.h. | 190.236 kr. | |
| F. Minniháttar byggingarleyfisskyldar framkvæmdir | 17.188 kr. | |
| G. Útihús á lögbýlum | 34.375 kr. | |
| H. Stækkun húsnæðis, viðbyggingar, bílskúrar o.þ.h. | 60 fm eða minna | 63.414 kr. | 
| I. Niðurrif húsa | 16.329 kr. | |
| J. Endurnýjun eldra byggingarleyfis | 16.329 kr. | |
| Afgreiðslu- og þjónustugjöld | ||
| A. Útgáfa stöðuleyfis, úttekt byggingarfulltrúa o.fl. | skipulagt svæði | 23.490 kr. | 
| B. Útgáfa stöðuleyfis, úttekt byggingarfulltrúa o.fl. | utan skipulags svæðis | 63.145 kr. | 
| C. Lóðarúthlutanir | 51.675 kr. | |
| D. Fokheldisvottorð | 20.671 kr. | |
| E. Aukavottorð um byggingarstig og stöðuúttekt | 60.289 kr. | |
| F. Eignaskiptayfirlýsing, hver umfjöllun | 68.904 kr. | |
| G. Önnur vottorð | 34.453 kr. | |
| H. Endurskoðun aðaluppdrátta | 34.453 kr. | |
| I. Stofnun fasteigna í Þjóðskrá Íslands | 34.453 kr. | |
| J. Aukaúttekt byggingarfulltrúa | 60.289 kr. | |
| L. Gjald fyrir framlengingu lóðarúthlutunar | 34.453 kr. | |
| M. Fyrir útgáfu lóðaleigusamnings | 34.453 kr. | |
| N. Fyrir breytingu á lóðaleigusamningi | 34.453 kr. | |
| O. Fyrir hverja útsetningu lóðar/húss, hver mæling, skv. tilboði | 34.453 kr. | |
| R. Fyrir hverja útsetningu lóðar/húss á mælingu | tilboð | 0 | 
| S. Vottorð um byggingarstig húsa | 34.453 kr. | |
| T. Skráning matshluta í Þjóðskrá Íslands | 34.453 kr. | |
| U. Aðalskipulag, afgreiðslugjald | kr/klst | 15.503 kr. | 
| V. Deiliskipulag, afgreiðslugjald | kr/klst | 15.503 kr. | 
| X. Byggingafulltrúi, tímagjald | kr/klst | 17.226 kr. | 
| Y. Útkall byggingarfulltrúa að óþörfu | kr/klst | 17.226 kr. | 
| Z. Afgreiðslugjald byggingarleyfa | 23.490 kr. | |
| Breyting á aðalskipulagsuppdrætti skv. 36. gr. | kr/klst | 21.262 kr. | 
| Aðalskipulag, umsýslu- og auglýsingarkostnaður | 1.mgr. 36.gr. | 62.009 kr. | 
| Aðalskipulag, umsýslu- og auglýsingarkostnaður | 2.mgr. 36.gr. | 31.008 kr. | 
| Deiliskipulag, 2.mgr. 38.gr. afgreiðslugjald | kr/klst | 21.262 kr. | 
| Deiliskipulag, umsýslu- og auglýsingarkostnaður | 2.mgr. 38.gr. | 62.010 kr. | 
| Deiliskipulag, 1.mgr. 43.gr. afgreiðslugjald | kr/klst | 21.262 kr. | 
| Deiliskipulag, umsýslu- og auglýsingarkostnaður | 1.mgr. 43.gr. | 62.009 kr. | 
| Deiliskipulag, 2.mgr. 43.gr. afgreiðslugjald | kr/klst | 21.262 kr. | 
| Deiliskipulag, umsýslu- og auglýsingarkostnaður | 2.mgr. 43.gr. | 31.008 kr. | 
| Deiliskipulag, veruleg breyting skv. 1.mgr. 43.gr. | kr/klst | 21.262 kr. | 
| Grenndarkynning | 95.903 kr. | |
| Afgreiðslugjald framkvæmdaleyfis | 73.740 kr. | |
| Framkvæmdaleyfi, umhverfismat | 165.965 kr. | |
| Framkvæmdaleyfi, aðrar framkvæmdir, viðmiðunargjald | 78.884 kr. | |
| Eftirlit umfram eina ferð | 31.008 kr. | |
| Skipulagsfulltrúi, tímagjald | 21.262 kr. | |
| Gatnagerðargjöld - grunngjöld | ||
| a. Einbýlishús | 9.00% | 25.448 kr. | 
| b. Raðhús og sambýlishús, mest 4 íbúðir | 6.50% | 18.378 kr. | 
| c. Fjölbýlishús, 5 íbúðir eða fleiri | 4.50% | 12.726 kr. | 
| d. Verslunar- og iðnaðarhúsnæði | 5.50% | 15.553 kr. | 
| e. Iðnaðar- og annað atvinnuhúsnæði | 3.50% | 9.898 kr. | 
| f. Bifreiðageymslur í áður byggðum hverfum | 5.50% | 15.553 kr. | 
| g. Skólamannvirki | 6.00% | 16.964 kr. | 
| h. Sólskálar | 4.50% | 12.726 kr. | 
| Byggingarfulltrúi | ||
| Úttektargjald húsnæðis | 14.701 kr. | |
| Sjá nánar „Samþykkt um gatnagerðagjald, stofngjald vatnsveitu og fráveitu, byggingarleyfis-, afgreiðslu- og þjónustugjöld tæknideildar Vesturbyggðar“. Vst. 01.10.24 - 193,2 stig. | ||
