Byggð­ar­merki

Byggð­ar­merki sveit­ar­fé­lagsins var hannað af hönn­un­ar­stof­unni Kolofon og tekið í notkun árið 2025.

Byggðarmerki Vesturbyggðar

Vest­ur­byggð „hin fyrri“ og Tálkna­fjarð­ar­hreppur samein­uðust þann 19. maí árið 2024 og hlaut nýtt sveit­ar­félag nafnið Vest­ur­byggð. Í kjölfar samein­ing­ar­innar var ákveðið að efna til opinnar hönn­un­ar­sam­keppni um nýtt byggð­ar­merki, en þangað til voru byggð­ar­merki Vest­ur­byggðar „hinnar fyrri“ og Tálkna­fjarð­ar­hrepps notuð til jafns. Keppnin fór fram í nafn­leynd og stóð yfir frá 28. maí 2025 til og með 8. júlí 2025. Alls bárust 56 fjöl­breyttar tillögur frá hönn­uðum alls staðar af landinu sem endur­spegluðu náttúru, menn­ingu og sögu svæð­isins.

Dómnefnd hönn­un­ar­sam­keppn­innar, skipuð af Birtu Ósmann Þórhalls­dóttur, Greipi Gísla­syni og Guðmundi Oddi Magnús­syni, samþykkti samhljóma að leggja til við bæjar­stjórn að tillaga nr. 67278 yrði gerð að nýju byggð­ar­merki sveit­ar­fé­lagsins. Tillagan var samþykkt á 15. fundi bæjar­stjórnar þann 20. ágúst 2025. Höfundur merk­isins er hönn­un­ar­stofan Kolofon.


Lýsing höfundar á merkinu

Byggð­ar­merkið er leikur að sjón­rænu formi, sem bæði minnir á öldur og er um leið teikning af firði á milli fjalla­hlíða.

Úr forminu má einnig lesa bókstafinn V, sem tilvísun í nafn sveit­ar­fé­lagsins.

Merkið kinkar enn fremur kolli til þess merkis sem er talið vera elsta skjald­ar­merki Íslands, frá 1258. Merkið var þverröndótt með 6 bláum röndum á silf­ur­skildi.

Rökstuðn­ingur dómnefndar

Dómnefnd mat tillög­urnar út frá þeim forsendum sem fram komu í keppn­is­lýs­ingu, einkum með tilliti til:

  • Einkenn­andi útlits og teng­ingar við náttúru, sögu eða ímynd sveit­ar­fé­lagsins.
  • Skýr­leika og nota­gildis í mismun­andi miðlum og stærðum.
  • Fagur­fræði­legra gilda og frum­leika.
  • Megin­regla skjalda­merkja­fræð­innar, sbr. 4. og 5. gr. reglu­gerðar um byggð­ar­merki nr. 112/1999.

Horft er út fjörð þar sem sjón­deild­ar­hring­urinn víkkar. Framundan er óend­an­leikinn. Áhorf­andinn stendur í skut skips og horfir á kjölfar þess sem myndast á hafflet­inum – hann er á heim­leið.

Táknmál merk­isins lítur ekki til þriggja eða fleiri samfé­lags­hluta heldur myndar heild og mögu­leik­arnir eru óend­an­legir.

Höfundur merk­isins bendir á þá skemmti­legu stað­reynd að merkið kinkar sann­ar­lega kolli til þess sem talið er fyrsta skjald­ar­merki Íslands, frá 1258. Þverlínur hins gamla skjaldar umbreytast í fjarð­ar­mynni, öldur og kjölfar sem að lokum forma bókstafinn V fyrir Vest­ur­byggð.

Merkið er skil­merki­legt, skýrt og einfalt en býður upp á mismun­andi túlk­anir. Sífleiri myndir birtast því lengur sem horft er á það. Merkið samræmist öllum megin­kröfum um byggð­ar­merki að formi og lögun.

Byggða­merki Vest­ur­byggðar má hlaða niður hér til hliðar. Þar má finna útgáfur af merkinu fyrir helstu prent- og skjánotkun, í fullum lit og einlit.


Byggðarmerki Vesturbyggðar fyrir sameiningu

1994 auglýsti bæjar­stjórn Vest­ur­byggðar eftir tillögum að mynd­rænu tákni sem nota mætti sem uppi­stöðu í byggð­ar­merki fyrir Vest­ur­byggð. Hugmyndin átti að tengjast sögu eða sérkennum byggð­ar­lagsins. Niður­staðan var merki sem var uppruna­lega teiknað af Hall­dóri Eyjólfs­syni, graf­ískum hönnuði.

Táknin sem koma fram í merkinu eru Hrafna-Flóki ásamt hröfn­unum þrem er varða söguna eins og segir í Land­námu: „Þeir Flóki sigldu vestur yfir Breiða­fjörð og tóku þar land sem heitir Vatns­fjörður við Barða­strönd.“ Í sömu sögu segir einnig: „Þá gekk Flóki upp á fjall eitt hátt og sá norður yfir fjöllin, fjörð fullan af hafísum, því kölluðu eir landið Ísland sem það hefur síðan heitið.“ Látra­bjarg, vest­asti oddi Evrópu, eitt af einkennum byggð­ar­lagsins er í forgrunni og minnir á sambúð manns og náttúru og nýtingu land­gæða. Blár sjór táknar hrein­leika hafsins og sjósókn við Vest­ur­byggð.

Byggðamerki Vesturbyggðar

Árið 2018 var merkið endurteiknað til þess að standast nútíma­kröfur um notkun á staf­rænum miðlum. Merkið var um leið stíliserað til að falla betur að nýrri heild­ar­ásýnd sveita­fé­lagsins, sem var tekin upp á sama tíma. Einnig voru ákveðnir þættir í merkinu uppfærðir til að standast betur kröfur Einka­leyf­a­stofu fyrir skrán­ingar á byggð­ar­merkjum. Ný teikning merk­isins er teiknuð á hönn­un­ar­stof­unni Kolofon.


Byggðarmerki Tálknafjarðarhrepps

Byggðar­merki Tálkna­fjarð­ar­hrepps sýnir landslag fjarð­arins, með Sandodda fyrir miðju. Íbúar Tálkna­fjarð­ar­hrepps greiddu atkvæði um tillögur að byggðar­merki árið 2002.

Byggð­ar­merkinu má hlaða niður hér til hliðar. Þar má finna útgáfur af merkinu fyrir helstu prent- og skjánotkun, í fullum lit og einlit.