Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir meira en 2 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Aðal­skipulag Vest­ur­byggðar 2018-2035, niður­staða bæjar­stjórnar

Bæjar­stjórn Vest­ur­byggðar hefur þann 15. sept­ember 2021 samþykkt Aðal­skipulag Vest­ur­byggðar 2018-2035 í samræmi við 2. mgr. 32. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 og 7. gr. laga um umhverf­ismat áætlana nr. 105/2006.


Skrifað: 15. nóvember 2021

,

Tillagan var auglýst með athugasemdafresti til 24. júní 2021. Fimm athugasemdir bárust á auglýsingatíma. Bæjarstjórn hefur afgreitt athugasemdirnar og sent þeim sem gerðu athugasemdir umsögn sína. Athugasemdirnar gáfu tilefni til breytinga á tillöguninni er varða m.a. eftirtalin atriði:

Bætt var við í almenn ákvæði á kafla 4.2.1. og 7.1 ákvæði um umferðaröryggi á Krossholtum. Skerpt á ákvæðum um hitaveitu og ennig voru skipulagsgögn lagfærð m.t.t. afgreiðslubréfs Skipulagsstofnunar.

Hér fyrir neðan má nálgast yfirlit yfir breytingar sem gerðar hafa verið á aðalskipulagsgögnum eftir auglýsingu þess.

Aðalskipulagsbreytingin hefur verið send Skipulagsstofnun sem sér um lokaafgreiðslu erindisins. Við gildistöku þess fellur eldra skipulag úr gildi, Aðalskipulag Vesturbyggðar 2006-2018 sem tók gildi 15. desember 2006.

Hægt er að kæra samþykkt bæjarstjórnar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála skv. 52. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um samþykkt aðalskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda. Þeir sem óska eftir nánari upplýsingum um aðalskipulagið og niðurstöðu bæjarstjórnar Vesturbyggðar er bent á heimasíðu sveitarfélagsins vesturbyggd.is eða að hafa samband við Ráðhús Vesturbyggðar, Aðalstræti 75 á Patreksfirði í síma 450-2300.